1.10.2008 | 09:01
Samt ekki hægt að réttlæta
Er árangurinn allt sem skiptir máli í þetta mál? Eins og ég hef bent á, ég hef lent í svona húsleit sjálfur, aðgerð sem fór fram bæði kurteislega og faglega. Það var enga hunda, enginn í handjárn, og enginn skíthrædd við lögreglan. Hvað var ástæðan fyrir þessi Jerry Bruckheimer-aðgerð í Reykjanesbæ?
Við erum ekki búnir að heyra það. Við erum ekki búnir að heyra heldur hvað lögreglan á Suðurnesi segir um það sem Rauði krossinn kom fram með, að Rauði krossinn telur upphæð sem lögreglan fann ekki óeðlilegt - 1,6 milljónir eru tæp 40 þúsund krónur á manni, þar af var um milljón sem var tekin hjá einni fjölskyldu og þá eru eftir 600 þúsund, sem deilast 35 manns. Að gangstætt því sem lögreglan sagði, hælisleitendur fæ ekki ókeypis sígarettur. Að maður sem fundist var í húsinu við franskt vegabréf á atvinnuleyfi á Íslandi - hann var gestkomandi í húsinu þegar lögreglan kom í heimsókn.
Það sem við erum að gleyma í þessari umræðu er að árangurinn sé ekki bara að ná í nokkrum slæmir eplum. Árangurinn er líka að hælisleitendum á Suðurnesi geta ekki treyst lögreglan lengur. Árangurinn er líka að útlendingar almennt geta verið orðnir hrædd við lögreglan almennt. Árangurinn er líka að það dregur athygli frá góð verkin sem lögreglan gerir.
Það var alls ekki nauðsynlegt að fara fram með þetta aðgerð eins og hún var framkvæmd. Mín reynslan er sú að það er hægt að finna fólk sem er að búa og vinna hér ólöglega án þess að fara yfir strikið. Við skulum ekki gleyma að við stöndum líka vörð við mannréttindi á Íslandi.
Drógu umsóknir til baka eftir húsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Athugasemdir
þessar aðgerði voru nausynlegar - eins og kemur fram í greininni þá er ekki gert lítið úr þeim óþægindum sem fólk varð fyrir og þá sérstaklega þeir sem eru hér á réttum forsendum, aðgerðir sem þessar held ég að séu gerðar til að verja alla íslenska borgara, líka þá sem hingað koma sem flóttamenn eða á sambærilegan máta
Jón Snæbjörnsson, 1.10.2008 kl. 09:21
Ef ekki á að fara að LÖGUM landsins vegna einhvers PC væli, væri jafnt hægt að leggja af önnur lög ,--eða hvað??
Það er lögbrot, að villa á sér heimildir við komuna til landsins og varðar tafalausri brottvísun, svo mun um marga líkt og margir aka of hratt og sæta tafalausri sviptingu ökuleyfa.
Mér er slétt sama hvort maðurinn kemur frá Asíu, Afríku, Ameríku, Eyjaálfu, Evrópu eða Antartíku, ef menn fara ekki að lögum við landtöku, skulu þeir rakleiðis vera gerðir burtreka.
Stór punktur.
Hinir sem koma hingað á sannanlega réttum forsendum eru heinsvega velkomnir.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 1.10.2008 kl. 09:35
Miðbæjaríhald
Það þarf líka að huga af hverju menn falsa skilríki sín. Til dæmis tók ég viðtal við einn mann um daginn, hælisleitanda frá Afganistan, hann flúði á tímum Talíbanastjórnarinnar. Og þess vegna var hann ekki með alla þá pappíra sem vestræn lönd krefjast af fólki - í guðanna bænum: Talíbanar bönnuðu fólki að taka ljósmyndir af sér!
Auðvitað reynir þetta fólk að falsa skilríki til að öðlast gott líf - fólk sem á sér akkúrat enga von annars.
Þér er ekki "slétt sama " um hvaðan fólk kemur ef þú sérð ekki þennan punkt - að það er bara víst erfiðara fyrir fólk sem kemur frá fjarlægari löndum hingað, eða stríðshrjáðum, að sanka að sér þeim pappírum sem til þarf. Þú getur kallað það PC-þvætting - ég kalla það bara staðreynd.
Brissó B. Johannsson, 1.10.2008 kl. 10:30
Paul; ég skammast mín að vera íslendingur.
Það er ekki þér að kenna að lögreglan fór yfir strikið í þessum tilfellum. Yfirleitt er lögreglan, Ísland og Íslendingar til fyrirmyndar í samhengi við öðrum löndum.
Mín reynslan er einfaldlega sú að það er hægt að ná í sama árangri án þess að fara eins langt yfir strikið og þessi. Ég er búinn að upplífa það sjálfur. Það er ekkert "PC" í því að sýna öðrum virðing - það er bara almannalegt skynsemi.
Paul Nikolov, 1.10.2008 kl. 10:37
Ég er sérstaklega hnuggin yfir slúðrinu frá Útlendingastofnum um einstaka hælisleitendur eins og fréttin sem birtist í 24 Stundum í gær var byggð á - og þetta hér er enn annað dæmið um alveg fáránlegt slúður frá stofnuninni og léleg vinnubrögð:
http://www.visir.is/article/20080826/FRETTIR01/910927141/-1/FRETTIR
... annars þá er maður því miður farin að halda að Útlendingastofnun hati hælisleitendur, því enga aðra finn ég útskýringuna á þörfum stofnunarinnar fyrir því að sverta mannorð allra hælisleitenda og hamra sífellt á nokkrum dvalarleyfum frá Grikklandi sem hafa fundist, líkt og þeir hafi rétt á að segja við hælisleitandur sem eru jafnvel ofsóttir eða litið niður á í sjálfu Grikklandi (t.d. Albanir): "Hva! Er Grikkland ekki nógu gott fyrir þig? Þú átt bara að vera ánægður með að fá að vera allavega þar!"
Og það halda það jafnvel fleiri en ég: http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=10158
Brissó B. Johannsson, 1.10.2008 kl. 10:43
Brissó.
Það er ekki erfitt fyrir hælisleitendur að sanna hverjir þeir eru, ef þeir eru samvinnufúsir um aðgang að gögnu ytra, svo mikið veit ég þó af viðtölum við menn, sem unnið hafa við þessi mál mjög lengi.
Tendansinn hér, --líkt og annarstaðar í Evrópulöndum og svonefndum ,,velmegunar" löndum, er sá sami og það er ekkert óvart, að ÖLL ríki í Evrópusambandinu og BNA hafa verulega ÞRENGT sín lög um hælisleitendur.
Menn renna á lykt linkindar, að sögn Evrópuþingsins. Ekki trúa mér, kíktu á gögnin um síðustu breytingar hjá ESB ríkjunum sjálf, ´þú ert tölvufim.
Með fullri virðingu og vinsemd til allra manna.
Miðbæjaríhaldið
á systur í Portugal og frændsystkyni og einnig í BNA. Því má segja að kosmopolitan yfirsýn búi í ranni þess.
Bjarni Kjartansson, 1.10.2008 kl. 10:44
Ahh.. þarf að leiðrétta. Ég held að fréttin sem ég vísaði til sé á bls. 2 í 24 Stundum í DAG - eftir einn svartasta dag í sögu landsins er það fréttnæmast hvað hælisleitendur eru miklir glæpamenn.
Brissó B. Johannsson, 1.10.2008 kl. 10:48
10 manns af 40 hælisleitendum eru hvorki meira né minna en 25% eða 1/4 af hópnum. Ef þetta réttlætir ekki strangt eftirlit Útlendingastofu með aðstoð lögregluunnar, þá hvað. Ef 25% ökumanna aka um undir áhrifum eiturlyfja og áfengis, réttlætir það ekki strangt eftirlit á götum úti??
Þessi 25% "hælisleitenda" sem voru þarna undir fölskum forsendum földu sig eins og úlfar í sauðahjörð. Auðvitað gerði Lögreglan og Útlendingastofnum rétt með aðgerðum sínum, sama hvað öllu "útlendingadekri" viðkemur.
Munið frjálsu bloggsíðuna; http://blekpennar.comKær kveðja, Björn bóndiïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 1.10.2008 kl. 10:50
Miðbæjaríhald
Sorry - ég hef margsinnis farið og rætt við hælisleitendur.
Það þarf ekkert að segja mér neitt um þetta - þótt þú eigir einhverjar frænkur.
Það er víst erfitt að sanna hver þú ert þegar þú hefur búið í landi þar sem þú ert ekki einu sinni skráður í neitt kerfi og hefur jafnvel verið á flótta í fjölda ára - með t.d. útrunnið vegabréf.
Brissó B. Johannsson, 1.10.2008 kl. 10:51
Björn Bóndi.
Þessi síða sem þú vísar til er ógeð og full af hatri - og þið ættuð að skammast ykkar meira en því sem nemur að kjósa bara nafnleynd.
Og ég ítreka það að það er ekkert skrýtið við það að sumir hælisleitendur reyni að búa sér til þá pappíra sem þeir þurfa til að lifa frjálsir - ef þeir hafa ekki fengið þá í heimalandi sínu. Eftir margra ára flótta frá stríðshrjáðum löndum Afríku og Asíu finnst mér þessi tala reyndar ekki há. Og það að falsa pappír þegar enginn annar valmöguleiki er í boði þýðir ekki að fólk sé hættulegir glæpamenn. Ég hræðist fólkið á blekpennum mun meira en alla hælisleitendur í heiminum til samans.
Brissó B. Johannsson, 1.10.2008 kl. 11:03
Brisso ertu ekki hlynt tjáningarfrelsi,???
og ef finnst þér ekkert athugavert við það að setja alla blekpenna undir sama hatt, ertu þá nokkuð betri sjálf??? Lestu, áður en þú fordæmir alla svona.
En ég er sammála þér með að menn eiga að gangast við skrifum sínum undir nafni.
(IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 11:27
10 manns af 40 hælisleitendum eru hvorki meira né minna en 25% eða 1/4 af hópnum. Ef þetta réttlætir ekki strangt eftirlit Útlendingastofu með aðstoð lögregluunnar, þá hvað.
Með virðing ertu ekki að ná í meginpunkturinn í þessu. Svona húsleit er hægt að framkvæma kurteislega og faglega, að ná í þeim sem eru hér undir fölskum forsendum, án þess að hræða og niðurlæga saklausa fólki. Það hefur gerst áður, ég veit það sjálfur. Þetta aðgerð var einfaldlega overkill.
Paul Nikolov, 1.10.2008 kl. 11:43
Paul.
Það má vel karpa hvort að tilgangurinn helgi meðalið, eða meðalið tilganginn.
Ég hef ekkert á móti því að hluti minna skattpeninga fari í það að borga fólki framfærslu þegar að það leitar sér hælis vegna þess að það þarf þess.
Hinsvegar má ekki líta framhjá þeirri staðreynd að fólk sem að misnotar þetta á engan rétt til að fá hjálp, enda er það með því að misnota þetta að sýna fram á glæpsamlegt athæfi.
Svo er líka til umhugsunar að þeir sem að eru neyddir til að flýja land vegna ofsókna ber að sækja um pólitískt hæli í fyrsta landi sem að þeir hafa viðkomu, en ekki öðru, þriðja eða fjórða. Í slíkum tilfellum er viðkomandi bara að leitast eftir því hvar hann getur haft það sem náðugast án þess að leggja eitthvað af mörkum sjálfur. M.ö.o. að mjólka kerfið!
Áddni, 1.10.2008 kl. 11:58
Ace - jú ég hef talað við hælisleitanda sem er með "óhreint mjöl í pokahorninu" (hann þorði samt að koma undir nafni og mynd ólíkt þér) - þú getur séð viðtalið í Stúdentablaðinu sem kemur út í vikunni... face!
Sigurlaug - Ég er hlynnt tjáningarfrelsi, og er búin að lesa blekpenna, því miður. Ég held að þú ættir að skrifa einhversstaðar annars staðar.
Paul - rétt hjá þér, en það þarf líka að spyrja: Af hverju eru menn með falsaða pappíra? Og hvort það sé við hæfi að Útlendingastofnun sé reglulega að mæta í fjölmiðla til að tíunda nýjasta hneykslið í "glæpaheimum hælisleitenda".
Brissó B. Johannsson, 1.10.2008 kl. 12:05
er viðkomandi er með sitt á hreinu þá þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur - það þurfa allir að geta sannað hver hann er sé hann spurður slíkra spurninga td af lögreglu, það hafa ekki verið neinir sérsamningar í boði og eiga ekki að vera.
Er þetta ekki orðið hálfgerður væll
Jón Snæbjörnsson, 2.10.2008 kl. 08:25
Er búinn að eyða nokkra athugasemdum. Reynum að kasta ekki skít í hvor öðrum.
Það sem ég hef tekið eftir hér er smámisskilning. Ég endurtek: Svona húsleit er hægt að framkvæma kurteislega og faglega, að ná í þeim sem eru hér undir fölskum forsendum, án þess að hræða og niðurlæga saklausa fólki. Þetta er meginatriði í málinu, fyrir mig að minnsta kosti. Ég hef ekkert á móti því að Útlendingastofnun í samræmi við lögreglunni skoða og rannsaka hver er hér undir fölskum forsendum og hver ekki. Það sem ég hef það óþægilega með er hvernig þetta húsleit var framkvæmd.
Paul Nikolov, 3.10.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.