Já náttúrulega

Ég get ekki finna nein ástæðan fyrir því að ráðherra getur gert samninga sem binda ríkissjóð til útgjalda, síðustu 90 dagana fyrir kosningar. Að Alþingismenn eiga nógu tími til þess að ræða um málið fyrir en hvaða samningur sem er fer fram er bara nauðsynlegt hluti af það sem lýðræði þýðir. Skiptir engu máli hver situr í ríkistjórnin - þó kannski ríkistjórnum sem finnst gaman að gera samninga án þess að hugsa um hvað okkar finnst (sjá: "Írak, Ísland styðja innrásin á") myndi ekki vera mjög hrifin af hugmyndin. En fyrir mig er það bara sjálfsagt mál - við eigum umræðan og lýðræði skilið.

mbl.is Vilja banna ráðherrum að skrifa undir samninga 90 daga fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Verð að taka undir með þér Paul það er hreint ótrúlegt að ríkisstjórnarflokkarnir reki kosningabaráttuna sína á kostnað kjósenda með því að flengjast út um byggðarlögin og undirrita hvern samninginn á fætur öðrum.

Baráttukveðja úr Ólafsfirði

Bjarkey

Bjarkey Gunnarsdóttir, 9.5.2007 kl. 18:23

2 identicon

Af hverju 90 dagar??  Þið vinstri-græn viljið semsagt hafa landið stjórnlaust í 3 mánuði fyrir kosningar á hverju ári!!!  Og hvort eruð þið að berjast með umbótum eða á móti??  Allt það sem hefur verið skrifað undir á síðustu mánuðum af ráðherrum hafa verið mikil framfaramál sem lengi hefur verið unnið að lausn á í ráðuneytunum, eruð þið semsagt á móti því??  Og ráðherrar gera ekkert annað en að framfylgja vilja Alþingis, þeir hafa ekki umboð til að setja peninga í hvað sem er þar sem allt er þetta skráð í fjárlög sem Alþingi hefur samþykkt.

H. Vilberg (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Ár & síð

Það væri nú reyndar áhugavert að kanna þessi mál betur, hvort samþykki liggur fyrir þeim öllum í fjárlögum en kannski er komin fram hugmynd að ramma um þannig fjárveitingar hjá H. Vilberg. En landið yrði nú tæplega stjórnlaust þótt Alþingi setti ríkisstjórn ákveðnar reglur um þetta.

En að öðru. Það er glæsilegt svarið um iPod hjá þér í Blaðinu í morgun, Paul. Þú ert eini maðurinn sem setur fram einhverja framtíðarsýn þar. Ég minni á Írland þar sem megnið af Macintosh-tölvum seldum í Evrópu eru settar saman. Auðvitað eigum við að setja okkur svipuð markmið hér á Íslandi.
Matthías 

Ár & síð, 10.5.2007 kl. 07:33

4 Smámynd: Paul Nikolov

H. Vilberg: Held að Bjarkey er búin að svara þig fyrirfram.

Matthías: Takk fyrir það. iPod er líklega það besta - og það dýrasta - mp3 spilari heimsins. Innflytningagjöld á mikið að gera með því, en ég held líka að við getum verið með okkar eigin iPod smiðju (sem væri bæði umhverfisvæn og í samræmi með okkar vinnuréttarlögum). Og hver veit? Kannski myndi Ísland búa til sín eigin mp3 spilari. Ég á mikið trú á svokallaði "smart economy" sem framtíð Íslands í stað þessi gamladags stóriðjustefnu sem er í bóði núna.

Paul Nikolov, 10.5.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband