2008 og 2009: Innflytjenda- og flóttamannamál, þá og nú

Að mörgu leyti hefur árið 2008 borð með sér mikinn árangur í innflytjenda- og flóttamannamálum. Við Vinstri-Græn fögnum því að nú skuli tryggt með lögum að engin kona af erlendum uppruna verði rekin úr landi fyrir þá sök að hafa brotist undan ofbeldi maka síns, að ungum innflytjendum verður hér eftir gert kleift að halda áfram námi í framhaldsskóla gegn yfirlýsingu foreldris eða forráðamanns um að framfærsla verði tryggð, að skilyrði fyrir dvalarleyfi vegna náms hefur minnkað úr 100% í 75%, og að félagsleg aðstoð eða atvinnuleysisbætur koma ekki lengur í veg fyrir að endurnýjun dvalarleyfis. En árið 2008 hefur líka undirstrikað hve mikil vinna sé framundan í innflytjenda- og flóttamannamálum.

Ég bendi fyrst og fremst á atvinnumál. Við viljum sjá að tímabundið atvinnuleyfi verði skilgreint sem tímabundið leyfi veitt útlendingi til að ráða sig til starfa hér á landi í tiltekinni starfsgrein óháð vinnustað eða vinnuveitanda, sem er í samræmi við það sem stendur í stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Atvinnuleyfi afhent einstaklingum hjálpar til við að veita atvinnurekendum nauðsynlegt aðhald. Þá tryggir þetta að enginn getur misst starf sitt vegna atvinnurekenda sem reynir að blekkja erlent starfsfólk á kostnað íslenska starfsfólksins. Þar fyrir utan mundi þetta fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og þannig bæta efnahag þjóðarinnar. Þessi tillaga hefur fengið mikinn og þverpólitískan stuðning og vonandi stígur ríkistjórnin þetta skref áður en langt um líður.

Í öðru lagi er íslenskunám fyrir útlendinga – sérstaklega í ljós þeirra nýja krafa frá ríkistjórninni, að þeir sem sækja um ríkisborgararétt gangist undir próf í íslensku. Við viljum að þessi námskeið verði ókeypis, og felldar inn í vinnutíma þegar hægt er. Líka er það mikilvægt að benda á að þessi námskeið eiga að vera stöðluð, varðandi hver má kenna og hvað er kennt – eins og er gert í námsefni annarstaðar og í öðrum námsgreinum. Það hefur líka verið lögð fram þingsályktun frá Vinstri-Grænum um aðgerðaáætlun um íslenskukennslu fyrir innflytjendur, þar sem markmið áætlunarinnar er að efla símenntunarmiðstöðvar til að kenna innflytjendum íslensku, að efla íslenskukennslu á vinnumarkaði, að tryggja að börn innflytjenda og foreldrar þeirra fái allar nauðsynlegar upplýsingar um réttindi sín og skyldur um leið og skólaganga hefst og slíkt gildi um öll skólastig, meðal annars.

Í þriðja lagi undirstrikar mál Pauls Ramses hve mikið á skortir í flóttamannalögum. Þess vegna töldum og teljum við það sanngjarnt og skynsamlegt að maður sem hefur verið skipuð að fara úr landinu eigi rétt til að leita úrlausnar dómstóla, og að dvelja á landinu meðan málið er til meðferðar. Það er líka í samræmi við alþjóðleg lögum, því það var Flóttmannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem mældi með þessum breytingum í okkar lög. Það var lagabreyting sem við lögðum til í vor, sem fyrrverandi ríkistjórn hafnaði.

Einnig voru lagðar til breytingar varðandi fjölskyldur útlendinga – að það teljist til grunnmannréttinda að halda fjölskyldunni saman. Í því sambandi bendi ég á almennu mannréttindayfirlýsinguna frá 1948 og alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 þar sem segir: „Fjölskyldan er hin eðlilega grundvallarhópeining þjóðfélagsins og á rétt á vernd þjóðfélagsins og ríkisins.“ Það hefur UNHCR líka tekið undir.

Í síðastu lagi tel ég það sorglegt, ósanngjarnt og ekki í samræmi við stjórnuskrá Íslands að Múslímar á Íslandi eru ennþá að bíða eftir grænu ljósi til að byggja mosku hér á landi. Við styðjum trúfrelsi, sem verndað er í okkar stjórnuskrá, og þegar trúarmenn eru látnir bíða árum saman til þess að einfaldlega byggja bænahús er augljóslega á trúfrelsi hallað.

Það er mikil vinna fram undan í innflytjenda- og flóttanannamálum, af sjálfsögu. En ég er bjartsýnn, og sannfærður um að flestir Íslendingar fagna sanngirni og réttlæti í okkar fjölmenningasamfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband