Er íslensk stjórnmálaumræða að breytast?

Eftir að hafa búið lengi í Bandaríkjunum er ég vanur því að stjórnmálaumræðan snúist upp í hálfgerðar nornaveiðar þar sem hið sanna er oft látið víkja fyrir sögusögnum og getgátum. Ég ræddi þetta einmitt við föður minn um daginn og sagði honum hve ánægður ég er með að slíka umræðan sé ekki á svo lágu plani hér á landi.

Þess vegna varð ég fyrir miklum vonbrigðum með að sjá að einn íslenskur bloggari, sem hætti ekki alls fyrir löngu sem upplýsingafulltrúi Impregilo, hefur ákveðið að grafa upp gamlar sögusagnir um að ég sé höfundur mjög ógeðfelldra ummæla um ýmsa hina og þessa, þar á meðal fatlaða. Eins og ég hef margoft sagt er ekkert hæft í þessum ásökunum og satt að segja særir það mig mjög að fyrrverandi upplýsingafulltrúi, sem veit vel hversu skaðleg áhrif sögusagnir af þessu tagi geta haft á orðspor fólks, skuli birta færslu um þetta á bloggi sínu. Ég veit reyndar ekki hvers vegna ég ætti að þurfa að svara fyrir ummæli sem skrifuð eru undir dulnefni á erlendri heimasíðu.

Hingað til hef ég verið mjög ánægður með það hversu málefnaleg og uppbyggileg íslensk stjórnmálaumræða er. Hér er hægt að ræða um stjórnmál án þess að ráðist sé á persónu fólks með ásökunum sem enginn fótur er fyrir. Ég vona að það verði líka raunin núna á síðustu þremur vikunum fyrir kosningar. Við sem höfum góðan málstað að verja erum ekki hrædd við málefnalega umræðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Tja nei það held ég ekki (að íslensk stjórnmálaumræða sé að breyttast), menn þurfa enn að geta rætt skoðanir sínar og rökstutt, nýjar sem gamlar, sem persónur. Og algerlega sammála þér um sögusagnir, þær er erfitt að sannprófa og erfitt að ræða af viti. Erfitt þegar að orð standa gegn orði og vissulega er auðvelt að falsa sig í gegnum veraldarvefinn, þó að það sé kannski óljóst af hvaða hvötum það væri gert, en satt og rétt, ekkert er hægt að sanna og ekki málefnalegt að ræða það, að því er mér sýnist.

En, ertu sammála þeim skoðunum sem hér eru settar fram um örlög barna er fremja glæpi:

http://www.grapevine.is/default.aspx?show=paper&part=fullstory&id=851 

einfalt já eða nei, myndi nægja.

Hver er stefna þín er kemur að refsingum 12-13 ára barna? Hvað finnst þér eðlilegt í þeim málum?

Ef þú hefur góðan málstað að verja ættir þú ekki að forðast að ræða það málefnalega. Kannski og vonandi hefur þú skipt um skoðunn. Mig grunar að þú hafir að vissu leytið grafið þér gröf með því að vera róttækur, krítískur og gagnrýninn ritstjóri sem að hefur sett út á margt í íslensku samfélagi (og eflaust flest með réttu) og ekki átt kannski mikla von á því að þurfa að standa við það

Veit lítið um þín persónulegu stefnumál, en er sannfærður um að þú hefur aðra sýn á íslenskt samfélag en flestir frambjóðendur og átt eflaust fullt erindi á alþingi, og óska þér sem bests gengis í baráttunni. En ekki reyna að gera þig að píslarvotti illra afla og óprúttina. Það er ekki trúverðugt, eins og staðan er.

Pétur Henry Petersen, 19.4.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Voru sögusagnir þínar um að Framsókn hefði reynt að bera fé á fólk fyrir að kjósa sig í borgarstjórnarkosningum, boðlegar manni sem vill inn á Alþingi? Þú komst inn á kosningaskrifstofu hjá okkur væflaðist um í smá tíma og spjallaðir. Eftir þá heimsókn kemur þú fram með þennan þvætting.

Gestur Guðjónsson, 19.4.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála því að við eigum ekki að þola það að kosningabarátta fari niður á þetta plan, það er ekki sæmandi. Reyndar hafa einar kosningar haft tilhneigingu til að fara út í svona ómerkilegheit hér áður og það eru forsetakosningar, en mér líst illa á ef einhverjir eru að leggja sig svona lágt núna. Hins vegar er bara hægt að segja eitt af viti undir svona kringumstæðum og það er að svona umræða dæmir bara þann sem stendur fyrir henni, engan annan. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gestur, þú verður að útskýra þetta betur.

Tómas Þóroddsson, 19.4.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Paul Nikolov

Pétur: "Hver er stefna þín er kemur að refsingum 12-13 ára barna? Hvað finnst þér eðlilegt í þeim málum?"

Ég man þegar ég gert viðtal við Agli Helgasyni einu sinni að hann sagt eitt merkilegt við mig, að stundum þegar hann lesa greinar sem hann skrifaði í fortíð fæ hann kjánahroll. Ég skil þetta mjög vel. Það var tvennt sem ég var að reyna að benda á í
þetta grein - að fjölmiðlan á Íslandi var mjög einhlið í þessi mál, og að þetta refsing sem hann fékk var ekki eins strangt og það sem aðra fá fyrir sama glæpi í Texas.

Samt er ég alls ekki sammála því að það var sanngjarnt að dæma 12 ára drengur í 10 ára. Texas búar geta verið mjög refsaglaðir, og hefur dæmdir til dauða þróskaheft fólk og fólk sem fremdi glæpi þegar þau voru yngri en 18 ára gamalt. Bandaríkin allt á stórvandamál með því að halda fram að það hjálpar eitthvað til að 
stinga fólk í fangelsi með æ lengri dóm. Arom Pálmi málið er gott dæmi um hvað dómkerfi í Bandaríkin sé glatað. Refsing sem hann fékk var bara fáranlegt, punktur.

Gestur: Það sem ég sagði var að vinur minn sagði mér að hann var að fá borgað frá Framsóknarmönnum til að keyra fólk í kosningastað, að ég samþykkt að fá far þangað frá honum af því mér fannst það fínt að Framsókn var að hvetja fólk til að kjósa, en að ég var ekki keyrt beint til kosningastað heldur fyrst á kosningaskrifstofu hjá ykkur, þar sem mér var sagt hvað Framsókn er æðislegt og að ég ætti kjósið 
ykkur. Allt og sumt. Þetta var mín eigin reynslu og ég hef aldrei sagt að "Framsókn hefði reynt að bera fé á fólk fyrir að kjósa sig í borgarstjórnarkosningum". 

Paul Nikolov, 19.4.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er í tvöföldu sjokki yfir þessu máli öllu!!!

1. Ég gef mér að þetta níð um að Paul sé þessi "cruel Jadetree" sé ekki rétt, en hvers vegna að leggjast svo lágt í svona sóðaskap?

2. Ég sé að Paul notar Jadetree á blogspot og ef þetta slúður reynist rétt að Paul sé einnig "cruel Jadetree"...get ég ekki kosið VG? 

En ég veit af eigin reynslu hversu skemmandi það er þegar einhver ókunnugur notar nafn manns og svertir það! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 07:17

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heill og sæll Paul.Þú hefur haft í frammi við mig hártoganir,útúrsnúninga og slítið ýmislegt sem ég hef bloggað úr samhengi.Það sem þú hefur haldið fram hefur komið sér ílla við þann málstað sem ég held fram.Nú er eitthvað blogað sem kemur þér ílla og þá heitir það að umræðan sé komin á lægra plan.Af hverju læturu ekki fara fram rannsókn á þessum fölsunum."Þetta er lögreglumál"myndi Umboðsmaðurinn Einar segja.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 10:52

8 Smámynd: Pétur Henry Petersen

En Ómar, þú hlýtur að sjá að þó að Paul noti aliasin jadetree, þá þýðir það ekki að aliasinn jadetree sé alltaf Paul, sem er svona ákveðinn rökvilla í lok framsögu þinnar og að sjálfsögðu líka í framsetningu veðurfréttar. Það þarf einfaldlega meira til að setja fram slíkar gróusögur (t.d. IP tölur, tölvupósta en er ekki hægt að falsa það allt líka) og níða að mönnum skóna rétt fyrir kosningar og vissulega hefur Paul rétt fyrir sér þegar að hann bendir á það. Það er jú eðli gróusagna að þær eru ósannanlegar og ýktar og sannar að hluta eða algerlega lognar. Fólk ætti ekki að byggja val sitt á framboðslistum á gróusögum settum fram á blogsíðum og ábyrgir aðilar ættu að forðast að taka þátt í að koma þeim af stað.

Paul sver það af sér að hafa gert þetta eða að honum finnist þetta ekki svarvert og ekkert sem hægt er að gera til að afsanna það, held ég. Það eina sem skjalfest er í þessu máli er pistilinn úr Grapewine og mér sýnist nú Paul hálf sjá eftir hluta hans, sem betur fer segi ég núna og enginn minkunn í því að sjá að sér.  Það sýnir kannski vissan þroska eða náttúrulega að Paul hagi seglum eftir vindum (Paul, þetta er til að hjálpa þér í íslenskunáminu ), en einn atburður er ekki nóg til að segja til um það. 

Pétur Henry Petersen, 20.4.2007 kl. 12:16

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er sorglegt þegar stjórnmálaumræðan fer niður á það plan sem Ómar R. Valdimarsson hefur dregið hana að þessu sinni og ekki skánar það í athugasemdum við fæsluna á síðunni hans þar sem setningar á borð við: "Það er nú bara svo að það sannast sem sagt er, það á hvorki að leyfa útlendingum né glæpamönnum að bjóða sig fram til Alþingis" koma fram. Sorglegt og ósmekklegt og dæmir sig sjálft. Ég tek undir með Önnu með það. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.4.2007 kl. 13:27

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Paul hlýtur að njóta vafans...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 13:52

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ástæða þess að Gestur er að hirta Paul Nikolov virðist vera fyrirbyggjandi aðgerð.   Það komu  ítrekað kvittir, með réttu eða röngu, um að Framsókn bæri fé á útlendinga til að kjósa. Í þessu sambandi var t.d. nefnt ákveðið hús í Ármúa. Eins gott að skamma Poul svo hann fari nú ekki að segja þetta líka.

Sigurður Þórðarson, 20.4.2007 kl. 13:55

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta mál er á skammarlega lágu plani.  Getgátur og dylgur eru undirrót ills.  Stattu keikur Poul þar sem þú hefur ekkert að fela.  Gangi þér vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 14:43

13 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Þetta er SVAKALEGT!! Samt ekki jafn SVAKALEGT og þetta;  ef að maður fer inná google og slær inn "omar" og bætir síðan við það "lies" blasa við manni óhuggulegar upplýsingar!! ef að maður klikkar á link nr.2 sem þarna kemur upp fer maður inná mjög grófa og sóðalega klámsíðu!!! En þar með er ekki sagan öll sögð.. ónei! á link nr. 3 má sjá hvernig ómar tengist alþjóðlegri hriðjuverkastarfsemi!! JESÚS!!

Hringjum í móðursýkislögregluna!!!

Gaukur Úlfarsson, 20.4.2007 kl. 17:19

14 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Þetta er SVAKALEGT!! Samt ekki jafn SVAKALEGT og þetta;  ef að maður fer inná google og slær inn "omar" og bætir síðan við það "lies" blasa við manni óhuggulegar upplýsingar!! ef að maður klikkar á link nr.2 sem þarna kemur upp fer maður inná mjög grófa og sóðalega klámsíðu!!! En þar með er ekki sagan öll sögð.. ónei! á link nr. 3 má sjá hvernig ómar tengist alþjóðlegri hriðjuverkastarfsemi!! JESÚS!!

Hringjum í móðursýkislögregluna!!!

Gaukur Úlfarsson, 20.4.2007 kl. 17:22

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Paul stattu nú UPP OG VERTU REIÐUR!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 19:55

16 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

OK, nú reifst ég við Paul Nikolov (reyndar undir dulnefni á málefnin.com) vegna skrifa hans um mál Arons Pálma í Grapevine. Mér fundust skoðanir hans vægast sagt fáránlegar, sem ég kenndi um of langri búsetu í "guðs eigin landi". Þessi skrif eru þekkt og skjalfest á Grapevine og ég sé ekki betur en Paul hafi lært eitthvað síðan hann skrifaði þetta í Grapevine og sjái eftir þessum skrifum. Þau myndu flokkast undir "naív" en alls ekki "malicious" og ég tel þau alls ekki vera ófyrirgefanleg, bara frekar heimskuleg að mínu áliti. Sem er leitt því oft benti Paul okkur á ákveðin fáránleika á því að vera íslendingur, sérstaklega þegar við buðum gyðingahataranum og furðufuglingum (understatement) Robert Fisher hraðferð til ríkisborgararéttar, meðan við svo sannarlega höfum vægast sagt varasama sögu þegar kemur að veitingu landvistarleyfis og ríkisborgararéttar, eins og sá svarti blettur að senda gyðinga sem voru að flýja nasismann til baka á 4. áratugnum. Þetta benti Paul okkur réttilega á.

En nóg um það, nú hafa Framsóknarmenn í örvæntingu sinni kennt Paul við "nafnlausan" bloggara sem vissulega hefur oft farið yfir strikið. Paul neitar því að vera þessi bloggari á síðu sinni hljótum við því að taka orð hans fyrir því. Paul segir "Eins og ég hef margoft sagt er ekkert hæft í þessum ásökunum og satt að segja særir það mig mjög að fyrrverandi upplýsingafulltrúi, sem veit vel hversu skaðleg áhrif sögusagnir af þessu tagi geta haft á orðspor fólks, skuli birta færslu um þetta á bloggi sínu." Það er því ótrúlega ósmekklegt af Ómari að lepja þessa kjaftasögu upp án þess svo sem að hafa nokkuð fyrir sér í því að Paul sé umræddur bloggari. Er hægt að ganga lengra í desperasjón. Ég veit að Framsóknarflokkurinn er á útleið úr íslenskum stjórnmálum en er ekki allavega hægt að sökkva með stæl? Eins og Baldur bendir á, þá er auðvelt að búa til "plausable" karakter á netinu og saka síðan einhvern (t.d. pólitískan andstæðing) um að vera viðkomandi. Dapurt.

Guðmundur Auðunsson, 20.4.2007 kl. 23:56

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðmundur:
Síðan hvenær er Ómar framsóknarmaður?

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.4.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband