Framtíð Íslands

Að undanförnu höfum við heyrt um tvo hópa - ÍFÍ, og núna Félag gegn Pólverjum á Íslandi -  sem vakið hafa athygli. Sem betur fer hafa flestir brugðist við þessu eins og allt siðmenntað fólki myndi gera: með hneykslun og andstyggð. Langflestir Íslendingar hafna svona viðbjóði, og harma það mjög. Ég er að sjálfsögu sammála þessu viðhorfi, og tel að við þurfum alltaf að berjast harkalega gegn rasisma. En ég er samt ekki sérstaklega hræddur við að rasismi verði eins sterkt afl á Íslandi og hann er í nágrannalöndum okkar, þó hann muni kannski alltaf vera til.

Stærsti minnihlutahópurinn mætir alltaf mestum fordómum, hvar sem er í heiminum. Það hefur alltaf verið þannig, og er ekki líklegt til að breytast. Í Bandaríkjunum er það fólk af afrískum uppruna sem finnur mest fyrir því. Þegar ég kom fyrst til Íslands voru Tælendingar þjóðin sem var "að streyma til landsins, að stela störfunum okkar, að reyna að stofna glæpagengi hér" og svo framvegis. Síðan urðu Pólverjar stærsti minnihlutahópurinn á Íslandi. Þegar svo var komið talaði enginn lengur um "Tælensk glæpagengi". Það sýnir augljóslega að það eru engin rök að baki þessum krakkaleik - þetta er viðbragð sem kemur af fáfræði, og er til alls staðar á jörðinni.

Það sem gerir Ísland sérstak er að þrátt fyrir að stutt sé síðan að innflytjendur byrjuðu að koma til landsins, sýnir nýjasta skoðunarkönnunin um málið að flestir Íslendingar vilja fjömenningarlegt samfélagi. Það er líka gott að hafa í huga að á meðan nokkrir táningar stofna rasíska MySpace síðu eru líka stofnuð fjölmenningar- og andrasistastamtök eins og Ísland fyrir Alla, Íslands Panorama, Samtök kvenna af erlendum uppruna, og fleiri. Ef við horfum á þetta ástand í sagnfræðilegu samhengi sjáum við að þegar æ fleiri innflytjendur byrjuðu að koma til Bandaríkjunum á milli 1850 og 1920 voru viðbrögðin allt öðruvísi - enginn talaði um fjölmenningu eða samþættingu þá. Reyndar var fólk frá Írlandi og Ítalíu sérstaklega ofsótt og lagt í einelti með ofbeldi og lögsóknum. 

Af hverju er Ísland öðruvísi?  Ísland er siðmenntað og Íslendingar taka alltaf upp hanskann fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda. En ég held einnig að flestir Íslendingar séu fjölmenningasinnar "þrátt fyrir" að innflytjendamál séu nýtilkomin af því að við búum í þéttu samfélag, þar sem upplýsingar og staðreyndir - stærsta vopnið gegn fordómum - breiðast hratt út. Þegar einhver rasisti segir ósatt, þá tekur það ekki mjög langan tíma að leiðrétta hann, og sjá til þess að landsmenn allir viti hver sannleikurinn er. 

Ég er auðvitað ekki að segja að það sé ekki nauðsynlegt að berjast gegn rasisma. Þvert á móti þurfum við alltaf að leiðrétta fáfræði og vanþekkingu með staðreyndum og upplýsingum, og það strax. Fordómar eru lærð hegðun - það er hægt að “aflæra” þá hegðun, og einnig að koma í veg fyrir hana, t.d. með fjölmenningakennslu í leikskóla, grunnskóla og menntaskóla. Við sem viljum samþættingu, og kjósum fræðslu en ekki hræðslu, höfum forskot af því íslenskt eðli þolir almennt ekki rasisma. Þess vegna er ég bjartsýnn um framtíð Íslands.

(Greinin birtast í 24 stundum í dag). 

Einnig vil ég óska þess að vinur hans Gunnar Hrafns fæ réttlæti. Svona ofbeldi er óafsakalegt, og ég krefjast þess að þessir menn séu handteknir og fá dóm sem senda sterkt skilabóð að við þolum ekki hegðun af þessi tagi. Þeir eiga ekki minna en löng dvöl í fangelsi skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Takk, Bryndís! Gott að sjá þig aftur.

Paul Nikolov, 11.2.2008 kl. 18:40

2 identicon

Góð færsla. Það er mín skoðun að fordómar byrji heima. Börn fæðast fordómalaus en hafa það síðan eftir sem þau heyra heima hjá sér eða hafa eftir vinum sínum, það sem þeir heyra heima hjá sér. Það er því eiginlega ekki við þessa krakka að sakast þau vita ekki betur. Aftur á móti mætti taka suma foreldra í gegn

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Paul Nikolov

Takk, Lísa Margrét. Ég er sammála þér að fordómar eru lært. Þess vegna finnst mér það mikilvægt að byrja fjölmenningafræðslu í leikskóla, að endurtaka það í grunnskóla, menntaskóla, og háskóla, og hvetja börn af erlendum uppruna og innfæddir til að tala saman. Því meira sem báðir aðilar vita, því betra.

Paul Nikolov, 11.2.2008 kl. 20:17

4 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Sæll Paul. Ég tek undir með Bryndísi og Lísu Margréti um að þetta er góð færsla hjá þér. Gaman að heyra svona jákvæða og bjartsýna rödd  

Fordómar eru oftast sprottnir af fáfræði, og er í raun það sem orðið segir for - dómur, þ.a. dæma fyrirfram áður en fólk veit um hvað það er í raun að tala. Og fordómar barna vakna gjarna heima fyrir, en þó svo að börn verði ekki fyrir áhrifum fordóma frá fjölskyldu sinni er það ekki nóg til að koma í veg fyrir að þeir samt sem áður myndist  í hugum þeirra. Áhrif vina, kunningja og ég tala nú ekki um fjölmiðla og n.b. internetsins er mjög mikið. Börn og unglingar hlusta á fréttir og lesa blöðin og draga sínar ályktanir út frá eigin reynslu og þroska. Þess vegna þurfa foreldrar að fræða börnin sín og ræða þessi mál opinskátt og á fjölbreyttan hátt. Og svo er það að sjálfsögðu eitt af hlutverkum skólastofnana, á hvaða stigi sem þær eru, að fræða nemendur á fjölbreyttan hátt um þessi mál. Og þó svo að deild eða bekkur sé 'menningarlega einsleitur' þá er samt sem áður þörf á fjölmenningarlegri kennslu. Því það þarf að undirbúa alla nemendur undir það að búa og starfa í samfélaginu og hvort sem fólki líkar betur eða ver þá er það fjölmenningarlegt.

                             Kveðja,
 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 11.2.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Hörður Finnbogason

Fræðsla en ekki hræðsla..., Í Ritningunni er okkur kennt að líta á "útlendinga" eins og "okkur sjálf"...
"Útlendum manni skalt þú eigi sýna ójöfnuð né veita honum ágang, því að þér voruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi." 2Mós 22:21

Þakka þér fyrir góða umræðu Paul. 

Hörður Finnbogason, 11.2.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Paul Nikolov

Takk Dagbjört og Hörður, sammála ykkur bæði. Það vantar fleiri jákvæðar raddir í þessu umræðu eins og þínir. 

Paul Nikolov, 11.2.2008 kl. 23:11

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður og sannur pistill

Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 09:10

8 Smámynd: Pétur Björgvin

Þörf ábending Paul og takk fyrir hana. Mjög gott ef við getum leitað sem flestra leiða til að opna umræðuna enn frekar og koma því að sem jákvætt er og vel gert.

Pétur Björgvin, 12.2.2008 kl. 14:15

9 Smámynd: halkatla

þetta er amk rosalega vandræðalegt fyrir flesta íslendinga

halkatla, 12.2.2008 kl. 14:22

10 Smámynd: Toshiki Toma

Gott hjá þér!!

Toshiki Toma, 12.2.2008 kl. 15:18

11 Smámynd: Bara Steini

Það tekur alltaf tíma og óendanlega þolinmæði að berjast á móti svona fólki sem er iðið við að dreifa hræðslu og fordómum um allt. En það er greinilega hægt og við sem viljum ekki þetta hugarfar inn í okkar land eigum bara að standa þéttar saman og sýna fólki að þetta er ekki velkomið viðmót í okkar margþætta samfélagi. Snilldar grein hjá þér

Bara Steini, 12.2.2008 kl. 16:11

12 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Stundum er þetta einhver múgæsingur sem fær áhrifagjarna og fáfróða til að stökkva til og taka þátt í einhverrri vitleysu.  Ég veit ekki alveg hvort að foreldrar hafa alltaf úrslitaáhrif á börnin sín í þessu sem öðru.  Maður ræður víst ekki hvað börnin manns kjósa, er það?  Alla vega hef ég orðið vör við fordóma hjá börnum og unglingum sem eiga ákaflega umburðarlynda og fordómalitla foreldra.  (Ég segi fordómalitla því ég held að enginn sé alveg laus við fordóma).  Ég vona svo sannarlega að rasismi nái sér ekki á strik hér á landi, loksins þegar Ísland er að verða fjölmenningarlegt, litríkt og skemmtilegt land.

Guðrún Vala Elísdóttir, 13.2.2008 kl. 23:53

13 identicon

Ég hef bara eitt upp á þig að klaga, Páll minn, og það er að þú sért í Vinstri Grænum. Ellegar myndi ég líklega kjósa þig. ;)

Almennt góður pistill og ég er hjartanlega sammála *nánast* öllu sem í honum stendur.

Því sem ég er ósammála helst er að rasismi eða fordómar séu lærð hegðun. Ég held að þetta sé fylgifiskur þess að mannseðlið er að óttast hið óþekkta. Þegar blökkumenn byrjuðu að sjást fyrst á Íslandi og ég gekk framhjá þeim, greip ég sjálfkrafa um veskið og passaði að ég vissi hvar það væri. Um leið og þeir gengu framhjá sló ég mig utan undir og spurði mig hvurn árann ég hefði verið að hugsa... en auðvitað var ég ekkert að hugsa. Þetta var tilfinning, ekki hugsun.

Ég tel persónulega að við þurfum að horfast í augu við tilfinningar okkar og gera ráð fyrir þeim þegar við tökum ákvarðanir um það hvernig við komum fram við annað fólk.

Annað gott dæmi er til dæmis þegar maður fær hugmynd og er algerlega handviss um að hún sé rétt. Þá þarf maður að átta sig á því að manns eigin eðlishvöt er að halda alltaf að maður hafi sjálfur rétt fyrir sér, í stað þess að neita því að maður beri þær tilfinningar. Maður leysir ekki vandamál sem maður sér ekki.

Mér finnst það að segja að fordómar séu lærð hegðun vera svolítið eins og að segja að fáfræði sé lærð hegðun... ég myndi frekar segja að það væri skortur á lærðri hegðun, þeirri hegðun að VITA, ekki finna, heldur vita, að maður ber allskyns tilfinningar sem eru frumstæðar og byggðar á þekkingarskorti.

Hinsvegar verð ég að viðurkenna að sum einkenni fordóma eru lærð hegðun, til dæmis þegar foreldri staðfestir lúmskar fordómatilfinningar barns með því að láta eitthvað fordómafullt flakka í návist þess. Það er vissulega lærð hegðun, en ég tel það samt vera einkenni og hliðarvandamál, ekki rót vandans í sjálfu sér. Rót vandans tel ég vera fáfræði, sem er í eðli sínu ekki fyrirbæri, heldur skortur á fyrirbæri; fyrirbærinu þekkingu. Á sama hátt og að kuldi er ekki til, kuldi er bara skortur á hita, en við þurfum ákveðið magn hita til að verða ekki kalt. Á sama hátt þurfum við þekkingu til að láta ekki eðlislægan ótta okkar við hið óþekkta ráða gjörðum okkar.

En þegar allt kemur til alls erum við anti-rasistar og anti-xenophobic fólk öll í sama liðinu, sama hvaða skoðun við höfum svosem á rót vandans.

Tveir þumlar upp, Páll! 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:20

14 Smámynd: Paul Nikolov

Takk fyrir þetta, Helgi. Af sjálfsögu er það mannseðlið að óttast hið óþekkta, og það er rétt hjá þér að ég á við einhvern ákveðið fordóma, t.d., að Pólverjar séu glæpamenn. Ég þakka þér fyrir að benda á það, og fyrir stuðningin.

Paul Nikolov, 14.2.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband