Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju "annað hvort/eða"?

Eitt sem ég skil ekki í þessi umræðu er af hverju sumir halda að þetta sé einhverskonar stríð á milli trúaður fólki og trúleysingar. Er ekki hægt að vera kristinn og trúa á aðskilnaður ríkis og kirkju?

Ég tel það hlutverk kirkjunnar að kenna börnin um kristnitrú - foreldrar sem vilja að börnin þeirra læra um kristnitrú eiga ennþá frelsi til að gera það, með því að fara í messu. En það er staðreynd að mjög fáir fara í kirkjunna regulega, þannig að ég velti fyrir mér hvort þjóðkirkjan sé hrædd við því að fólk myndi hætta alla vega að fara í messu ef kristnitrú væri ekki kennt í skólanum? Það veit ég ekki.

Meira um þetta hér.  


mbl.is Áfram deilt um Krist í kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristnifræði

Ég sjá að umræðan sem hófst yfir spurningar sem okkar Auður Lilja Erlingsdóttir spurt menntamálaráðherra hefur verið mjög líflegt. Sjálfur skil ég ekki af hverju sumir taka þetta nærri sér. Ég vil tala um málið frá mín eigin reynslu.

Ég er kristinn, og er skráð í Rétttrúnaðarkirkjunni. Ég tala ekki oft um trúna mínum, vegna þess að ég tel það persónulegt mál. En ég trú líka að trú á enginn erindi í skólanum. Ég fer ekki í kirkjunni til að læra um rumfræðinu, og tel það eðlilegt mál að við sendum ekki börnum okkar í skólanum til að fá heyra um guð. Sem kristinn tel ég að það sé mikilvægt að hafa það þannig - förum í skólanum til að læra, og förum í kirkjunni til að vera nálegt guð. 

Ég veit auðvitað hvað fólk sem skráð er í þjóðkirkjunni sé mikið. Þetta er stórmeirihluti. Ég skil líka að "það hefur langt verið þannig" að börn læra um kristnifræði í skólanum. Ég viðurkenna líka að ég kem frá landinu þar sem þrátt fyrir hvað lögin sé mjög skýrt varðandi hvar ríkið og kirkjan mega ráða reynir samt strangtrúaður fólki að koma sér til valds - þannig að ég á ofnæmi með hugmyndin að börn fá að heyra um guð í skólanum.

En ég skil alls ekki af hverju börn þurfa að læra um krisnitrú í skólanum, þegar kirkjan er til þess vegna. Væri það ekki skynsamlegri að láta foreldrar ræða hvort eða hvaða trú er kennt börnum þeirra? Ef það er bara spurning um siðfræði, af hverju þarf skilgreiningin að vera svo þröng? Það er svo margt sem fjallar undir siðfræði sem er ekki kristinn en er samt þess virði að læra.

Ég tel að það er bara tímaspurnsmál að kirkjan og ríkið skila við sér. Að börn læra um kristnifræði í skólanum er hluti af íslensku menningu, en menningin okkar er greinalega að breytast. Sjálfur skil ég ekki af hverju það á að vera svo sorglegt. Guð verður ennþá til.


Orðlaus

Sannleikurinn er sú að það gerast fleiri sinnum en kemur fram í fjölmiðlum. Það tekur mikið af hugrekkum fyrir þetta stúlka að stiga sig fram og tjá sig um málið. Hér á landi er alltof lítið hlutfall af þær sem fara til Stígamóts sem fara síðan til lögreglunnar. Það er nóg erfitt að kæra mál til lögreglunnar út af kynferðisbrot sem framan var - get ekki ímyndað hvað það tekur að fara í mál í gegnum lögreglunni sjálf. Hún á hrós skilið.

BBC fjallar meira um þetta, þar sem stendur m.a.:

Jails in Brazil are notorious for overcrowding and appalling conditions, and this is not the first time that there has been a controversy over a female prisoner being detained alongside men.

However, on this occasion, the seriousness of the allegation has caused shock and considerable public anger, the BBC's Gary Duffy in Sao Paulo says.

Women's rights groups in Para state quoted by the Globo website say there have been at least three cases of women being put in cells with men.

 


mbl.is 15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spyrðu bara fólk í Hlíðunum

Samkvæmt tilkynningu frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar er sterkt samband milli fjölda bifreiða á negldum dekkjum og svifryksmengunar í borginni þar sem naglarnir spæna upp malbikið. Draga þarf úr hlutfalli nagladekkja til að fækka þeim dögum þar sem mengunin fer yfir heilsuverndarmörk.

Þetta minnar mig á þegar ég fór í fræðandi á fund Íbúasamtaka þriðja hverfis í mars, þar sem greint var frá nokkrum vandamálum með svifryk, umferðahættu, hávaðamengun og fleira sem íbuar í Hlíðunum, Holtunum og Norðurmýrinni þurfa að glíma við. Sérstaklega var áhugvert þegar Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtakanna, talaði um „umferðareyjar“ - að Hringbraut, Miklabraut, Kringlumyrabraut, Snorrabraut, Bústaðavegur, Laugavegur og Langahlíð séu eins og risavaxin fljót sem skipta hverfinu í fimm eyjar. Umferð er svo mikil um þessi svæði að íbúarnir - fullorðnir og börn - anda að sér gríðarlega miklu svifryki á hverjum einasta degi. Það er hættulegt fyrir börn til að heimsækja hvort annað með því að fara yfir götuna. Hávaðinn hjá Miklabraut er nánast 70 desibil.

Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þáttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg til að fræða fólk um aðra umferðavalkosti - það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó, af sjálfssögu. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum?

Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigandur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg - við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir.


mbl.is Fjórðungur á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott mál

Ég er mjög ánægður að heyra að Ungir jafnaðarmenn segjast lýsa yfir eindregnum stuðningi við frumvarpinu. Þetta er þverpólitískt mál, og Samfylking hefur sýnt einlæg áhúga á innflytjendamál. Ég er samt ekki búinn að heyra orð frá Sjálfstæðismönnum um þessu. Mín von er sú að ríkistjórnin hlusta á rödd þjóðarinnar, og sjá til þess að tryggja því framgang.
mbl.is Ungir jafnaðarmenn styðja frumvarp um réttarstöðu útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Tatjönu

Tatjana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna, skrifaði frábær grein sem birtast var í Fréttablaðinu í gær, þar sem stendur m.a.:

Er ég sú eina sem ekki skilur eftir lestur fréttarinnar hvernig hugarfar útlenskra glæpamanna er öðruvísi en íslenskra nauðgara? Leikur grunur á að þessar nauðganir séu þáttur í skipulagðri starfsemi sem er að festa rótum hér á landi? Bera íslenskir nauðgarar meiri virðingu fyrir sínum fórnarlömbum en útlenskir sálufélagar þeirra? Er skárra að vera nauðgað af Íslendingi en útlendingi?

Þetta er nú málið. Enginn er að taka upp hanskann fyrir glæpumenni - en hræðsluáróður í garð útlendinga er hættalegast fyrir útlendingum sjálfum.  Þá er venjulegt fólk, sem er bara að halda áfram með sitt venjulegt líf, lokuð undir skuggi vafsins. Það sáir fordómum, þar sem fleiri Íslendingar eru farnir að treysta ekki útlendingar, og fleiri útlendingar eru farnir að halda að allir Íslendingar hugsa illa um innflytjenda. 

 


Yndislegur dagur

Vildi aðeins bæta einu við - ég er mjög ánægður með hvernig fólk frá öllum flokkunum hefur sýnt hugmyndinni á bak við þetta frumvarp mikinn stuðning. Það er alltaf yndislegur dagur þegar við getum unnið saman á þverpólitískt mál, sem þetta frumvarp er. En nú er það komið á ríkistjórnin til að koma þetta í gegn og loka þessu stigi. Ég ætla að fylgjast með.

Ég kem aftur inn um miðjan mars. Það verður vissulega nóg að gera þá. Þangað til þetta dagur ætla ég að leggja mig fram til að einbeita mér að innflytjendamál - og líka að læra að tala íslensku betur. Satt að segja fæ ég hroll að heyra hreimurinn á mér. En eins og við segjum, þetta reddast. 


mbl.is Paul Nikolov: Íslenskt stjórnkerfi aðgengilegra en það bandaríska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver heyra frá hverjum?

Sá í dag þessi grein sem þar sem stendur meðal annars:

Átta ára fangelsi fyrir Aron Pálma var allt of mikið og ég hefði átt að undirstrika það betur að mér fannst refsingin allt of hörð. Þegar ég las greinina aftur nýlega sá ég hvernig þessi misskilningur varð til. Ég sé eftir að hafa skrifað hana í svona æsingi og finnst þetta mjög vandræðalegt. Ég hefði átt að fara að sofa og skrifa þessa grein daginn eftir. Þess vegna sendi ég Aroni bréf út í fangelsið og skýrði mitt sjónarmið,” sagði Nikolov við Fréttablaðið en í herbúðum Arons Pálma er fullyrt að Aron hafi aldrei heyrt frá Nikolov og sé enn engu nær um sjónarmið þingmannsins.

Það er nú furðulegt, af því bréf sem ég sent til Aron Pálmi birtast á vefsiðurinn RJF hópurinn, þar sem hægt er að sjá að Aron Pálmi sjálfur skrifar um viðbrögð hans með bréf sem ég sendi honum (og hér er mynd af siðunni).

Og ég undirstrika það sem éghef sagði áður: allt sem ég var að reyna að koma fram í greinum mínum í Grapevine í 2005 var að sýna annað hlíð á máli, sem blaðamaður. En ég hef aldrei sagt að hann átti refsingin sem hann fékk skilið. Mér finnst bandarísk réttarkerfi alltof refsiglöð, og við sjáum árangurinn í þetta land í dag - meira glæpi, fleiri glæpamenn, og land með stærsta hlutfall lokaður á bak við lás og slá. Texas er sérstaklega refsiglöð fylki, og er aftakafús. Flestir Bandaríkjamönnum telja að fangelsi er lausn. Það er það greinalega ekki.


Frumvarpið

Í dag var lagt fram frumvarp um breytingu á lögum sem varða útlendinga og réttarstöðu þeirra, sem hægt er að lesa hér. Minn var heiðurinn að leggja þetta fram, og ég var mjög ánægður með viðbrögðin sem það fékk. Að neðan er ræðan sem ég hélt fram, þar sem ég rökstyðja af hverju þetta frumvap er svo mikilvægt.

Virðuleg forseti

Innflytjendamál fá sífellt meiri athygli í fjölmiðlum, enda fjöldar innflytjendum hratt. Ísland er að breytast. Við vitum vel að atvinnuleysi er sáralítið, að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík hefur hegningarlagabrotum þar sem útlendingar eiga hlut að máli ekki fjölgað, og að í síðustu skoðanakönnun um málið kemur fram að meira en helmingur landsmanna hefur jákvætt viðhorf gagnvart því að Ísland verði fjölmenningarsamfélag. Allt þetta eru staðreyndir þrátt fyrir að fólk hefur flust til landsins í þúsundatali.

Við erum greinilega að gera margt gott, en við getum gert enn betur. Þjóð sem hefur góða samþættingarstefnu byggir upp traust og blómstrandi hagkerfi, en land án samþættingarstefnu sáir fordómum, eykur stéttaskiptingu, og stuðlar að óstöðugu hagkerfi. Ég legg áherslu á “samþættingu” í stað “aðlögunar”. Það er vegna þess að við viljum auðvitað að fólk sem kemur hingað taki virkan þátt í samfélag okkar án þess að yfirgefa sína eigin menningu. Sjálf erum við til dæmis stolt af sjá að Íslendinga í Gimli í Kanada halda í sína menningu, og það er engin spurning um að þetta fólk er að leggja mikið til kanadískrar menningar.

Samþætting ætti að vera þverpólitískt mál. Ég hef fulla trú á því að bæði vinstrimenn og hægrimenn vilji að við gerum okkar besta til að taka vel á móti þeim sem hingað koma. Í þau átta ár sem ég hef verið á Íslandi hef ég tekið eftir að margt er ábótavant í innflytjendamálum hér á landi. Í þessu frumvarpi eru tillögur sem eiga að leysa þau vandamál sem ég hef sjálfur haft reynslu af eða sem mér hefur verið sagt frá.

Í fyrsta lagi er það staðreynd að meira en helmingurinn af ungu fólki af erlendum uppruna fara ekki í gegnum framhaldskóla. Þetta er sorgleg staðreynd sem getur aukið stéttaskiptingu, og komið í veg fyrir samþættingu innflytjenda. Hluti af þessu vandamáli er greinalega að sem stendur krefjast lögin þess að innflytjendur sem verða átján ára uppfylli skilyrði dvalarleyfis með því að sýna sjálfur fram á að framfærsla, sjúkratryggingu og húsnæði sé tryggt. Í mörgum tilvikum hefur þetta í för með sér að þeir neyðist til að vinna fyrir sér í stað þess að vera áfram í skóla. En það getum við breytt, með því að erlendum ungmennum verði gefinn kostur á dvalarleyfi þegar þau verða átján ára, gegn framvísun yfirlýsingar foreldris eða framfæranda um að þessu meginskilyrði dvalarleyfis sé fullnægt. Þannig getum við hjálpað til að sjá til þess að allir nemendur hafi jafnt tækifæri til að læra það sem þau langar til, skapa sitt eigið líf, og taka þátt í íslensku þjóðfélagi.

Við erum auðvitað öll sammála því að enginn eigi að þurfa að þola heimilisofbeldi, og enginn á skilið að vera refsað fyrir að skilja við maka sem beitir slíku ofbeldi. En það er því miður það sem gerast hjá sumum konum af erlendum uppruna, sem hafa sætt slíku ofbeldi, en hafa ekki þorað að slíta sambúð sinni af ótta við að missa rétt til dvalar í landinu. Ég tel að það sé löngu tímabært að úr þessu sé bætt með þeirri lagasetningu sem hér er lagt til, enda er það í fullu samræmi við hugmyndir frá félagasamtökum eins og Stígamótum og Kvennaathvarfinu.

Það er líka rétt að leiðrétta það óréttlæti sem felst í 24-ára reglunni svokölluðu. Hún felur í sér að erlendur maki geti ekki fengið dvalarleyfi ef makin er 24 ára eða yngri. Það er nú þegar kveðið á um í lögum að ef rökstuddur grunur er um að stofnað sé til málamyndunarhjúskapar til að afla dvalarleyfis þá veiti það ekki rétt til dvalarleyfis. Reglan er því óþörf gagnvart þeim sem rökstyðja má að muni fara framhjá lögunum, en óréttlát gagnvart öðrum.

Sem stendur er útlendingur með atvinnuleyfi bundinn af því að vinna aðeins á einum stað, eða sækja aftur um atvinnuleyfi ef hann vill vinna annars staðar. Svona umsóknarferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt fyrir bæði umsækjendur og atvinnurekendur. Eigum við ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Það er líka í samræmi við það sem stendur í stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda:

Tryggt verði að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilegra réttinda og íslenskt launafólk og að allar ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við gildandi kjarasamninga. Komið verði í veg fyrir félagsleg undirboð á vinnumarkaði.

Frelsi til að vinna þar sem maður vill, þar sem þess er þörf, til að byrja þegar maður vill að byrja og hætta þegar maður vill hætta – það er hluti af grunnréttindum starfsfólks.

Því miður hafa komið upp nokkur dæmi um að erlent starfsfólk fái borgað minna en íslenskir verkamenn, fá ómannsæmandi húsnæði, og viti ekki einu sinni að stéttarfélög eru til hér á landi. ASÍ er búið að taka saman frábæran bækling fyrir innflytjendur, og þýða yfir á rúmlega 20 tungumál, sem útskýrir réttindi þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að komast í hendur hverrar einustu manneskju sem flytur til landsins, og hægt er að afhenda einstaklingum hann um leið og þeir fá atvinnuleyfi sitt. Þegar verkamenn þekkja réttindi sín geta allir unnið betur saman.

Atvinnuleyfi afhent einstaklingum hjálpar líka til að veita atvinnurekendum nauðsynlegt aðhald: Þeir sem fara illa með starfsfólk sitt eiga þá á hættu að missa það, en hinir sem virða réttindi þess eiga auðveldara með að fá til sín gott starfsfólk. Þá tryggir þetta að enginn getur misst starf sitt vegna atvinnurekenda sem ætla að reyna að blekkja erlent starfsfólk, á kostnað íslenska starfsfólksins. Þar fyrir utan myndi þetta fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og þannig bæta efnahag þjóðarinnar.

 


Skilgreining

Ég var frekar ánægður með viðtal sem Klemens tók við mig, og birtast var í Fréttablaðinu í dag. Það er bara eitt sem ég vildi að benda á:

Það stendur "Paul skilgreinir sig sem kristinn, hvítan Vesturlandabúa". Fyrir þá sem hefði áhyggjur, það var í því samhengi að ég sagði að ég hef ekki lent fyrir mikið fordómum, líklega af því að ég sé kristinn, hvítan Vesturlandabúi - kona frá Tælandi, maður frá Afríku, og hver sem er sem er múslimi lenda líklega ekki fyrir fordómum eins sjaldan en ég. Ef ég þurfti að skilgreina mig með þrjú orð, þau væru kannski "forvitinn, rólegur, samúðarfullur" eða eitthvað þannig. 

Annars var ég mjög ánægður með viðtalið. Mín er alltaf ánægjan að spjalla um það sem skiptir máli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband