Alveg rétt

Húsleitirnar hjá hælisleitendum sem lögreglan tók þátt í er mjög undarlegt fyrirbæri. Hvað eru þessu "rökstuddan grun" að hér væri fólk að reyna að fá dvalarleyfi á fölskum forsendum sem Jóhann R. Benediktsson um er að tala? Það er um ekki að ræða einn eða nokkra manns sem grunaðar voru, heldur allir í húsinu. Hann segir að húsaleitirnar hefur verið "árangursríkar" af því fannst var "mikið af gögnum". Morgunblaðið segir að þetta gögn er "vegabréf, persónuskilríki, reiðufé í ýmsum gjaldmiðli að andvirði rúmlega 1,6 milljóna króna."

Það er ekki "árangur" per se, og enginn eiturlyf fannst þó lögreglan fór inn með fíkniefnahund. Árangurinn var aðeins að taka peninga og persónuskilríki. Nú er það í lagi fyrir lögreglan að taka peninga úr fólki? Þetta fólk má ekki vinna samkvæmt lögin á meðan mál þeirra til meðferðar. Hvernig þá myndi þetta fólk borða, lifa? 

Er það tilviljun að nýlega hefur æ fleiri hælisleitendir fengið athygli í fjölmiðlum, sem skína kastljós á dómsmálaráðherrum Björn Bjarnasson, og nú fékk vinur hans Jóhann "rökstuddan grun" sem hann notar til að ráðast inn á fólki? Það veit ég ekki, en það er ekki gott dæmi um hvernig við forum með fólki sem leita til okkar fyrir aðstoð.

Uppfærsla:  Meira um málið birtast í visir.is í dag:

„Ég var sofandi þegar þeir brutu upp dyrnar. Mér fannst ég bara vera kominn aftur til Afganistans og yrði drepinn," segir Hassam Raza Akbari, hælisleitandi frá Afganistan.

Hann lenti í aðgerð lögreglumanna, sem gerðu húsleit hjá 42 hælisleitendum í Keflavík á fimmtudaginn. Lögreglan tók af þeim peninga og vegabréf, en tilgangurinn mun meðal annars hafa verið að ganga úr skugga um uppruna mannanna.

„Þeir sögðust leita fíkniefna. Ég var á nærfötunum og vildi fara í fötin en þeir sögðu mér að vera ekki með stæla, þá yrði ég settur í handjárn. Þetta var eins og í bíómynd," segir Akbari. Hann muni aldrei gleyma þessu þrátt fyrir ungan aldur, 22 ár.

„Ég er ekki glæpamaður og það er erfitt að útskýra hvernig manni líður við svona aðstæður. Það eina sem ég gat sagt þeim þegar þeir fóru var að þeir væru ekki mennskir, þetta væri rangt."

Akbari segir að lögreglan hafi ekki tekið peninga af sér, því hann hafi ekki átt neina. Hann skilur ekki hvers vegna peningar eru teknir af hælisleitendum. „Þegar við komum hingað tókum við flestir aleiguna með okkur og það eru stundum einhverjir tugir þúsunda," segir hann.

Ali Reza frá Íran segir svipaða sögu. „Þetta var ekki fallegt, þeir niðurlægðu fólkið og handjárnuðu suma, litu á okkur með hatursfullu augnaráði. Þeir tóku af mér 70.000 krónur," segir hann.

Eyjólfur Kristjánsson, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir aðgerðina árangursríka.

„Við fundum skilríki sem varpa ljósi á sögu þessara einstaklinga. Ég held ég geti fullyrt að einhverjir þeirra hafi stöðu [flóttamanns] í Evrópu," segir hann.

En hvers vegna voru peningar teknir af þeim?

„Það var tekin ákvörðun um að haldleggja peninga svo viðkomandi aðilar geti gert grein fyrir þeim. Þetta fólk kemur hér og gefur sig út fyrir að vera allslaust og er haldið uppi á kostnað ríkisins. Það er auðvitað mjög undarlegt þegar slíkt fólk er með stórar upphæðir undir koddanum sínum," segir Eyjólfur. Flestir fái peninga sína vafalaust aftur.

Aðgerðin hafi verið nauðsynleg því við „verðum að vita hvaða fólk við erum með og hvaða fólki við erum að hleypa út á göturnar."


"Við verðum að vita hvaða fólk við erum með og hvaða fólki við erum að hleypa út á göturnar" ...

Ég skal segja ykkur sögu frá mín eigin líf. 

Ég bjó einu sinni í Hafnarfirði, í húsnæði sem var fullt af útlendingum - það var fólk frá Kína, Peru, Póllandi, og ég, frá Bandaríkjunum. Það kom einn dag lögreglan, sem bankaði á hurðinni, og baðu okkar að sýna þeim vegabréf og skilríki. Aðgerðin fór fram kurteislega og án nokkra vandamál, ef ég man rétt. Mín reynslu varðandi lögreglan hefur alltaf verið jákvæð.

En að ráðast inn með hundum í miðjum nóttina, að reyna að hræða fólki, og taka peninga og skilríki frá fólki?  Var allt þetta nauðsynlegt?


mbl.is Hælisleitendur mótmæla aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég er kominn heim"

Ég er hæstaánægður að sjá Paul Ramses kominn aftur til Íslands. Eins og ég hef áður sagt, það er ekki óvenjulegt að taka tillits til kringumstæður mannsins sem sækir um hæli hér á landinu, og stjórnvöldin hefur valdin til að láta maður eins og Paul Ramses dvelja hér. Í raun er það í samræmi við 46. gr. Lög um útlendinga nr. 96/2002. Vonandi verður íslensku stjórnvöldin sammála og veita honum dvalarö og atvinnuleyfi.

En við skulum ekki gleyma heldur að það er afar mikilvægt að koma í veg fyrir slíkt meðferð sem Ramses þurfti að þola. Það var breytingatillögur sem við Vinstri-Grænn lagt fram í vor, þar sem stendur meðal annars:

,,Við 26. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
            Leiti útlendingur úrslausnar dómstóla um brottfall dvalarréttar er honum heimil dvöl í landinu á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.
Við 28. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
            Leiti útlendingur úrslausnar dómstóla um brottvísun er honum heimil dvöl í landinu á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum."

Því miður taldi meirihlutinn á allsherjanefnd þessari breytingar ekki nauðsynlegir þá. Vonandi verður skipti um skoðun núna. Við skulum ekki endurtaka mál eins og meðferð hans Paul Ramses aftur.


mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvar er heimurinn núna?

Hvar eru ríkin sem fagnaði því hversu "vestrænn" Georgía vill að vera? Er það kannski út af því að 23% af gasi sem Evropa notar kemur frá Gazprom? Hvers virði er líf, á móti brúttó tonn af olíu eða gasi?

Meira um hvers vegna gas og olía er á bak við þetta stríð.

Einnig er grein hér sem útskýra meira um málið.


mbl.is Georgía kallar eftir vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gas og stríð

Fólk í fjölmiðlum talar um hvernig Rússar og Georgíubúar hafa eldað grátt silfur saman í mörg ár. Sannleikan á bak við þetta árás er annað mál.

Rússland hefur ekki verið sérstaklega ánægð með Georgíu síðan það reyndi að komast í NATO. Suður-Ossetía er svæði í Georgía þar sem meirihlutann er rússneskur, en þetta er út af tvennt: númer eitt, af því fyrrverandi Sovét-ríkin var mjög hrifinn af því að senda Rússar til þeim svæði þar sem Rússar voru í minnihluti, til þess að sterka áhrif þeirra. Númer tvö, Rússland hefur nýlega dreift rússnesk vegabréf í Suður-Ossetía. Þannig að þó Suður-Ossetía er hluti af Georgía, Rússland getur bent á svæðinu og segir, "Sjáðu, þetta fólk er rússneskt."

Rússland segir að hermenn frá Georgía byrjaði árás á rússneskir hermönnum í Suður-Ossetía, á meðan Georgía segir þvert á móti. En þetta stríð snýst ekki um þjóðerni heldur gas og olíu. 23% af gasi sem Evropa notar koma frá Gazprom í Rússlandi. Rússland er ekki ánægður með BTC-leiðslukerfinu nú þegar, sem fer í gegnum Azerbaijan og Georgíu og dreifir olíu frá Mið-Austurlöndum til Evrópa án þess að fara í gegnum Rússlandi. Og hér er kort sem sýnir Nabucco-leiðslukerfi, sem er enn undir framkvæmdum. Þegar það er búið myndi það dreifa gas frá Mið-Austurlöndum til Evrópa og forðast því að fara í gegnum Rússlandi. Hluti af Nabucco-leiðslukerfinu fara hugsanlega í gegnum bæði Chechnya og Georgíu. 

Þetta er hræðilegt innrás með tímasetning sem er ekki tilviljun - að hefja stríð fyrir gas á meðan heimurinn öll er að horfa á Ólympíu-leikinn. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að mótmæla þetta aðgerð með því að hvetja Rússland til að hætta árásin á Georgíu strax.


mbl.is Hvetur Rússa að hætta árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið á meirihlutann í Allsherjanefnd

Þingmaðurinn okkar Atli Gíslason bendi réttlega á staðreynd sem var gleymt í umræðunni varðandi Paul Ramses þegar hann sagði við Vísi í gær:

,,Við lögðum til breytingar á lögum um útlendinga á síðasta þingi sem fólust í að hælisleitendendur fengu að vera hér á landi á meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá stjórnvöldum eða dómsvöldum. Ef þær breytingar hefðu farið í gegn hefði Ramses ekki veirð vísað úr landi. En það feldi stjórnarmeirihlutinn."

Það er alveg rétt hjá honum. Hér eru þær breytingatillögur sem við Atli lögðum til, þar sem stendur m.a.:

,,Við 26. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
            Leiti útlendingur úrslausnar dómstóla um brottfall dvalarréttar er honum heimil dvöl í landinu á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.
Við 28. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
            Leiti útlendingur úrslausnar dómstóla um brottvísun er honum heimil dvöl í landinu á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum."

Meirihlutinn á allsherjanefnd taldi þessari breytingar ekki nauðsynlegir þá. Vonandi verður skipti um skoðun núna.

 


mbl.is Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband