Framtíð Íslands er björt án ESB

Það er varla hægt að opna blað, kveikja á sjónvarpi eða hlusta á útvarp án þess að lesa og heyra um kreppuna. Fyrir flesta Íslendingar er staðan augljóslega mjög erfið, enda mælist 12-mánaða verðbólga 14% í september en 12-mánaða launabreytingar aðeins 9%. Við vitum öll að frjálshyggjustefna fortíðar gengur ekki upp lengur. Þær lexíur sem heimurinn átti að hafa lært árið 1929 voru hunsaðar af íslenskri nýfrjálshyggju og hagsmunaöflum, sem reyna nú að segja okkar að þetta sé allt Bandaríkjunum að kenna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjölmargir höfðu varað við íslenska hruninu, m.a. alþjóðlegir sérfræðingar frá Standard & Poor's sem sögðu árum saman að efnahagskerfi Íslands væri að ofhitna og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Talsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vöruðu líka við þróuninni árum saman og kröfðust stefnubreytinga, lögðu fram ítrekuð þingmál sem hefðu komið í veg fyrir þá skelfingu sem við erum nú að upplifa. En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir góð ráð úr fjölmörgum áttum hunsuðu stjórnvöld heilbrigða skynsemi og lýðræðislega umræðu og héldu því fram – þvert gegn því sem saga efnahagslífs heimsins kennir okkur – að þetta mundi allt reddast, trúin á frjálsa markaði mundi sjálfkrafa leiðrétta kúrsinn, auðmenn væru jú að færa svo mikið í þjóðarbúið með bættum hag okkar allra.

Það liggur fyrir að þetta rugl gengur ekki lengur. Okkar vantar miklu sterkari yfirstjórn og regluverk í kringum fjármálastarfsemi og vandaðri löggjöf og aðra sýn varðandi efnahagsmál. Okkur vantar líka alvöru lýðræði og opna umræðu án þess að henni sé stýrt af hagsmunaöflum.

Nú er m.a. mikið talað um inngöngu í ESB. Ég ætla að benda á nokkur atriði í þessari umræðu um af hverju ESB er enginn töfralausn, og hvers vegna það er gríðarlega mikilvægt að vernda okkar hagsmuni í stað þess að selja landið til ESB.

Ég tek undir að það er mikilvægt að ræða ESB, en það verður þá að gera á skynsömum grunni en ekki í pólitískum sérhagsmunaleik eða í þágu tiltekinna afla. Persónulega sé ég bæði kosti og galla með aðild ESB, og mér þykir áríðandi að Íslendingum sé gerð góð grein fyrir hvoru tveggja en fái ekki bara á sig endalausan áróður um inngöngu. Okkur væri betur fyrir komið núna ef meiri áhersla hefði verið á að grandskoða raunhæfar aðgerðir til að sporna við galinni útþenslu bankanna, og aðeins minni orka og áhersla hefði farið í botnlausan áróður um evruna síðustu vikur og mánuði – evru sem við getum í fyrsta lagi tekið upp eftir mörg ár. Aðsteðjandi vandi krefst raunsærra lausna núna, því að fyrirtækjum og heimilum blæðir núna. Samfylkingin virðist vilja að málið varðandi inngöngu í ESB rúlli í gegn án alvöru umræðu. Það er sagt að við séum búin að tala nóg um málið, og að nú í þessu neyðartilfelli sé það brýnt að fara í ESB eins fljótt og hægt er – að við eigum ekki aðra valkosti.

En bíðum hæg: innganga í ESB er mjög alvarleg ákvörðun sem myndi hafa varanleg áhrif á okkur öll. Auk þess rúllar aðild ekki sisvona í gegn, og þá síður upptaka evru. Ýmis ESB-lönd bíða enn eftir að taka upp evru en fá það ekki. ESB er ekki frístundaklúbbur, þar sem hægt er að segja sig úr ef hann hentar okkar ekki lengur. Neyðarástand eins og efnahagskreppan breytir því ekki. Þvert á móti getur innganga í ESB gert slæmt ástand verra. Horfum til Portúgal sem dæmi: Portúgal er lítið land sem byggir grunn efnahagslífsins á að flytja út landbúnað (sem ætti að hljóma kunnulega) en glímdi við efnahagsvanda. Ákvörðun var tekin að fara í ESB. Innan eins ár – aðeins eitt ár – fór atvinnuleysi úr 4,3% til 7,6% árið 2005. Verg þjóðarframleislan er í dag meðal þess lægsta í vesturhluta Evrópu. Innganga í ESB borgaði sig fyrir suma í Portúgal, tiltekin hagsmunaöfl, en gerði um leið gríðarlegan skaða fyrir margt annað. Staðreyndin er sú að innganga í ESB getur skekið efnahagslífið – sem er allt í lagi þegar allt er í sóma, en fyrir lönd á borð við Portugal og Ísland, getur það verið skelfilegt. Gleymum því ekki að langvarandi atvinnuleysi og hátt hefur verið fylgifiskur margra evru-ríkja. Ég segi: nánast allt er betra en atvinnuleysi. Og það þarf ekki að spyrja mörg þróunarríki um hvernig þeim líður gagnvart ESB. Í þeirra augum er ESB ekkert betra en Bandaríki Norður Ameríku í sérhagsmunagæslu og nýlendustefnu gagnvart fátækari ríkum.

Satt best að segja erum við ekki búin að prófa að taka upp heilbrigða skynsemi áður en við tökum svona róttæk skref. Hvað skiptir það máli ef við göngum í ESB, ef við ætlum að haga okkur áfram eins og við höfum gert? Hvað myndi breytast ef sama liðið sem ber ábyrgð á okkar ástandi í dag er ennþá við völd? Hvernig erum við að ganga til framtíðar ef við kjósum enn gamaldags frjálshyggju viðhorf og breytum ekki samfélaginu til hins betra?

Það sem við eigum og þurfum að gera er að taka upp sterkara aðhald á bönkum og sterkari löggjöf og sýn í hagstjórn, eins og ég sagði, en líka að fjárfesta í okkar eigin hagsmunum á Íslandi. Veljum íslenskt, segir vörumerki, og það er góð hugmynd, kannski sú besta. En “veljum íslenskt” þýðir ekki aðeins að við, sem neytendur, kaupum íslenskt – það þýðir líka að stjórnvöld styrki íslenska framleiðslu og geri íslenskar vörur ódýrari fyrir okkar. Tímabundin niðurgreiðing á innlendar vörur er aðgerð sem hefur sannað sig í efnahagskreppum um allan heim. En “veljum íslenskt” þýðir líka að stjórnvöld fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, í stað þess að niðurgreiða erlend stórfyrirtæki og alþjóðasamsteypur sem fara með langmestan hagnað beint úr landi, og setja upp álver sem skaðar aðra uppbyggilega starfsemi og eyðileggur náttúru landsins

Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Og þess vegna tel ég það skynsamlegt að vernda okkar hagsmuni og styrkja okkar samfélag fyrst og fremst, áður en við tökum skref sem hefur ekki ennþá sannað sig sem nauðsynlegt, og gæti hugsanlega gert okkar ástand verra.  Ég sjá engan ástæðan fyrir því að selja landið okkar vegna kæruleysi íhaldsmanna.

 Styttari gerð af þessari grein birtast í Morgunblaðinu 17. nóvember 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Paul, ertu ekki að gleyma einni mikilvægri staðreynd?
Ísland hefur nú þegar verið "selt", -  landið var ofurselt óreiðumönnum í stjórnmálum og bankageiranum.
Óreiðumenn þessir hafa nú tapað eign lífeyrissjóða, almennings og fyrirtækja.
Íslendingar eru að vakna upp við þá alvarlegu staðreynd að kerfið er gjaldþrota.
Skuldir þessar verða ekki greiddar upp í nánustu framtíð.

Þú hittir í raun naglann á höfuðið með þessum orðum "Og það þarf ekki að spyrja mörg þróunarríki um hvernig þeim líður gagnvart ESB. Í þeirra augum er ESB ekkert betra en Bandaríki Norður Ameríku í sérhagsmunagæslu og nýlendustefnu gagnvart fátækari ríkum." Einmitt og viljum við þá endilega vera á jaðri efnahagssvæðis og í flokki þessara fátæku ríkja eða viljum við vera hluti af stærri heild sem ver okkar hagsmuni líka?
Það er rétt að Bandaríkin verja sitt fólk, það gera þeir svo sannarlega með kjafti og klóm en því miður fyrir aðra þá er stærð þeirra slík að líkingin við fíl í glervörubúð á oftar við en ekki.
ESB er ekki hernaðarlegt stórveldi líkt og BNA, frekar meira í átt við hjörð af vísundum.
Hjörðin er nokkuð friðsæl og vinnur að mestu saman nema að bitist er um eina og eina tuggu.
Ef styggð kemur að hópnum geta aðrir troðist undir, um það er engin spurning.

Megin þorri Íslendinga er hins vegar búinn að fá nóg af efnahagslegum kollsteypum.
Flestum er að verða skít sama hvort landið afsalar "tæknilega" einhverju fullveldi.
Fullveldi einstaklinga, sjálfstæði og heilbrigður fjárhagur er meira virði en völd stjórnmálaflokka eða einstakra ráðherra.
Löndin sem valið hafa leið einangrunar og fullkomins "fullveldis" eru nú ekki beint í góðum málum, eða hvað sýnist þér um Norður Kóreu eða Simbave?
Íslenskir stjórnmálmenn á egótrippi eru því miður ekkert betri en stjórnendur fyrrgreindra ríkja.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband