Íbúalýðræði og heimilisleysi

Það kemur enginn vel út í þessi sögu. Borgarstjórn Reykjavíkur - ef satt er að borgaryfirvöld hafi sent bréf til sumra íbúa hinn 27. apríl, nokkrum dögum eftir að ákvörðunin var tekin - hefur sannarlega kluðrað málinu. Það er líka sorglegt að Njálsgötuíbúanir myndu bregðst við þetta með því að tala um hvað þau eru hræddir fyrir börnum sínum, að íbúðarverð myndi hugsanlega lækka, og svo framvegis.

En ein spurning sem er gleymt hér er, af hverju eru það einu sinni hægt að vera heimilaus á Íslandi? Atvinnuleysi er á 1,3%. Á sama tíma bendir tölur frá 2004 á að það er 40 til 50 sem eru "fullkomlega heimilislausir" (fólk sem býr á götunni) og tæp 100 manns sem eru heimilislausir í einhvern leyti.

Það sýnast mér að það er algjörlega hægt að útrýma heimilisleysi á morgun, ef við vildum að gera það í alvörunni. Eftir hverju var þessi ríkistjórn að bíða?

Bara annað dæmi um hvað það sé mikilvægt að fella þessi ríkistjórn á laugardegi.

PS: Ég hvet ykkur til að horfa á RÚV á kl. 22:25 í kvöld, sem verður flokkakynningin okkar. Um er að ræða 15 mínútna stórskemmtilega og fræðandi kynningu frá okkur, með viðtölum og bara skemmtilegt efni. Ekki missa af því!

mbl.is Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna er þarft að útrýma launaleyndin

Þegar slíkt gerast í lögreglustarfi er það þá augljóst hvað launamisrétti kynjanna er orðinn breiður og djúpur. Og þess vegna er það sárnauðsynlegt að útrýma launaleyndin á Íslandi. Það er algjörlega óásættanleg að núna í 21. öld er það ennþá hægt fyrir sumum atvinnurekendum að fara með sinnum starfsfólki eins og árið er 1880.

Eins og okkar félagi Gestur Svavarson benti réttlega á:

"Launaleyndin er ekki aðeins gott vopn í höndum launagreiðenda til þess að geta stýrt launamun kynjanna, sem er ein af meinsemdum nútímans og eldri tíma, heldur er launaleyndin einnig til þess fallin að rjúfa samstöðu launafólks, kljúfa launþegahreyfingar og gera lýðræðislegri umræðu erfitt fyrir."

Nákvæmlega. Með því að útrýma launleyndin mun loksins öll spil verður á borðinu, og launamisrétti kynjanna verður hluti af fórtiðinni eins og það á að vera. Laun samkvæmt kjárasamning er ekki trúnaðarmál.
mbl.is Sýslumaður talinn hafa brotið jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendur og kvenfrelsi

Nýlega las ég frekar skrýtna grein eftir Óskar Þór Karlsson, þar sem stóð meðal annars að „fjölmenningarsamfélög hefur hvergi gengið upp, heldur þvert á móti leitt til alvarlegra samfélagslegra vandamála og fordóma“.

Þetta eru athyglisverð rök. Með sömu rökum má segja að það að hafa konur og karlmenn í sama samfélagi gangi heldur ekki upp - við þurfum að glíma við alvarleg samfélagsleg vandamál eins og kynbundið ofbeldi, launamisrétti milli kynjanna, og alls konar fordóma á báða bóga. Eigum við þá að draga þá ályktun að samfélag með báðum kynjum gangi ekki upp?

Auðvitað ekki. Við vitum vel að það er ekki út af því að konur og karlmenn eru „öðruvis“ að vandamál koma upp, heldur út af misskilningum, vanþekkingu og fordómum. Að þessu leyti er margt sambærilegt með innflytjendamálum og jafnréttismálum.

Fyrir hundrað árum voru konur annars flokks í samfélaginu. Þær höfðu ekki sömu réttindi og karlmenn, áttu mjög erfitt með að fá menntun og störf við þeirra hæfi, og litið var á þær sem annaðhvort gæludýr eða vinnuafl á heimilinu, en ekki manneskjur með sömu drauma og þarfir og karlmenn.

Margt hefur breyst síðan þá, þó enn sé mikil vinna framundan. En hvernig tókst okkur að breyta því? Þrennt skiptir mestu máli: fræðsla, umræða og lagasetning. Konur og framsýnir karlmenn byrjuðu fyrst að fræða karlmenn um að þær væru alveg jafn hæfir og karlmenn á flestum sviðum og oft mun hæfari. Þá hófst umræða og samræða milli kvenna og karla um þeirra málefni. Smátt og smátt urðu bæði karlmenn og konur meðvitaðar um staðreyndir málsins, og þá voru sett lög sem endurspeglaði vilja þjóðarinnar. Þannig var hægt að minnka alvarleg samfélagsleg vandamál og fordóma á milli kvenna og karla. Við ættum að beita sömu meðferðum til að koma jafnrétti milli innflytjenda og innfæddra.

Innflytjendur og innfæddir eiga að hafa mörg tækifæri til að ræða saman - í skólanum, í vinnuni, og annars staðar í okkar daglega lífi. Þannig geta innflytjendur lært meira um íslenskt samfélag, og þá geta Íslendingar líka lært meira um þá sem hingað koma. Það þarf að gerast í leikskólum, grunnskólum, menntaskólum, háskólum og í vinnunni. Þá tekst okkur að eyða fordómum og skapa mikilvæga umræðu.

Við þurfum líka lagasetningu sem endurspeglar það sem við höfum lært: að það þarf fræðslu en ekki hræðslu til að koma í veg fyrir að samfélagsleg vandamál verði til og að allir eiga að fá sömu tækifæri í samfélaginu, óháð því hvað við fæddumst.

Við vitum vel að fjölmenning er ekki rót vandamálsins frekar en tvö kyn í sama land er rót allra vandamála í jafnréttismálunum. Innflytjendastefna Vinstri-grænna grundvallast á trúnni á jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Það mun auka umræðuna og fræðsluna á milli innflytjenda og Íslendinga í skólum og í vinnunni, tryggja góða kjör allra landsmanna, eyða fordómum og auka samþættingu. En við þurfum ekki biða í hundrað ár eftir breytingar - innflytjendastefnan okkar gerir okkur kleift að ná því markmiði strax í dag.

Sjálfsagt

Sumir segja að að útrýma fátækt sé ómögulegt, að fátækt verður alltaf til. Ég segi, það verður líka alltaf sjúkdómar en við eigum samt læknar, það verður alltaf vanþekking en við eigum samt skólar, það verður alltaf glæpi en við eigum samt lögreglan . . . já þú skilur.

Það er enginn útópía, og verður líklega aldrei til. En við reynum það alltaf að gera samfélagi okkar betra. Að útrýma fátækt er eitt helsta markmið í hvaða land sem er. Og ef það væri til land í heiminum sem getur gert það, það er Ísland. En hvort það sé hægt að útrýma það eða ekki, það skaðar ekkert til að reyna því.

Skemmtið ykkur vel á 1. maí!


mbl.is Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólkið er nú þegar hér

Á meðan það er sárvantað fólk til að vinna í spítölum er margt fólk sem kemur til landsins með góðri menntun, og jafnvel margir Íslendingar með menntun erlendis frá, en menntun þeirra er ekki viðurkennt. Þetta mannekla þarf ekki að vera.

Þess vegna stendur það í innflytjendastefnun VG meðal annars, "Tryggja skal að menntun innflytjenda verði metin og staðfest með formlegum hætti þannig að hún megi nýtast viðkomandi sem og samfélaginu öllu."

Betri laun og hærri skattleysismörk fyrir þá sem vinna í heilbrigðiskerfinu er líka brynt.

Ísland er 6. ríkasti land heimsins - við getum víst gert betur.

mbl.is Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband