2.4.2007 | 18:48
Innflytjendastefnan VG
Að undanförnu hafa innflytjendamál komist aftur í kastljósið. Sem betur fer, af því þetta er eitt af mörgum sviðum þar sem Ísland getur annaðhvort endurtekið mistök annarra, eða lært af þeim. Eins og sést í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi er það ekki nóg að bjóða fólki að koma til landsins og síðan vona að þetta reddist.
Við getum gert Ísland að fyrirmyndarlandi á þessu sviði með því að hjálpa þessu fólki að samþættast inn í okkar samfélag. Við í Vinstri Grænum höfum innflytjendastefnu sem getur gert einmitt það.
Við trúum á jafnrétti og réttlæti. Við sjáum "innflytjendur" ekki sem "erlent vinnuafl" heldur sem "manneskjur" - menn, konur og börn sem hingað koma til að gera líf sitt betra og til að taka þátt í því að byggja upp landið okkar. Við vitum nú þegar að þátttaka útlendinga á íslenskum vinnumarkaði sparaði meðalheimilinu 123 þúsund krónur á síðasta ári. Við vitum líka að atvinnuleysi hefur minnkað síðasta ár, hlutfall glæpa sem framdir eru af innflytjendum hefur ekki vaxið, og að flestir Íslendingar vilja fjölmenningarlegt land.
En við í Vinstri Grænum viljum gera enn betur. Við viljum innflytjendastefnu sem er góð fyrir landið allt. Og þetta er einmitt það sem við erum að bjóða. Ekkert minna en það kemur til greina.
Við getum gert Ísland að fyrirmyndarlandi á þessu sviði með því að hjálpa þessu fólki að samþættast inn í okkar samfélag. Við í Vinstri Grænum höfum innflytjendastefnu sem getur gert einmitt það.
Við trúum á jafnrétti og réttlæti. Við sjáum "innflytjendur" ekki sem "erlent vinnuafl" heldur sem "manneskjur" - menn, konur og börn sem hingað koma til að gera líf sitt betra og til að taka þátt í því að byggja upp landið okkar. Við vitum nú þegar að þátttaka útlendinga á íslenskum vinnumarkaði sparaði meðalheimilinu 123 þúsund krónur á síðasta ári. Við vitum líka að atvinnuleysi hefur minnkað síðasta ár, hlutfall glæpa sem framdir eru af innflytjendum hefur ekki vaxið, og að flestir Íslendingar vilja fjölmenningarlegt land.
En við í Vinstri Grænum viljum gera enn betur. Við viljum innflytjendastefnu sem er góð fyrir landið allt. Og þetta er einmitt það sem við erum að bjóða. Ekkert minna en það kemur til greina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:04 | Facebook
Athugasemdir
Já það er margt skrítið í kýrhausnum Paul. Takk fyrir sendinguna í dag, gaman að vera búinn að fá þig. Gangi þér allt í haginn.
Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 3.4.2007 kl. 00:56
Verð að segja það að mér hugnast stefna VG í innflytjendamálum lang best "so far", frjálslyndir eru á góðri leið með að mála sig út í horn...með réttu hugarfari og góðum vilja eiga ekki að þurfa að koma upp alvarleg vandamál í þessum málum.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.4.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.