Atvinnuréttindi: fyrir suma eða alla?

„Tryggt verði að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilegra réttinda og íslenskt launafólk og að allar ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við gildandi kjarasamninga.“

Þetta er það sem stendur m.a. í stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Er það ekki grunnréttindi starfsfólks til að hafa frelsi til að vinna þar sem maður vill, þar sem þess er þörf, til að byrja þegar maður vill byrja og hætta þegar maður vill hætta? Þess vegna, m.a. ástæðar, krefjast frumvarpið okkar um breytingu á lögum sem varða útlendinga og réttarstöðu þeirra, sem liggja nú fyrir allsherjanefnd, að atvinnuleyfi sé afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. 

Það er nógu erfitt þegar maður er sagt upp vegna samdráttar, sérstaklega ef maður þarf að flytja þá annarsstaðar á landinu til að finna starfi, þó atvinnuleysi sé tæp 1% í dag og það er ekki sérstaklega erfitt að finna atvinnu. Vandamál með því að vera með tímabundið atvinnuleyfi er sú að sem stendur er útlendingur með atvinnuleyfi bundinn af því að vinna aðeins á einum stað eða sækja aftur um atvinnuleyfi ef hann vill vinna annars staðar. Svona umsóknarferli er ósveigjanlegt og erfitt fyrir bæði umsækjendur og atvinnurekendur. En það þýðir líka að ef maður er sagt upp vegna samdráttar skiptir það engu máli ef hann átti áætlunin til að vera áfram á Íslandi, ár eftir ár, þangað til hann má sækja um íslensk ríkisborgararétt (eins og marktækt hlutfall ætlar að gera) eða ef hann átti áætlunin til að vera hér aðeins um skeið - ef maður á tímabundið atvinnuleyfi er hann bundinn af því að vinna aðeins á einum stað. Án starf, þarf maður að fara á brot. 

Ég tel það ósanngjarnt að fara svona illa með fólki, og það er líka ekki gott fyrir Ísland að tapa duglegt fólk þegar þetta land sárvantar vinnufólki. Tímabundið atvinnuleyfi afhent einstaklingum myndi leysa þennan vanda. Það myndi líka hjálpar til við að veita atvinnurekendum nauðsynlegt aðhald. Þeir sem fara illa með starfsfólk sitt eiga þá á hættu að missa það en hinir sem virða réttindi þess eiga auðveldara með að fá til sín gott starfsfólk. Þá tryggir þetta að enginn getur misst starf sitt vegna atvinnurekenda sem ætla að reyna að blekkja erlent starfsfólk á kostnað íslenska starfsfólksins. Þar fyrir utan mundi þetta fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og þannig bæta efnahag þjóðarinnar.

Því miður er ríkistjórnin ekki sammála sem stendur. Í frumvarpið sem ríkistjórnin hefur lagt fram er tímabundið atvinnuleyfi ennþá skilgreint sem leyfi veitt útlendingi til að starfa tímabundið á innlendum vinnumarkaði hjá tilteknum atvinnurekanda. Mér finnst það löngu tímabært og þverpólitískt mál að atvinnuleyfi sé afhent einstaklingum, og er í samræmi við bæði stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda og grunnréttindi íslenska verkafólksins.


mbl.is Útlendingar sitja við annað borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband