Eurovision

Ég vissu ekki hvað Eurovision var fyrir en ég flaut til Íslands í 1999. Þegar ég upplifaði Eurovision-stemningin í fyrsta sinn, ég játa því að ég fattaði það ekki. Núna í dag er ég læra að fíla það og hafði mjög gaman að horfa á Eurovision í þetta sinn. En það er eitt sem pirrar mig mikið, og það er þessi ósanngjörn áróður í gegnum Austur Evrópa.

Sem maður af Austur Evrópsk upprunnin (amma mín er frá Pólandi) ég get sagt ykkur að við heyrum það nóg oft: Ef einhvern frá Austur Evrópa er ríkur, eða bara í goða máli efnahagslega, þá á hann sannarlega tengsl við mafía. Við erum ekki treystandi, við notum svik og svindl til að komast fram í lífinu, og við erum lokað fyrir Vesturlöndum. Svona kaldastríðs stereótýpar eru þurrkast út, smátt og smátt, og sem betur fer, en maður heyrir það samt stundum, yfirleitt frá einhvern blindfullur gaur í barnum. Eða frá Eurovision söngvari sem á að vita betra en það.

Eurovision er söngkeppni þar sem hver sem er í hvaða land sem er megi kjósa fyrir lag. Lögin sem eru mest kosið koma fram. Staðreyndin er sú að Vestur Evrópubúar átti bara ekki nóg áhuga í þessi - fólk í Austur Evrópa kaus mest. Ef fleiri í Vesturlöndum átti áhuga í Eurovision, þá væri úrslitin líklega öðruvísi. Svona einfalt er það. Fyrir "Eiríkur okkar" að koma fram með þessari moðgandi og særandi tali er bara rugl.

Mesta atriði í þessu máli er auðvitað að þetta er bara söngkeppni. Skemmtilegt stemning, já, en ekki ástæðan til að rifja upp stereotýpar og tala niður um fólki frá öðrum löndum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Haha já, klaufalegt komment, sérstaklega í ljósi þess að finnsku metaltröllin rúlluðu þessu upp í fyrra. Hvar var "mafían" þá?

Haukur Viðar, 14.5.2007 kl. 04:53

2 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér, held að vestur evrópibúar hafi bara ekki nægilega mikinn áhuga á Eurovision til að vinna þetta. Maður hefur heyrt það frá íslendingum sem búa úti að margir hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað Eurovision er, en áhuginn hlýtur að vera meiri hjá löndum sem eru t.d. nýlega farin að taka þátt.

Annað líka, fólk hefur ekki endilega sama tónlistarsmekkin um alla Evrópu. Því er eðlilegt að fólk kjósi nágranna sína, því þeir eru  líklega með svipaðan tónlistarsmekk.

Að lokum, fá lög frá Vestur-Evrópu standa upp úr hjá mér eftir þessa síðustu keppni, en ég man þeim mun betur eftir þeim Austur Evrópsku. Þau voru einfaldlega miklu betri.


Hugrún Jónsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband