Til hamingju með daginn

6aosxon Í dag er ekki bara dag fyrir konum, heldur fyrir alla sem hefur unnið fyrir og vilja sjá réttlæti og jafnrétti í garð kvenna. Við í VG eigum sterk stefna varðandi kvenfrelsi, og þó ástandið hér á landi sé miklu betra en í mörgum löndum, vinnan fram undan er samt mikil. Launamunur kynjanna hefur verið sá sami í þrettán ár, til dæmis, og er fullkomlega ósættanlegt ástand.

Konur af erlendum upprunna hafa það ekki alltaf gott: innflytjendur fá einungis leyfi til að skilja við makan sinn vegna heimilisofbeldis, eða eftir 3 ár bið - annars missir hún réttindi sín til að vera hér. En óhamingjusöm hjónabönd eru ekki bara vegna ofbeldis - það eru margar góðar ástæðar af hverju fólk getur ekki verið gift lengur. Það vitum við öll. Af hverju mega innflytjendur þá einungis fá leyfi til að skilja við makan sinn vegna heimilisofbeldis? Enn fremur, þurfa innflytjendur sem giftast Íslendingum að sanna að hjónbandið sé byggt á sönnum tilfinningum áður en þeir geta notið þess sem fylgir því að vera giftur Íslendingi. Ef svo er, af hverju er þessi 3 ár bið til?

Fyrir hundrað árum voru konur annars flokks í samfélaginu. Þær höfðu ekki sömu réttindi og karlmenn, áttu mjög erfitt með að fá menntun og störf við þeirra hæfi, og litið var á þær sem annaðhvort gæludýr eða vinnuafl á heimilinu, en ekki manneskjur með sömu drauma og þarfir og karlmenn.

Margt hefur breyst síðan þá, þó enn sé mikil vinna framundan. En hvernig tókst okkur að breyta því? Þrennt skiptir mestu máli: fræðsla, umræða og lagasetning. Konur og framsýnir karlmenn byrjuðu fyrst að fræða karlmenn um að þær væru alveg jafn hæfir og karlmenn á flestum sviðum og oft mun hæfari. Þá hófst umræða og samræða milli kvenna og karla um þeirra málefni. Smátt og smátt urðu bæði karlmenn og konur meðvitaðar um staðreyndir málsins, og þá voru sett lög sem endurspeglaði vilja þjóðarinnar. Þannig var hægt að minnka alvarleg samfélagsleg vandamál og fordóma á milli kvenna og karla.

Við í Vinstri-Grænum trúum á kvenfrelsi, óháð því hvaðan úr heiminum kona er. Þess vegna krefjumst við þess að allar konur á Íslandi eiga sömu réttindi. Það er ennþá mikið að gera. En í dag fögnum við það mikið sem við höfum gert. Til hamingju öll með daginn.

mbl.is Málum bæinn bleikan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslag breyting

Ef þú átt 10 mínútur til að eyða, ég mæla með því að sjá þessi myndband (á ensku) varðandi loftslag breyting, hvort þú trúir á því eða ekki. Maðurinn á mjög góður punktur.




Næst á dagskrá - Reykjavík og landið allt!

4yuczfr Það er gott að sjá að meirihlutaflokkarnir í Kópavogi munu kjósa rétt, "þrátt fyrir" því að hugmyndin kom frá VG. Og mér finnst að það verður ekki langt í framtíðinni að við munum sjá gjáldfrjálsan Strætó í Reykjavík heldur. Hvort það er spurning um auglýsingapláss í loftinu á strætisvögnum eða annað leið, ég held að það getur alveg gengið í höfuðborgssvæðinu, ef ekki um landið allt.

Ég fekk tölvupóst varðandi þetta fyrrverandi færslu þar sem stóð meðal annars:

Strætó er ekki að fá allar auglýsingatekjur til sín. Að sjálfsögðu þarf að hanna auglýsingu fyrir fyrirtækið sem vill koma sér á framfæri, en maklari hringdi í fyrirtækið sem ég vinn hjá um daginn og bauð mér "miklu betri díl" en hitt fyrirtækið sem selur auglýsingar á strætóana. Gæti strætó ekki verið með sinn góða sölumann sem sér um þetta og kostar bara 1x góð laun, frekar en að vera að láta dílera sjá um að útvega auglýsingar og kosta 5x meira?

Góð spurning.

mbl.is VG fagnar gjaldfrjálsum Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

66ylxnd "Í ávarpi sínu fjallaði félagsmálaráðherra meðal annars um stefnu nýrrar ríkisstjórnar í jafnréttismálum, einkum varðandi aðgerðir til að eyða launamun kvenna og karla."

Kannski er ég of mikið praktískur, en mér finnst það eitt að tala um stefnu í garð jafnréttis, og annað að tala um aðgerðir. Sjáum til dæmis innflytjendamál. Í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Fínt mál - það stendur líka meðal annars í innflytjendastefnan VG. Og sjáum hvað stendur í stefnu nýrrar ríkisstjórnar í innflytjendamálum:

Mikilvægt er að stjórnvöld, atvinnulífið og samfélagið allt taki saman höndum við að berjast gegn fordómum gagnvart minnihlutahópum, hvort sem þeir fordómar byggjast á uppruna eða öðrum þáttum. Unnin verði heildstæð framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda sem hafi það markmið að betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auðveldað að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína. Tryggt verði að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilega réttinda og íslenskt launafólk og að allar ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við gildandi kjarasamninga. Komið verði í veg fyrir félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Falleg orð, ef hvorgi skýrt né nákvæmt. En hvað var það fyrsta aðgerðið sem þessi ríkisstjórn tók í innflytjendamálum? Að fresta til ársins 2009 - og hugsanlega til ársins 2014 - að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmenía að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins. Sagði Jóhanna Sigurðardóttir í Blaðinu:

"Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimil til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur."

Já, starfsmannaleigur - ekki beint leið til að tryggja að "útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilega réttinda og íslenskt launafólk og að allar ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við gildandi kjarasamninga", né er það "framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda sem hafi það markmið að betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auðveldað að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi". Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þurfa að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þau mega ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Það hefur ekki kom fram neitt skýrt svar.

Greinalega eru aðgerðir ekki alltaf í samræmi við stefnunni.

mbl.is Félagsmálaráðherra ræddi jafnréttismál á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En í skólanum . . .

6bj107a Ég vil benda á færslu sem Katrín Anna Guðmundsdóttir skrifaði um málið, sem hitta naglan á höfuðið:

Ekki þykir tiltökumál að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr á mánuði á einu bretti. Hækkunin er hér um bil mánaðarlaun kennara... eða kannski 3ja vikna laun þeirra. . . . Spurningin er samt sem áður af hverju ekki er hægt að hækka laun hinna hefðbundnu kvennastétta sem vinna óendanlega mikilvægt starf í samfélaginu? Kennarar þurftu að fara í langt og strangt verkfall til að fá ca 3000 kr launahækkun!

Það er alveg rétt hjá henni. Vissulega er seðlabankastjóri mikilvægt starf, en hvað með það að skapa framtíð Íslands? Skiptir það ekki máli? Hvað finnst okkur það dýrmætasta, í raun og veru? 





mbl.is Mánaðarlaun í 1,4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband