Flott hjá ASÍ

52z9jqf Ég er alltaf ánægður að sjá verkalýðshreyfing vernda réttindi starfsfólk Íslands. Kynferðislegri áreitni er alvaralegt mál sem er ekki hægt að vísa bara á bug. Sanngjörn rannsókn er mikilvæg. Reyndar vildi ég gjarnan að sjá að við eflum eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja launakjör og atvinnuréttindi allra landsmanna, hvort þau séu innfæddir eða nýkomnir. Tel það sjálfsagt mál sem væri gott fyrir landið allt.

mbl.is Vilja upplýsingar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingar kvaddur

5zdee89 Ég játa að ég sé einn af þeim fyrrverandi reykingafólki sem þolir ekki reykingar. En þegar ég reykti var ég alltaf með meðvitund í að reykingar er ekki jafnréttismál, það er ekki viðskiptamál heldur - það er hreint heilbrigðismál. Reykur frá tóbaks er krabbameinsvaldandi efni, punktur. Það er kannski auðvelt að líta á sígarettur sem hluti af menning, eitthvað svo hverdags að bjór eða kaffi án sígaretta er næstum því óhugsandi, og að banna reykingar er einhvers konar "menningarfasísmi". En horfum á reykingar í samhengi með öðrum krabbameinsvaldandi efnum. Asbest, til dæmis.

Segjum að mér finnst það afar slappandi að vera heima hjá mér og taka asbest í nefið. Ég tek asbest í nefið með kaffinu í morgnana, með bjór um kvöldin, og allt það. Já, ég er fífl. En ég er fífl sem er aðeins að særa sjálfan sig. En hvað væri ég ef ég fór í út barinn, eða veitingahúsi, og henti asbestduft út um allt, þar sem fólk hefði ekki aðra valkosti en að anda þessi krabbameinsvaldandi efni, eða fara?

Annað dæmi: fólk sem þarf að vinna með krabbameinsvaldandi efnum - hvort það sé sesíum, asbest, vökvi sem er notaði í málmsmíði, og svo framvegis - er vernduð samkvæmt lögin. Hvað ef ég væri forstjóri fyrirtækisins þar sem vinnufólkið mitt var í hreint og stöðugt viðkoma með krabbameinsvaldandi efnum, og ég svaraði gagnrýni með því að segja að þetta fólk megi alltaf vinna annars staðar?

Þegar horft er á reykingar fyrir það sem það einfaldlega er, reykingabann er löngu tímabært.

mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru rökin?

6fp7pzc Yfirleitt, þegar ríkistjórn tekur ákvörðun, það er ástæðan fyrir því. En þegar þessi ríkistjórn tilkynnt að hún ætlar að fresta því til ársins 2009 að Búlgarar og Rúmenar geti komið til landsins og unnið eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði ráðherra velferðamála Jóhanna Sigurðardóttir í Blaðinu:

"Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimil til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur."

Það sama og að segja, "Við erum að gera þetta," og ekkert meir. En það sem vakti athygli mitt var þegar hún bætt við:

"Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar."

Ég vildi gjarnan að vita hvernig ástandið er núna að það sé góð hugmynd að vera með þessi hindrun. Er það ekki rósaleg mannekla í heilbrigðiskerfinu og í skólanum? Er atvinnuleysi ekki sílækkandi? Sparaði ekki meðalheimilinu 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttaka útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Í hvaða ástand erum við að búa í að það sé góð hugmynd að koma í veg fyrir þá sem vilja að koma hingað?

Já, ég veit - við vorum með slík frestun þegar ný lönd fóru inn í ESB í fyrra. En þetta er ekki svar við spurningin, "af hverju gerum við það núna?"

Og ég veit það líka að fólk frá Rúmeníu og Búlgaríu megi koma hingað  í gegnum þjónustusamninga. En hér er staðreynd: þá sem hingað koma frá ESB þurfa að finna starf innan 6 mánaður eða fara. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmenum og Búlgörum að þau mega ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar?

Okkar efnahagsástand vantar fleiri fólk. Tilgangslaus frestun gerir ekki neitt sérstak fyrir Ísland.

mbl.is Heimildarákvæði beitt gegn Rúmenum og Búlgörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð Íslands

4kk4zms Maður getur ekki verið annað en stoltur að sjá krakkar sem eru ekki einu sinni komnir í menntaskólan taka þátt í samfélagsmálinu. Sérstaklega þegar það er um strætó að ræða. Eins og ég hef sagt, bílaumferð í Reykjavík er hræðilegt, sérstaklega þegar horft er á að 75% svifryks er af völdum umferðar, er síhækkandi, og flestir keyra bíl sinn innan eina kílometra. Við þurfum að gefa fólki raunhæfir valkosti - leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni, til dæmis, á meðan við takmörkum notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkum hámarkshraðann, og stýrum bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum. Og ég tel líka að krakkanir á góður punktur með því að halda fram að ef Strætó væri ódýrara þá mundi miklu fleiri ferðast með Strætó. Sjá til dæmis hvað gerðist á Akureyri:

"Það er ókeypis í strætó á Akureyri og hefur notkunin aukist um 60 prósent í kjölfarið."

En auðvitað kemur spurningin: hvaðan kemur peningan? Það er ein hugmynd sem ég fékk um daginn.

Það er eitt sem ég tók eftir hér á Íslandi að það er auglýsingapláss í loftinu á strætisvögnum - í Baltimore er loftið á strætisvögnum alltaf fullt af auglýsingum, en ég hef ekki séð svoleiðis hér. Ef auglýnsingapláss í loftinu á alla strætisvagnana væri til sölu, það myndi örruglega hjálpar mikið. Þá ef nokkra leiðir væri ókeypis myndu fleiri nýta sér þessar leiðir - og margir sölumenn gætir bendir á Akureyri sem dæmi um hversu sýnalegt svona auglýsingar væru. Þessar auglýsinar væru góð tekjulind fyrir fyrirtækið og gæti hjálpað til við að lækka kostnað.

Bara pæling. En kannski væri það góð hugmynd að spyrja krökkunum næst hvað við eigum að gera með kosningakerfinu . . .

mbl.is „Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Útvarp fyrir íbúa af erlendum uppruna í kvöld

Í kvöld á kl. 18:00 verður ég kominn aftur á útvarp fyrir íbúa af erlendum uppruna, FM 97,2.  Útsendingar tekur til höfuðborgsvæðisins. Ég hlakka mikið til að taka þátt í þetta verkefni aftur, og vona að skemmta ykkur vel. Heyrumst þá!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband