Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ísland ennþá til fyrirmyndar

Það gleður mig mjög að sjá að einhvern vill þakka innflytjendum opinberlega fyrir að auðga mannlíf og menningu Íslands. Satt að segja á ég erfitt að muna eftir slík herferð í heimalöndum mínum. Að svona herferð gengur hér kemur mér ekki á óvart. Þau lagabreytingar við útlendingalögin sem samþykkt voru í vor 2008 - og reyndar einnig hvert einasta skoðunarkönnun um málið - endurspegla því að á meðan fólk um allan heim hingað kemur til að taka þátt í að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt samfélag, taka Íslendingar bara vel á moti þetta fólk. Svona á það að vera, og þess vegna ér ég bæði stoltur og þakklatur að búa hér.

mbl.is Útlendingum þakkað fyrir að auðga samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, okkar öll

Það er sannarlega frábær listi, og ég er mjög ánægður með úrslitin í gær. Ég óska okkar frambjóðendur til góðs gengis. Áfram til sigurs í vor!
mbl.is Sterkur endurnýjaður hópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2008 og 2009: Innflytjenda- og flóttamannamál, þá og nú

Að mörgu leyti hefur árið 2008 borð með sér mikinn árangur í innflytjenda- og flóttamannamálum. Við Vinstri-Græn fögnum því að nú skuli tryggt með lögum að engin kona af erlendum uppruna verði rekin úr landi fyrir þá sök að hafa brotist undan ofbeldi maka síns, að ungum innflytjendum verður hér eftir gert kleift að halda áfram námi í framhaldsskóla gegn yfirlýsingu foreldris eða forráðamanns um að framfærsla verði tryggð, að skilyrði fyrir dvalarleyfi vegna náms hefur minnkað úr 100% í 75%, og að félagsleg aðstoð eða atvinnuleysisbætur koma ekki lengur í veg fyrir að endurnýjun dvalarleyfis. En árið 2008 hefur líka undirstrikað hve mikil vinna sé framundan í innflytjenda- og flóttamannamálum.

Ég bendi fyrst og fremst á atvinnumál. Við viljum sjá að tímabundið atvinnuleyfi verði skilgreint sem tímabundið leyfi veitt útlendingi til að ráða sig til starfa hér á landi í tiltekinni starfsgrein óháð vinnustað eða vinnuveitanda, sem er í samræmi við það sem stendur í stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Atvinnuleyfi afhent einstaklingum hjálpar til við að veita atvinnurekendum nauðsynlegt aðhald. Þá tryggir þetta að enginn getur misst starf sitt vegna atvinnurekenda sem reynir að blekkja erlent starfsfólk á kostnað íslenska starfsfólksins. Þar fyrir utan mundi þetta fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og þannig bæta efnahag þjóðarinnar. Þessi tillaga hefur fengið mikinn og þverpólitískan stuðning og vonandi stígur ríkistjórnin þetta skref áður en langt um líður.

Í öðru lagi er íslenskunám fyrir útlendinga – sérstaklega í ljós þeirra nýja krafa frá ríkistjórninni, að þeir sem sækja um ríkisborgararétt gangist undir próf í íslensku. Við viljum að þessi námskeið verði ókeypis, og felldar inn í vinnutíma þegar hægt er. Líka er það mikilvægt að benda á að þessi námskeið eiga að vera stöðluð, varðandi hver má kenna og hvað er kennt – eins og er gert í námsefni annarstaðar og í öðrum námsgreinum. Það hefur líka verið lögð fram þingsályktun frá Vinstri-Grænum um aðgerðaáætlun um íslenskukennslu fyrir innflytjendur, þar sem markmið áætlunarinnar er að efla símenntunarmiðstöðvar til að kenna innflytjendum íslensku, að efla íslenskukennslu á vinnumarkaði, að tryggja að börn innflytjenda og foreldrar þeirra fái allar nauðsynlegar upplýsingar um réttindi sín og skyldur um leið og skólaganga hefst og slíkt gildi um öll skólastig, meðal annars.

Í þriðja lagi undirstrikar mál Pauls Ramses hve mikið á skortir í flóttamannalögum. Þess vegna töldum og teljum við það sanngjarnt og skynsamlegt að maður sem hefur verið skipuð að fara úr landinu eigi rétt til að leita úrlausnar dómstóla, og að dvelja á landinu meðan málið er til meðferðar. Það er líka í samræmi við alþjóðleg lögum, því það var Flóttmannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem mældi með þessum breytingum í okkar lög. Það var lagabreyting sem við lögðum til í vor, sem fyrrverandi ríkistjórn hafnaði.

Einnig voru lagðar til breytingar varðandi fjölskyldur útlendinga – að það teljist til grunnmannréttinda að halda fjölskyldunni saman. Í því sambandi bendi ég á almennu mannréttindayfirlýsinguna frá 1948 og alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 þar sem segir: „Fjölskyldan er hin eðlilega grundvallarhópeining þjóðfélagsins og á rétt á vernd þjóðfélagsins og ríkisins.“ Það hefur UNHCR líka tekið undir.

Í síðastu lagi tel ég það sorglegt, ósanngjarnt og ekki í samræmi við stjórnuskrá Íslands að Múslímar á Íslandi eru ennþá að bíða eftir grænu ljósi til að byggja mosku hér á landi. Við styðjum trúfrelsi, sem verndað er í okkar stjórnuskrá, og þegar trúarmenn eru látnir bíða árum saman til þess að einfaldlega byggja bænahús er augljóslega á trúfrelsi hallað.

Það er mikil vinna fram undan í innflytjenda- og flóttanannamálum, af sjálfsögu. En ég er bjartsýnn, og sannfærður um að flestir Íslendingar fagna sanngirni og réttlæti í okkar fjölmenningasamfélagi.


Atvinnumál á Íslandi - Nýjar hugmyndir

Atvinnuleysi er að aukast. Gamlar og úreltar hugsjónir, sem stjórn landsins hefur byggst á síðustu átján árin, ganga ekki lengur. Það er ekkert skrítið að það besta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft að bjóða þjóðinni séu stóriðjuframkvæmdir og hvalveiðar. Ef slíkar hugmyndir bættu efnahagslífs Íslands værum við ekki í þessari kreppu í dag. En við erum það. Þess vegna teljum við í Vinstri-Grænum að tími sé kominn til að grípa til aðgerða og reyna nýjar leiðir, ekki bara til að koma okkar í gegnum þessa erfiðu tíma, heldur til að komast í betra form en nokkra sinni fyrr.

Í fyrstu lagi eru mikil tækifæri í uppbyggingu á innviðum íslensks samfélags. Okkar vantar vegi, brýr og hafnir, bæði á höfuðborgsvæðinu og út í landi, okkur sárvantar endurbætur. Skógrækt getur einnig verið stór hluti af þessu. Ríkistofnun sem ræður fleiri fólki til starfa á þessu sviði hefur tvöföld áhrif – hún veitir fólk atvinnu og endurnýjar landið. Það er líka aðgerð sem hefur sannað sig um allan heim, sambærileg við Atvinnuverkefnisstjórnina (WPA) árið 1939 sem átti stóran hlut í að bjarga Bandaríkjunum úr kreppunni á sínum tíma. Það er kominn tími til að taka til við þessar aðgerðir hér á landi.

Í öðru lagi er ný tækni rétt að slíta barnsskónum hér á landi. Þar skortir aðeins tvær auðlindir: Ímyndunarafl og einbeitni. Það er sannarlega nógu af hvoru tveggja hér á landi. Hvort sem við erum að tala um hugbúnað eða vélbúnað þá verðum við að fjárfesta í þessari vaxandi atvinnugrein, en hún á sér alltaf neytendur um allan heiminn.

Í þriðju lagi bendi ég á að bandarísk stjórnvöld hafa breytt stefnu sinni í umhverfis- og orkumálum. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji virkja umhverfisvænar og endurnýjanlegar orkulindir. Í vesturhluta Bandaríkjanna, frá Wyoming til Kaliforníu, eru mikil jarðhitasvæði en þar er nánast engin jarðhitavirkjun. Við okkur blasa mikil atvinnu- og viðskiptatækifæri á þessu sviði, þ.e.a.s. okkar þekking á jarðhituorku.

Auðvitað vaknar spurningin um hvar við finnum peninga til að fjárfesta í nýjum störfum. Við í Vinstri-Grænum stöndum vörð um velferðakerfið. Þess vegna trúi ég að, í stað að skera niður okkar heilbrigðiskerfinu eins og Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera, eigum við frekar að taka að minnsta kosti hluti af þeim 1,5 milljörðum sem eyrnamerktar voru fyrir Varnarmálastofnunina og leggja í staðinn í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Ég tel að forgangsröðin eigi að vera sú allir sem geta unnið hafi vinnu og viðhalda traustu velferðakerfi.

Það er erfiðar tímar framundan Það mun taka langan tíma að komast í gegnum þá. En ef við stöndum saman, einbeitum okkar að framtíðinni, yfirgefum úreltar hugsjónir og fögnum nýjum leiðum, getum við byggt upp Ísland á ný.


Framtíð Íslands er björt án ESB

Það er varla hægt að opna blað, kveikja á sjónvarpi eða hlusta á útvarp án þess að lesa og heyra um kreppuna. Fyrir flesta Íslendingar er staðan augljóslega mjög erfið, enda mælist 12-mánaða verðbólga 14% í september en 12-mánaða launabreytingar aðeins 9%. Við vitum öll að frjálshyggjustefna fortíðar gengur ekki upp lengur. Þær lexíur sem heimurinn átti að hafa lært árið 1929 voru hunsaðar af íslenskri nýfrjálshyggju og hagsmunaöflum, sem reyna nú að segja okkar að þetta sé allt Bandaríkjunum að kenna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjölmargir höfðu varað við íslenska hruninu, m.a. alþjóðlegir sérfræðingar frá Standard & Poor's sem sögðu árum saman að efnahagskerfi Íslands væri að ofhitna og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Talsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vöruðu líka við þróuninni árum saman og kröfðust stefnubreytinga, lögðu fram ítrekuð þingmál sem hefðu komið í veg fyrir þá skelfingu sem við erum nú að upplifa. En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir góð ráð úr fjölmörgum áttum hunsuðu stjórnvöld heilbrigða skynsemi og lýðræðislega umræðu og héldu því fram – þvert gegn því sem saga efnahagslífs heimsins kennir okkur – að þetta mundi allt reddast, trúin á frjálsa markaði mundi sjálfkrafa leiðrétta kúrsinn, auðmenn væru jú að færa svo mikið í þjóðarbúið með bættum hag okkar allra.

Það liggur fyrir að þetta rugl gengur ekki lengur. Okkar vantar miklu sterkari yfirstjórn og regluverk í kringum fjármálastarfsemi og vandaðri löggjöf og aðra sýn varðandi efnahagsmál. Okkur vantar líka alvöru lýðræði og opna umræðu án þess að henni sé stýrt af hagsmunaöflum.

Nú er m.a. mikið talað um inngöngu í ESB. Ég ætla að benda á nokkur atriði í þessari umræðu um af hverju ESB er enginn töfralausn, og hvers vegna það er gríðarlega mikilvægt að vernda okkar hagsmuni í stað þess að selja landið til ESB.

Ég tek undir að það er mikilvægt að ræða ESB, en það verður þá að gera á skynsömum grunni en ekki í pólitískum sérhagsmunaleik eða í þágu tiltekinna afla. Persónulega sé ég bæði kosti og galla með aðild ESB, og mér þykir áríðandi að Íslendingum sé gerð góð grein fyrir hvoru tveggja en fái ekki bara á sig endalausan áróður um inngöngu. Okkur væri betur fyrir komið núna ef meiri áhersla hefði verið á að grandskoða raunhæfar aðgerðir til að sporna við galinni útþenslu bankanna, og aðeins minni orka og áhersla hefði farið í botnlausan áróður um evruna síðustu vikur og mánuði – evru sem við getum í fyrsta lagi tekið upp eftir mörg ár. Aðsteðjandi vandi krefst raunsærra lausna núna, því að fyrirtækjum og heimilum blæðir núna. Samfylkingin virðist vilja að málið varðandi inngöngu í ESB rúlli í gegn án alvöru umræðu. Það er sagt að við séum búin að tala nóg um málið, og að nú í þessu neyðartilfelli sé það brýnt að fara í ESB eins fljótt og hægt er – að við eigum ekki aðra valkosti.

En bíðum hæg: innganga í ESB er mjög alvarleg ákvörðun sem myndi hafa varanleg áhrif á okkur öll. Auk þess rúllar aðild ekki sisvona í gegn, og þá síður upptaka evru. Ýmis ESB-lönd bíða enn eftir að taka upp evru en fá það ekki. ESB er ekki frístundaklúbbur, þar sem hægt er að segja sig úr ef hann hentar okkar ekki lengur. Neyðarástand eins og efnahagskreppan breytir því ekki. Þvert á móti getur innganga í ESB gert slæmt ástand verra. Horfum til Portúgal sem dæmi: Portúgal er lítið land sem byggir grunn efnahagslífsins á að flytja út landbúnað (sem ætti að hljóma kunnulega) en glímdi við efnahagsvanda. Ákvörðun var tekin að fara í ESB. Innan eins ár – aðeins eitt ár – fór atvinnuleysi úr 4,3% til 7,6% árið 2005. Verg þjóðarframleislan er í dag meðal þess lægsta í vesturhluta Evrópu. Innganga í ESB borgaði sig fyrir suma í Portúgal, tiltekin hagsmunaöfl, en gerði um leið gríðarlegan skaða fyrir margt annað. Staðreyndin er sú að innganga í ESB getur skekið efnahagslífið – sem er allt í lagi þegar allt er í sóma, en fyrir lönd á borð við Portugal og Ísland, getur það verið skelfilegt. Gleymum því ekki að langvarandi atvinnuleysi og hátt hefur verið fylgifiskur margra evru-ríkja. Ég segi: nánast allt er betra en atvinnuleysi. Og það þarf ekki að spyrja mörg þróunarríki um hvernig þeim líður gagnvart ESB. Í þeirra augum er ESB ekkert betra en Bandaríki Norður Ameríku í sérhagsmunagæslu og nýlendustefnu gagnvart fátækari ríkum.

Satt best að segja erum við ekki búin að prófa að taka upp heilbrigða skynsemi áður en við tökum svona róttæk skref. Hvað skiptir það máli ef við göngum í ESB, ef við ætlum að haga okkur áfram eins og við höfum gert? Hvað myndi breytast ef sama liðið sem ber ábyrgð á okkar ástandi í dag er ennþá við völd? Hvernig erum við að ganga til framtíðar ef við kjósum enn gamaldags frjálshyggju viðhorf og breytum ekki samfélaginu til hins betra?

Það sem við eigum og þurfum að gera er að taka upp sterkara aðhald á bönkum og sterkari löggjöf og sýn í hagstjórn, eins og ég sagði, en líka að fjárfesta í okkar eigin hagsmunum á Íslandi. Veljum íslenskt, segir vörumerki, og það er góð hugmynd, kannski sú besta. En “veljum íslenskt” þýðir ekki aðeins að við, sem neytendur, kaupum íslenskt – það þýðir líka að stjórnvöld styrki íslenska framleiðslu og geri íslenskar vörur ódýrari fyrir okkar. Tímabundin niðurgreiðing á innlendar vörur er aðgerð sem hefur sannað sig í efnahagskreppum um allan heim. En “veljum íslenskt” þýðir líka að stjórnvöld fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, í stað þess að niðurgreiða erlend stórfyrirtæki og alþjóðasamsteypur sem fara með langmestan hagnað beint úr landi, og setja upp álver sem skaðar aðra uppbyggilega starfsemi og eyðileggur náttúru landsins

Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Og þess vegna tel ég það skynsamlegt að vernda okkar hagsmuni og styrkja okkar samfélag fyrst og fremst, áður en við tökum skref sem hefur ekki ennþá sannað sig sem nauðsynlegt, og gæti hugsanlega gert okkar ástand verra.  Ég sjá engan ástæðan fyrir því að selja landið okkar vegna kæruleysi íhaldsmanna.

 Styttari gerð af þessari grein birtast í Morgunblaðinu 17. nóvember 2008.


Draumurinn rætast

Ég viðurkenna það - ég grét nokkra sinnum að horfa á Barack Obama halda sigurræðan hans. Þetta er sögulegur sigur, og ekki bara fyrir Bandaríkjanna heldur fyrir heimurinn allt. Barack Obama er sönnun að lýðræði sé ennþá til, að maður getur byrjað með hugmynd, sagt öðrum frá því, farið út í götunni að banka á hurðinni, látað orðið ganga, talað við og hlustað á öðrum, komað fólk saman og haldað áfram þangað til hugmyndin er kraftmikið afl sem hefur beint áhrif á ríkistjórnum. Það er lexía sem við öll getum lært.

Ég vil þakka þeim Íslendingar sem hefur sent mér póst og SMS, að óska mér til hamingju. En ég segi, góðir Íslendingar, að sigurinn er líka ykkar.


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á mér líka draum

Ég verð að segja ykkur, góðir Íslendingar, að ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir forsetakosningum en ég er í dag. Og ekki bara vegna þess að Bandaríkin er heimalandið mitt. Stjórnvöldin Bandaríkjanna hefur áhrif á heimurinn allt, eins og við vitum öll mjög vel. Og ég tel að heimurinn allt, eins og flestir bandaríkjamanna, eru búnir að fá nóg af það sem þessi síðasta átta ára hefur haft að bjóða. Ég sé það hér á landi líka, þar sem fólk segir mér hvað það hlakkar mikið til að sjá Barack Obama sem næsta forseti Bandaríkjanna, og vona það mjög. Það gleður mig mikið, og ég vona að flestir Bandaríkjamenn séu eins klár og þessi Íslendingar!

Ég á ekki orð til að lýsa hvað ég sé bjartsýnn og spenntur. Þetta er söguleg tíð. Ég verð á Grand Hótel í kvöld að fylgjast með, og að vona - með heimurinn allt - að Barack Obama verður næsta forseti Bandaríkjanna.

obama-biden_2008_logo.jpg


mbl.is Obama sigraði í Dixville
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt ekki hægt að réttlæta

Er árangurinn allt sem skiptir máli í þetta mál? Eins og ég hef bent á, ég hef lent í svona húsleit sjálfur, aðgerð sem fór fram bæði kurteislega og faglega. Það var enga hunda, enginn í handjárn, og enginn skíthrædd við lögreglan. Hvað var ástæðan fyrir þessi Jerry Bruckheimer-aðgerð í Reykjanesbæ?

Við erum ekki búnir að heyra það. Við erum ekki búnir að heyra heldur hvað lögreglan á Suðurnesi segir um það sem Rauði krossinn kom fram með, að Rauði krossinn telur upphæð sem lögreglan fann ekki óeðlilegt - 1,6 milljónir eru tæp 40 þúsund krónur á manni, þar af var um milljón sem var tekin hjá einni fjölskyldu og þá eru eftir 600 þúsund, sem deilast 35 manns. Að gangstætt því sem lögreglan sagði, hælisleitendur fæ ekki ókeypis sígarettur. Að maður sem fundist var í húsinu við franskt vegabréf á atvinnuleyfi á Íslandi - hann var gestkomandi í húsinu þegar lögreglan kom í heimsókn.

Það sem við erum að gleyma í þessari umræðu er að árangurinn sé ekki bara að ná í nokkrum slæmir eplum. Árangurinn er líka að hælisleitendum á Suðurnesi geta ekki treyst lögreglan lengur. Árangurinn er líka að útlendingar almennt geta verið orðnir hrædd við lögreglan almennt. Árangurinn er líka að það dregur athygli frá góð verkin sem lögreglan gerir. 

Það var alls ekki nauðsynlegt að fara fram með þetta aðgerð eins og hún var framkvæmd. Mín reynslan er sú að það er hægt að finna fólk sem er að búa og vinna hér ólöglega án þess að fara yfir strikið. Við skulum ekki gleyma að við stöndum líka vörð við mannréttindi á Íslandi.


mbl.is Drógu umsóknir til baka eftir húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið

Það er sorglegt að heyra að ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir ASÍ telur eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. En veit einhvern hvað spurningin var, nákvæmlega? Er möguleiki að svarendur hélt að spurt voru hvort það er "eðlilegt" - eins og "algengt" - á vinnumarkaði að Íslendingar njóti betri kjara en fólk af erlendum uppruna? Ég spyr bara vegna þess að mér finnst það best að trúa að fólk er eðlilega gott. Vonandi er þessi spurning um misskilningi. En ef ekki, þá er það augljós að það er ennþá margt að gera á sviði upplýsingaflæði varðandi innflytjendur á Íslandi.
mbl.is Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kemur það

Það er gott að fá loksins álit Rauði krossins á málinu um húsleit hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ. Eins og ég sagði áður, ég hef lent í svona húsleit áður, þegar ég bjó í Hafnarfirði, en þá var húsleit kurteis og faglegt. Það kom enginn með hundum, og það var aðeins tveir lögreglumenn, ekki 58, og við sem bjó í húsinu - við vorum tæp 12 manns ef ég man rétt - vorum alls ekki hrædd af því lögreglan kom bara vel fram við okkar. En þessi aðgerð í Reykjanesbæ er mjög gott dæmi um það að fara yfir strikið, og viðbrögðin var, þar sem fólk sem bjó í húsinu var í skelfilosti.

Og núna kemur viðbrögðin frá Rauði krossinn, sem skínir ljós á nokkra atriði í málinu:

1. Gangstætt því sem lögreglan sagði, hælisleitendur fæ ekki ókeypis sígarettur. 

2. Rauði krossinn telur upphæð sem lögreglan fann ekki óeðlilegt - 1,6 milljónir eru tæp 40 þúsund krónur á manni, þar af var um milljón sem var tekin hjá einni fjölskyldu og þá eru eftir 600 þúsund, sem deilast 35 manns.

3. Þessi maður sem fundist var í húsinu við franskt vegabréf á atvinnuleyfi á Íslandi - hann var gestkomandi í húsinu þegar lögreglan kom í heimsókn.

Það er margt í málinu sem eru ekki til fyrirmyndar, en vonandi getum við að minnsta kosti nota þetta aðgerð sem dæmi um hvernig við eigum ekki fara með hælisleitendum.

 


mbl.is Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband