Íbúalýðræði og heimilisleysi

Það kemur enginn vel út í þessi sögu. Borgarstjórn Reykjavíkur - ef satt er að borgaryfirvöld hafi sent bréf til sumra íbúa hinn 27. apríl, nokkrum dögum eftir að ákvörðunin var tekin - hefur sannarlega kluðrað málinu. Það er líka sorglegt að Njálsgötuíbúanir myndu bregðst við þetta með því að tala um hvað þau eru hræddir fyrir börnum sínum, að íbúðarverð myndi hugsanlega lækka, og svo framvegis.

En ein spurning sem er gleymt hér er, af hverju eru það einu sinni hægt að vera heimilaus á Íslandi? Atvinnuleysi er á 1,3%. Á sama tíma bendir tölur frá 2004 á að það er 40 til 50 sem eru "fullkomlega heimilislausir" (fólk sem býr á götunni) og tæp 100 manns sem eru heimilislausir í einhvern leyti.

Það sýnast mér að það er algjörlega hægt að útrýma heimilisleysi á morgun, ef við vildum að gera það í alvörunni. Eftir hverju var þessi ríkistjórn að bíða?

Bara annað dæmi um hvað það sé mikilvægt að fella þessi ríkistjórn á laugardegi.

PS: Ég hvet ykkur til að horfa á RÚV á kl. 22:25 í kvöld, sem verður flokkakynningin okkar. Um er að ræða 15 mínútna stórskemmtilega og fræðandi kynningu frá okkur, með viðtölum og bara skemmtilegt efni. Ekki missa af því!

mbl.is Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Óskaplega finnst mér dapurlegt hvernig fólk bregst við. Ekki hefur, mér vitandi orðið neinir árekstrar vegna næturathvarfs á Miklubrautinni, sem reyndar er í íbúðinni sem afi minn og amma áttu og faðir minn ólst upp í og ekki heldur í Eskihlíðinni. Ég hef búið í fjölbýlishúsum nánast allan minn búskap og  í hverju húsi eru alltaf einhverjir sem ekki passa inn það mynstur sem telst vera "normið" . Þannig er lífið. Það eru alltaf einhverjir sem ekki ganga sama veg og aðrir í kringum það. Eins og þú segir Paul. Það þarf enginn að vera á götunni hér á Íslandi. Við erum efnuð þjóð og teljum okkur vera fremst í flokki þjóða í mannréttinindamálum en lítum okkur nær!

Sigurlaug B. Gröndal, 8.5.2007 kl. 09:09

2 Smámynd: Þórlaug Ágústsdóttir

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hvað er að gerast á þessum litla bletti við Njálsgötuna áður en þið fordæmið viðbrögð íbúanna.

Borgin er að koma fyrir hverju félagslega batteríinu á fætur öðru á pínulitlu svæði án þess að ræða það nokkuð við íbúana.
Íbúarnir eru alls ekki að segja "ekki við hliðina á mér" heldur "af hverju aftur og aftur við hliðina á mér?" 
-  borgin er alls ekki að fylgja eftir eigin stefnu heldur er að leggja undir sig þetta svæði og ætlar að keyra allt í gegn án þess að ræða það á nokkurn hátt við fólkið sem býr í næsta nágrenni.

Þórlaug Ágústsdóttir, 8.5.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband