Og þarna er það

Fleiri upplýsingar hefur komið fram sem er alvaraleg högg fyrir fordómum, m. a. :

1. Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem sátu í fangelsi í fyrra voru ekki búsettir hér á landi.

2. Frá 2000 hefur erlendum borgurum búsettum á Íslandi fjölgað um 240%. Ákærum á hendur erlendum ríkisborgurum hefur þó aðeins fjölgað um 48%.

3. Langflestir hafa verið kært fyrir glæpi sem tengdist ekki við ofbeldi. 

(Meira hér

Það er mikilvægt að hafa í huga að þeir sem flytja frá heimalöndum sínum til að byrja nýtt líf á nýju landi eru ekki beint líklegastir til að fremja glæpi. Fólk sem hingað kemur vill að samþættast og taka góðan þátt í okkar samfélagi. Þetta á að vera sjálfsagt mál, en því miður koma hræðsluáróður fram, aftur og aftur. Þess vegna er það mikilvægt fyrir okkar að halda þessar staðreyndir á lofti, aftur og aftur. Sannleikurinn mun eyða rasísmi.

 


mbl.is Fæstir innflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já það er gott að þetta komi skýrt fram.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.1.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Gestur Halldórsson

Sæll Paul

Ég vildi að satt væri er varðar tölfræði þína. En öðruvísi liggur í því samkvæmt þeirri fréttatilvísun sem þú linkar inná.

Samkvæmt því eru afplánunarfangar með erlendu ríkisfangi með búseturétti á íslandi á árinu 2000 eingöngu 1 og á árinu 2006 15 sem er aukning um 14, sem er 1400,00%. Og afplánunarfangar með erlent ríkisfang sem þú vilt tala um sem ferðamenn voru á árinu 2000 6 einstaklingar og á árinu 2006 voru þeir ornir 20 sem er aukning um 233,33%.

Samkvæmt ársskýrslum Fangelsismálastofnunar afplánuðu að meðaltali 106,4 einstaklingar afplánun á dag á árinu 2000 og 142,6 einstaklingar á árinu 2006 sem er aukning um 34,02% á tímabilinu. Ef við drögum frá alla einstaklinga með erlent ríkisfang burt sé frá búsetu eru 99,4 einstaklingar með íslenskt ríkisfang, þar með talið nýbúar í afplánun á árinu 2000 og 107,6 á árinu 2006 sem er 8,22% aukning, þannig að við vorum tiltölulega friðsöm þjóð fyrir árið 2000. Skýrara getur þetta ekki verið. En satt er hjá þér að erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað hér um 240% og ákærum um 48% (nota bene: "ákærum" samkvæmt frétt).

Gestur Halldórsson, 9.1.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Paul Nikolov

Takk, Gestur. Þú segir: Samkvæmt því eru afplánunarfangar með erlendu ríkisfangi með búseturétti á íslandi á árinu 2000 eingöngu 1 og á árinu 2006 15 sem er aukning um 14, sem er 1400,00%. Og afplánunarfangar með erlent ríkisfang sem þú vilt tala um sem ferðamenn voru á árinu 2000 6 einstaklingar og á árinu 2006 voru þeir ornir 20 sem er aukning um 233,33%.

En það sem ég sagði, og það sem stendur í frétt, er að frá árinu 2000 hefur erlendum borgurum búsettum á Íslandi fjölgað um 240%. Ákærum á hendur erlendum ríkisborgurum hefur þó aðeins fjölgað um 48%, þannig að ég veit ekki hvernig tölfræði er vitlaust, þegar við erum að tala um tveimum aðskilnum hlutum - ég um ákærum og þú um fangelsi.

Auk þess voru tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem sátu í fangelsi í fyrra ekki búsettir hér á landi, langflestir hafa verið kært fyrir glæpi sem tengdist ekki við ofbeldi, og þjóðerni sem mér sýnast lendur í versta skítköst - Pólverjum - eru langhlýðnastur þjóðernishópur landsins. Skýrara getur þetta ekki verið, þrátt fyrir allt.

Og Viðar, þangað til það er upplýsingar sem skýra hvort maður af erlendum uppruna sem kært var fyrir glæpi kom hingað sem ferðamaður "í raun og veru" eða var að vinna hér ólöglega er spurningin á bak við spurningum þínum bara ágiskun.  Hverjum af þessum "ferðamenn" voru bara fólk sem var að búa hér til að mynda ferðamenn? Það vitum við ekki. En það sem er staðreynd er að þá sem ætla að yfirgefa heimalöndum og fjölskyldum sínum til að byrja nýtt líf á nýjum landi eru kannski ólíklegasta til að fremja glæpi. Sérstaklega þegar þú veist að umferðisákæra getur komið í veg fyrir að ná í íslensk ríkisborgararétt. 

Paul Nikolov, 10.1.2008 kl. 01:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ert þú aðal heimildarmaður Saksóknarans Mike Trent í Harrissýslu í Texas, um umræður þær, sem hér hafa orðið um mál Arons Pálma, m.a. á bloggi Öldu Köldu?  Það er merkilegt að honum skuli hafa borist þýddar greinar héðan af þessu bloggi og afar ólíklegt að hann hafi fundið út úr þessu hjálparlaust.  Svaraðu bara svona til að bera af þér gruninn. Ert þú sá er kyndir undir þessum ofsóknum saksóknarans á AP fyrri árásum þínum til fulltyngis?  Þetta er bara spurning, ekki ásökun.  Það liggur þó beint við að spyrja þig vegna hatrammra skrifa þinna um drenginn hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 03:58

5 Smámynd: Paul Nikolov

Jón Steinar: Ég á ekkert að gera við Mike Trent og þráhyggjan hans, og satt að segja hef ég aldrei séð saksóknari hundelta einhverjum eftir hann var búinn að afplana dóminn sínum eins og Trent er að gera núna. Ég á líka ekkert með Aron Pálma að gera. Mín skoðun er sú að hann er búinn að afplana dóminn þannig að það skiptir mér engu máli hvað hann er að gera núna. Vil líka benda á að það er enginn "hatrammra skrif" á þessi síðu, og sárlítið um Aron Pálma. Ég er lang, langbúinn að tjá mig um málið og á engu áhuga á að taka þátt í annað tilgangslaust skítkast um þessi mál. Ef einhvern er að hjálpa Trent eða hver sem er varðandi Aron Pálmi er það ekki ég.

Paul Nikolov, 13.1.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta Paul.  Fólki ofbýður framferði Trent, sem er embættismaður og útmálar Aron með sökum, sem voru ekki glæpir heldur byggja á spurningum úr polygrafprófi, sem Aron Stóðst en var síða neyddur til að segja að hann hafi logið og snúið á mælinguna undir hótunum um að hann færi í fullorðinsfangelsi.

Þessi saksóknari hefur einsett sér að gera líf Arons að "lifandi helvíti." og eldir hann uppi með viðbjóðslegan tilbúnað og hluti, sem aldrei voru á ákærum.  Er það norm í herstjórnarríkinu USA að opinberir embættismenn leggi borgara í einelti?  Er þessi maður ekki að brjóta lög?

Ef ekki, þá skil ég vel að þú skulir hafa fengið nóg af landinu þinu. Það ætti að súa þessum bastard fjandans til. Og líklega verður það gert. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það mætti annars halda að það séu engin persónuveerndarlög í USA eða lög um opinberar upplýsingar.  Og  fyrst ég minnist á það, þá sakna ég Biografíu og C.V. um þig hér á síðunni.  Bara svona af sorvitni, svo að fólk viti hver þú ert.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"forvitni" átti að standa þarna. Fyrirgefðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Paul Nikolov

Er það norm í herstjórnarríkinu USA að opinberir embættismenn leggi borgara í einelti?  Er þessi maður ekki að brjóta lög?

Þú veist, ég er frá austurströndinni í Bandaríkjunum, og við skiljum ekki Texas-búar. Í mörgu leyti eiga Texas að vera sitt eigin land. Ég myndi ekki sakna þess mjög. 

Paul Nikolov, 13.1.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Paul Nikolov

Og fyrst ég minnist á það, þá sakna ég Biografíu og C.V. um þig hér á síðunni.

Ég er afar venjuleg manneskja, sem átti ómerkilegt líf. Ég ólst upp í Baltimore, fór ekki í háskóla út af hagsmunum ástæðum, og unnið yfirleitt í veitingahús. Ég lært um Ísland fyrst þegar ég fann í bókabúð bók um Ásatrú, þar sem ég lært að Íslendingar voru duglegir að skrifa um þeirra trú. Það heillaði mig, og ég vildi að læra íslensku, þannig að ég kom hingað í fríi í fyrsta sinn, árið 1998. Ég kynnti nokkra góðar Íslendingar hér, sem aðstoðu mig við að flytja hingað árið 1999. Fyrsta starf sem ég átti var að vinna á Fjörukránni í Hafnarfirði. Árið síðar byrjaði ég að vinna í sambýli, og er ennþá í dag að vinna í sambýli (í Kópavogi). Árið 2002 kynnti konan mín á Akureyri, og við giftumst árið 2003. Dóttir mín Yulia er fædd árið 2006.

Ísland hefur verið mjög gott við mig, og það sem ég er að reyna að gera núna er að skila eitthvað á móti. Hér á ég heima, og get ekki ímyndað það að lífa annarsstaðar.  

Fyrirgefðu hvað málfræði í þessu sé lélegt - ég er smáþreyttur. 

Paul Nikolov, 13.1.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband