Atvinnumál á Íslandi - Nýjar hugmyndir

Atvinnuleysi er að aukast. Gamlar og úreltar hugsjónir, sem stjórn landsins hefur byggst á síðustu átján árin, ganga ekki lengur. Það er ekkert skrítið að það besta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft að bjóða þjóðinni séu stóriðjuframkvæmdir og hvalveiðar. Ef slíkar hugmyndir bættu efnahagslífs Íslands værum við ekki í þessari kreppu í dag. En við erum það. Þess vegna teljum við í Vinstri-Grænum að tími sé kominn til að grípa til aðgerða og reyna nýjar leiðir, ekki bara til að koma okkar í gegnum þessa erfiðu tíma, heldur til að komast í betra form en nokkra sinni fyrr.

Í fyrstu lagi eru mikil tækifæri í uppbyggingu á innviðum íslensks samfélags. Okkar vantar vegi, brýr og hafnir, bæði á höfuðborgsvæðinu og út í landi, okkur sárvantar endurbætur. Skógrækt getur einnig verið stór hluti af þessu. Ríkistofnun sem ræður fleiri fólki til starfa á þessu sviði hefur tvöföld áhrif – hún veitir fólk atvinnu og endurnýjar landið. Það er líka aðgerð sem hefur sannað sig um allan heim, sambærileg við Atvinnuverkefnisstjórnina (WPA) árið 1939 sem átti stóran hlut í að bjarga Bandaríkjunum úr kreppunni á sínum tíma. Það er kominn tími til að taka til við þessar aðgerðir hér á landi.

Í öðru lagi er ný tækni rétt að slíta barnsskónum hér á landi. Þar skortir aðeins tvær auðlindir: Ímyndunarafl og einbeitni. Það er sannarlega nógu af hvoru tveggja hér á landi. Hvort sem við erum að tala um hugbúnað eða vélbúnað þá verðum við að fjárfesta í þessari vaxandi atvinnugrein, en hún á sér alltaf neytendur um allan heiminn.

Í þriðju lagi bendi ég á að bandarísk stjórnvöld hafa breytt stefnu sinni í umhverfis- og orkumálum. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji virkja umhverfisvænar og endurnýjanlegar orkulindir. Í vesturhluta Bandaríkjanna, frá Wyoming til Kaliforníu, eru mikil jarðhitasvæði en þar er nánast engin jarðhitavirkjun. Við okkur blasa mikil atvinnu- og viðskiptatækifæri á þessu sviði, þ.e.a.s. okkar þekking á jarðhituorku.

Auðvitað vaknar spurningin um hvar við finnum peninga til að fjárfesta í nýjum störfum. Við í Vinstri-Grænum stöndum vörð um velferðakerfið. Þess vegna trúi ég að, í stað að skera niður okkar heilbrigðiskerfinu eins og Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera, eigum við frekar að taka að minnsta kosti hluti af þeim 1,5 milljörðum sem eyrnamerktar voru fyrir Varnarmálastofnunina og leggja í staðinn í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Ég tel að forgangsröðin eigi að vera sú allir sem geta unnið hafi vinnu og viðhalda traustu velferðakerfi.

Það er erfiðar tímar framundan Það mun taka langan tíma að komast í gegnum þá. En ef við stöndum saman, einbeitum okkar að framtíðinni, yfirgefum úreltar hugsjónir og fögnum nýjum leiðum, getum við byggt upp Ísland á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband