Mannréttindabrot?

"Tóbaksreykingar eru öllum óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram, þ.m.t. íþrótta- og tómstundastarf." - 6. grein, Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum.

Er eitthvað óskýrt eða erfitt að skilja í þessu? Ég skil vel að sumir kráareigendur eru ekki sáttir við þetta lög, og þau eiga að sjálfsögu réttindi til að krefjast þess að lögin verður endurskoðað, þó besta tækifæri til að gera það var þegar lögin var í vinnslu. En langflestir Íslendingar styðja þetta lög, og mér finnst það ósanngjarnt gagnvart þeim sem hefur barðist fyrir réttindi til að anda hreint loft hvar sem er og vilja ekki anda krabbameinsvaldandi efni. Maður sem vill að reykja megi ennþá gera það - lögin krefst þess aðeins að fólk sem vill ekki anda þetta eitur þarf ekki að fara annarsstaðar til að forðast þess. Krabbamein og að standa í kulda fyrir 5 mínútum er ekki sambærilegur. Þetta er hreint óvirðing og þetta er mannréttindabrot.

Á sama tíma tel ég að þetta undirstrika nauðsyn þess að nikótínvörur, t.d. töflur og tyggjó, séu fáanlegir þar sem tóbak er fáanlegt - í búð, bensínstöð og svo framvegis. Auk þess að það myndi hjálpa þau sem vilja hætta að reykja myndi það líka draga úr kostnað í heilbrigðiskerfinu. 


mbl.is Leyfa reykingar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

"lögin krefst þess aðeins að fólk sem vill ekki anda þetta eitur þarf ekki að fara annarsstaðar til að forðast þess."

Nákvæmlega!

Hví eru þá reykleysingjar á móti að leyfð séu lokuð, afmörgið reykherbergi? Eiga þeir eitthvert erindi þangað inn?

Ég get ekki með neini móti séð aðrar ástæður þess en annarlegar hvatir. Sorrí.

Brjánn Guðjónsson, 31.1.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Paul Nikolov

Takk, Brjánn. Lokuð, afmörgið reykherbergi er eitt mál. En það sem hann Kórmákur er að lýsa er eitthvað annað:

„Menn setja kannski öskubakka á eitt eða tvö borð, eða, ef menn eru með fleiri en eina hæð, nota kannski efri hæðina undir reykingar og annað slíkt.“ Hann segir að ef viðskiptavinirnir kveiki „sér sjálfir í þá munum við ekki koma til með að henda þeim út.“

Paul Nikolov, 31.1.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Guðrún Lilja

nákvæmlega Brjánn ég held að reykingarfólk sé bara miklu skemmtilegra  kannski út af því að við drepumst fyrr að við njótum lífsins betur  

Guðrún Lilja, 31.1.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en er ekki þetta fjaðrafok meðal annars tilkomið í framhaldi af ákvörðun stofnanabatterísins að hóta Barnum lokun fyrir að bjóða upp á lokað og afmarkað reykherbergi?

menn hafa auðvitað séð að það skiptir engu hvort menn bjóði upp á lokuð og afmörkuð herbergi eða opna rýmið. reykingum skal úthýst, sama hvað. hvort sem rök fylgja eða ekki. rykingamenn skulu norpa úti, af því bara ,það er gott á þá. ergo, annarlegar hvatir. hví ættu menn þá að hafa fyrir að koma sér upp lokuðum herbergjum til þess að hafa í frammi mótmæli?

Brjánn Guðjónsson, 31.1.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Paul Nikolov

Ég er ekki á moti hugmyndin að vera með lokuð og afmörkuð herbergi sérstaklega fyrir reykingafólki, og það er nokkra dæmi um svona herbergi sem virkar (með sértök loftræsting, anddyri á milli herbergi og barsins, og fleira). Ég á bara skoðun að það er réttindi að anda hreint loft, og líka til að reykja ef þú ert ekki að eitra öðrum. En eins og ég sagði, það er ósanngjarnt að leyfa það ekki að nikótínvörur séu fáanlegir þar sem tóbak er fáanlegt. Ég nota tungurótatöflur sjálfur, og það hjálpar mikið, en af hverju má eg aðeins kaupa þetta meinlaus efni í apótek, en tóbak er til á 10-11? Ég bara skil það ekki.

Paul Nikolov, 31.1.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er ennþá reykherbergi í Alþingishúsinu? Ég bara spyr, ég er að vinna á bar við Laugaveginn og fólki virðist vera mismunað, Jón og séra Jón

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2008 kl. 03:30

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru manréttindabrot að láta það bitna á fíklum að þeir séu ánetjaðir efninu.  Það að neyða fólk til að standa úti (eða sitja) í bruna gaddi eða bleytu og raka af því að það er haldið fíkn er algerlega fáránlegt.  Ef fólk kýs að reykja, þá á það líka að hafa aðstöðu til þess. Lokað, loftræst og upphitað rými, þar sem starfsfólk þjónar ekki til borðs. Með þessu er leynt og ljóst verið að úthýsa stórum hópi frá veitingastöðum eða að heimta að þeir taki út einhverja refsingu fyrir fíkn sína.  Það er akkúrat svona selfrightious political correctness, sem þið lúserarnir í VG viljið styðja.  Banna og refsa tila að ná ykkur niðri á fólki vegna persónulegrar biturðar, hroka og fordóma.  Þið mynduð bara bæta ímynd ykkar með að hliðra til í þessum lögum til að gera þau mannlegri og samræma þau almennum jafnræðissjónarmiðum.  Þetta er mismunun og því mannréttindabrot, no doubt about it.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 04:47

8 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Reykingabannið er ekkert sér Vinstri-Grænt.

Ef eitthvað er þá gæti ég trúað því að ansi margir Vinstri-Grænir séu einmitt mussuklæddir eimyrjuspúandi listaspíruvonnabíar, með Gauloises í annarri hendi og kaffibolla í hinni. Kannski er ég að ganga í gildru staðalímynda en só vott?

Oftar en ekki þegar talað er um einstaklingsfrelsi benda frjálshyggjumenn hróðugir til vina okkar í vestri en fatta kannski ekki að einmitt í BNA eru reglur um takmarkanir reykinga einna harðastar í heiminum. Þitt frelsi er nefnilega alltaf háð þeim takmörkunum að þú skerðir ekki frelsi annarra. Það gera reykingamenn svo sannarlega, því þeir takmarka frelsi reyklausra.

Þetta er nefnilega ekki reykingabann, heldur takmarkanir á reykingum á almannafæri. Ef það á að berjast fyrir reykherbergjum á börum, má nota sömu rök fyrir reykklefum í flugvélum, í bönkum og víðar. Það er í dag fáránleg hugmynd, rétt eins og reykklefar á börum verða eftir nokkur ár.

Víðir Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 09:03

9 Smámynd: Paul Nikolov

Er ennþá reykherbergi í Alþingishúsinu?

Ég bara veit það ekki. Hef aldrei spáð í þessu. En ég get spurt ef þú vilt.

Og Jón: ég styðja alla vega aðgerðir til að hjálpa reykingafólki og reykleysingar búa saman í friði. Ef það þýðir sérstak reykingaherbergi (reykingakerbergi sem virkar, nota bene) í skemmtistöðum, þá það. Ég vil líka sjá nikótínvörur til sölu í búð, alveg eins og tóbak. En ég tel að ef við getum sagt að fólk á réttindi til að reykja, þá á líka fólk réttindi til að anda hreint loft líka, eins og hann Víðir bendir réttlega á.

Paul Nikolov, 1.2.2008 kl. 09:59

10 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Reykingarbannið kemur af sökum íhaldsvinstriöflum hvort sem þau kalla sig hægri sinnuð eða vinstri breytir engu.

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.2.2008 kl. 19:20

11 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

ég er hætt að reykja og hlakkaði mikið til að losna við reykinn af skemmtistöðum. Mér finnst alveg hundfúlt að Alþingi sé að eyðileggja þetta með því að hafa reykherbergi þar. Á meðan það er reykherbergi á Alþingi verð ég, því miður, að styðja málstað þeirra sem berjast gegn reykbanni annarsstaðar. Annars skil ég bara ekki af hverju það mega ekki vera afmörkuð reykherbergi á stöðunum, það myndi að minnsta kosti ekki trufla mig neitt og ég yrði áfram ægilega ánægð með reykingabannið.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 1.2.2008 kl. 21:17

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Víðir:  Áfengi og tóbak eru lögleg fíkniefni.  Það má að sama skapi segja að áfengisneysla hefti frelsi þeirra, sem ekki drekka. Ég drekk t.d. ekki og mér finnst orðið ólíft á kaffihúsum og skemmtistöðum undir miðnætti og hrökklast út. Röfl,hrindingar skvettur og hávaði.  Fyrir þeim sem fara út með því markmiði að fara á mannamót, spjalla og dansa, er ekkert tillit tekið til þeirra þarfa.  Skemmtistaðir hafa ákveðna hefð fyrir því að svona sé og það er langt frá því að það sé réttlátt fyrir alla.  Ef rekingar hefta ekki frelsi þeirra, sem ekki reykja, þá eiga þær að líðast. 

Það er enginn að tala um flugvélar og banka hérna og segir það jafn mikið um rökleiðslur þínar eins og hrokafullar lýsingar staðalýmindaþinna og fordæmingar í garð annarra.

Sú fyrirlitning og fordæming, sem reykingafólk mætir sæmir ekki siðmenntuðu fólki.  Að félagar reyklausra, getir brugðið sér frá til að reykja án þess að niðurlægja sig fyrir það, er sjálfsagt mál.  Það er frekar heftandi fyrir frelsi reykingafólk að neita sér um að fara á ákveðna staði vegna þessarar niðurlægingaráráttu. Það að ekki megi vera fjórir veggir og þak, þar sem reykingar eru leyfðar. 

Hér er verið að koma í veg fyrir að reykingafólk safnist saman í von um að það hætti. Er hægt að þvinga áfengissjúklinga til að hætta með slíkri llögjöf?  Hvað er vandamálið? Paul Veistu það?  Ér markmiðið að gera reykingafólki lífið erfitt?  Þetta hefur ekkert með secondary smoking að gera.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2008 kl. 05:52

13 Smámynd: Paul Nikolov

Þetta hefur ekkert með secondary smoking að gera.

Það hefur allt með þetta að gera. Ef ég drekk bjór nálegt þér finnur þú ekki neitt áfengi í þér. Hins vegar ef ég er að reykja nálegt þér ertu að anda krabbameinsvaldandi efni, semsagt eitur. Þú átt auðvitað réttindi til að reykja, en ekki á kostnað þeirra sem vilja ekki anda krabbameinsvaldandi efni. 

Paul Nikolov, 2.2.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband