Skattapeninga eytt vel

Ég velti fyrir mér hvað það kostar að vísa nokkra harmonikuleikurum úr landi. Samkvæmt lögin megi fólk sem kemur til landsins frá utan ESB svæðinu vera hér upp á 90 dagar (Rúmenía er víst hluti af ESB svæðinu, en Ísland hefur ekki formlega opnast fyrir Rúmeníubúar). Af hverju þá er það hægt að vísa fólk úr landi eftir nokkra dagar dvöl? Af því að það var um harmonikuspil að ræða?

Af hverju eru þau "að betla", en aðrir eru "götulistamenn"?

mbl.is Átta rúmenskir harmonikkuleikarar sendir suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Vegna þess að þeir spila "Besame Mucho" en ekki "Dagný" eða "Ó borg mín borg" eða "Vorkvöld í Reykjavík".

Elías Halldór Ágústsson, 8.5.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Finnst þetta reyndar fín auglýsing fyrir Ísland: Komdu í ferðalag til Íslands við greiðum farseðilinn heim!

Í þessu samhengi er reyndar líka áhugavert að ef ég skil fréttir rétt þá hefur þetta mál ekki komið inn á borð útlendingaeftirlitsins og ,,enn hefur engum verið vísað úr landi"

Persónulega hefði ég viljað sjá Ísland axla samevrópska ábyrgð í þessu máli og aðstoða þessa einstaklinga við að koma sínum málum i lag þó ég verði að viðurkenna að það væri enn betri auglýsing fyrir Ísland og myndi þýða að fleiri kæmu til landsins í kjölfarið og einhvers staðar eru jú mörk fyrir því hvað við ráðum við.

Pétur Björgvin, 9.5.2007 kl. 12:06

3 Smámynd: Paul Nikolov

"'Finnst þetta reyndar fín auglýsing fyrir Ísland: Komdu í ferðalag til Íslands við greiðum farseðilinn heim!"

En maður þarft samt fyrst að læra að spila harmonikku.

"Í þessu samhengi er reyndar líka áhugavert að ef ég skil fréttir rétt þá hefur þetta mál ekki komið inn á borð útlendingaeftirlitsins og 'enn hefur engum verið vísað úr landi'"

Tók eftir því líka. Lögreglan á Akureyri sagðist "að biðja" þetta fólk að fara, og var að réttlæta það með því að segja að þetta fólk átti enginn atvinnuleyfi.

Sko. Eins og ég sagði, fólk frá utan ESB svæðinu getur koma til landsins og vera hér upp á 90 dagar sem ferðamann. Það þarft enginn atvinnuleyfi til að vera ferðamaður. Það er satt að lögreglan getur vísað fólk úr landi sem á enginn flugmiðill heim, en það kom fram á RÚV í gær kvöldi að lögreglan hefur ekki notað þetta reglur í þessi tilfelli.

Hvað er þá eiginlega í gangi hér? Getur lögreglan bara biðja fólki til að fara? Er ég að óska eftir of mikið að vilja sjá að við högum okkar samkvæmt lögin í hvernig við förum með fólki sem hingað kemur? Það vona ég ekki.

Paul Nikolov, 9.5.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Nei, Pétur, Ísland greiðir ekki farseðilinn heim - heldur til NOREGS!!! Þannig að hugmyndin er kannski ekki svo góð ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.5.2007 kl. 13:24

5 Smámynd: Pétur Björgvin

Enn minni samevrópsk ábyrgð, vandanum bara ýtt á næsta land.

Pétur Björgvin, 9.5.2007 kl. 13:42

6 identicon

Já, harmonikkuspil er mikið böl. Svona álíka mikið og kínversk leikfimi. Og miklu miklu meiri en klámráðstefna. Paul! Þú verður að komast á þing. Þetta gengur ekki.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:31

7 Smámynd: Eyjólfur

Sæll Paul,

það er athyglisvert að lesa þessa færslu þína hér, þar sem þú ert að bjóða þig fram til Alþingis fyrir VG. Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé stefna VG í atvinnumálum að stórefla félagslega kerfið á íslandi á kostnað okkar skattgreiðenda til þess að verða félagsleg ruslakista vegna vanhæfni annara ríkja á EES svæðinu til þess að taka á eigin félagslegu verkefnum?

Er þetta andsvar VG við stóriðju stefnunni? 500nýir félagsráðgjafar til starfa hjá hinu opinbera til þess að leysa fátækt í Rúmeníu?

Ég geri mér grein fyrir því að þú telur þig vera góðan og hjálplegan náunga og villt öllum vel en myndirðu bjóða þessu blessaða fólki að gista heima hjá þér í nokkra mánuði?

Ps. Ekki grípa frasan "þessu fólki" sem aðal atriðið í fyrirspurn minni. Þú ert að bjóða þig fram til Alþingis, ég er forvitinn kjósandi.

Kv,

Eyjólfur

Eyjólfur, 9.5.2007 kl. 17:17

8 Smámynd: Paul Nikolov

"Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé stefna VG í atvinnumálum að stórefla félagslega kerfið á íslandi á kostnað okkar skattgreiðenda til þess að verða félagsleg ruslakista vegna vanhæfni annara ríkja á EES svæðinu til þess að taka á eigin félagslegu verkefnum?"

Langflestir fólk sem hingað kemur er velmenntuð, velhæft, og vill að taka þátt í því að bætta okkar samfélag. Því miður hefur þessi ríkistjórn lokað þetta fólk úti - það er enginn staðall í íslenskukennslan, menntun erlendis frá er ekki alltaf viðurkennt (það gildir líka fyrir Íslendingum sem fara í nám erlendis) og ekki neitt er gert til þess að sjá að hvert einasta manneskja sem hingað kemur læra hvað vinnuréttindi sinn eru. Og þetta á meðan það sárvantað velhæft og menntuð fólki hér á landi, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu. Hvað kostar okkar það?

Innflytjendastefnan VG einbeinna sig á því að samþætta fólki sem hingað kemur og gefa þeim alla möguleika og tækifæri til að taka þátt í okkar samfélag. Mér finnst að skattapeningan sem er eytt í því að samþætta fólki og að koma fleiri velhæft og menntuð fólki í vinnumarkaðnum mun skila til baka miklu, miklu meira sem eytt var.

"Ég geri mér grein fyrir því að þú telur þig vera góðan og hjálplegan náunga og villt öllum vel en myndirðu bjóða þessu blessaða fólki að gista heima hjá þér í nokkra mánuði?"

Það stendur hvergi í lögin að fólk þarf að opna húsið sitt til ferðamönnum. Það stendur hins vegar að fólk sem hingað kemur megi vera hér upp á 90 dagar. Þess vegna skil ég ekki hvernig hægt var "að biðja" þetta fólk að fara úr landi.

Paul Nikolov, 9.5.2007 kl. 18:12

9 Smámynd: Eyjólfur

Sæll Paul,

 Takk fyrir þetta, er þetta ekki einmitt málið. Það sárvantar vel/sérmenntað fólk hingað til starfa en það er ekki að skila sér vegna þess að kerfið er hreinlega ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum fjöldanum sem hingað kemur á jafn skömmum tíma og raunin hefur orðið. Væri ekki betra að hafa kerfið þannig að þeir sem hingað komi þurfi að gera grein fyrir menntun sinni og almennum högum og láta "prósessa" það í kerfinu þannig að það fólk sem eftirspurn er eftir geti komið og fengið störf við hæfi í stað þess að hingað streymi "götulistamenn", Hells Angels, Banditos, nýnasistar, náttúruverndarhryðjuverkamenn, og önnur glæpagengi í skjóli þess að þeir séu ferðamenn eins og dæmin sanna? Með því opna flæði sem við Íslendingar erum aðilar að þá er ekkert eftirlit lengur með þessum málum og það kallar á aðrar sértækar aðgerðir svo sem leyniþjónustu, greiningardeildir og aukið eftirlit með borgurunum almennt í stað þess að þetta eftirlit fari fram við landamærin. Það er ekki bæði hægt að fagna því í einu orði að allir sem vetlingi geta valdið fái að koma hingað að villd og bölva síðan Birni Bjarnasyni í hinu fyrir að setja á fót aukið eftirlitskerfi, eins og vinstrimenn hafa gert.

Það var enginn að tala um að eitthvað stæði í lögum. Ég var bara að spyrja þig hvort þú myndir bjóða þessu blessaða fólki að gista heima hjá þér. Þetta er bara samvisku spurning og mér þætti gaman að sjá hvert svar þingmannsefnisins væri við. 

Ég get ekki séð neitt athugavert við það að byðja einhvern um að gera eitthvað af fúsum og frjálsum vilja. Ef ég myndi byðja þig um að hætta að blogga og þú yrðir við því þá er það þín akvörðun og enginn þvingað þig til þess.

Ps. Ferðamenn sem stunda atvinnu/betl/aðra launaða iðju, eru ekki ferðamenn.

 kv,

Eyjólfur. 

Eyjólfur, 9.5.2007 kl. 18:24

10 Smámynd: Paul Nikolov

Eyjólfur: Takk fyrir það. Ég held að ég er búinn að benda á það sem ég á vandamál við. Samkvæmt lögin megi fólk kemur hingað og vera hér upp á 90 dagar án dvalarleyfi. Svona er lögin. Af hverju þá var lögreglan að einbeinna sig á harmonikuleikarar, og það eftir nokkra dagar dvöl? Hvað var áhættan? Er þetta peninga og mannafl ekki vantað annarsstaðar?

En já, það er rétt sem þú segir að "Ef ég myndi byðja þig um að hætta að blogga og þú yrðir við því þá er það þín akvörðun og enginn þvingað þig til þess." En ef ég væri ferðamann í annað land, og nokkra lögreglumenn spurt mig hvort ég vildi að fara úr landi? Það er nú allt annað mál.

"Ég var bara að spyrja þig hvort þú myndir bjóða þessu blessaða fólki að gista heima hjá þér. Þetta er bara samvisku spurning og mér þætti gaman að sjá hvert svar þingmannsefnisins væri við."

Því miður býr fjölsklydan mín í pínulítið íbúð. En það sem ég myndi gera er t.d. að benda á gistiheimili í bæin og á upplysingamiðstöðin Alþjóðahúsið. Ég hef gert það áður fyrir fólki sem kom hingað og myndi fúsalega gera það aftur.

Paul Nikolov, 9.5.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband