13.1.2008 | 22:24
Penn & Teller kynna: Innflytjendamál
Innflytjendamál er mjög umdeilt í Bandaríkjunum, sérstaklega varðandi landamærin við Mexico. Það er mikið rætt um félagsleg undirboð á vinnumarkaði, tungumál, og menning - alveg eins og hér. Og þó það er auðvitað stórmunur á innflytjendamál hér og í Bandaríkjunum, það er mikið sem við getum lært - hvað við eigum að gera, hvað við eigum að forðast, og hvernig að nota staðreyndir til að eyða hræðsluáróði og fordóma.
Grínistar Penn & Teller stjórna sjónvarpsþátt sem heitir "Bullshit", þar sem umdeilt efni er skoðað með skopsyn og vitsmunum. Að neðan er einn þáttur í þremur hlutum sem fjallar um innflytjendamál. Athugið að orðið "fuck" er notað á 30 sekundafresti. Það kemur samt ekki í veg fyrir mörgum góðum punktar og fræðandi efni:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Athugasemdir
Hér er verið að tala um ólöglega innflytjendur. Flók sem ekki er skráð, hefur engin leyfi, er misnotað gróflega af atvinnurekendum, geta ekkinýtt sér lögvernd, greiðir ekki skatta og er nánast útilokað að hafa upp á í tengslum við glæpi. Allt annað vandamál, sem við eigum ekki við að stríða hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 00:15
Ég er nú hræddur um að hér á landi sé líka til ,,fólk sem ekki er skráð, hefur engin leyfi, er misnotað gróflega af atvinnurekendum, getur ekki nýtt sér lögvernd og greiðir ekki skatta..." þótt það sé auðvitað hvergi nærri í sama mæli og einkum í þeim hluta Bandaríkjanna sem lengi vel tilheyrði Mexíkó (stórum hlutum Kaliforníu, Nýju-Mexíkó, Texas, Nevada og Arizona). Málefni fólks sem flyst eða hrekst á milli landa og/eða landssvæða eru með mikilvægustu málefnum okkar tíma um heim allan.
Ár & síð, 14.1.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.