22.9.2008 | 12:04
Skrítið
Það er sorglegt að heyra að ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir ASÍ telur eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. En veit einhvern hvað spurningin var, nákvæmlega? Er möguleiki að svarendur hélt að spurt voru hvort það er "eðlilegt" - eins og "algengt" - á vinnumarkaði að Íslendingar njóti betri kjara en fólk af erlendum uppruna? Ég spyr bara vegna þess að mér finnst það best að trúa að fólk er eðlilega gott. Vonandi er þessi spurning um misskilningi. En ef ekki, þá er það augljós að það er ennþá margt að gera á sviði upplýsingaflæði varðandi innflytjendur á Íslandi.
Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Athugasemdir
Ef útlendingarnir geta ekki sinnt vinnunni jafn vel og Íslendingar, t.d. vegna tjáskiptaerfiðleika, þá - já þá er eðlilegt að þeir hafi lægri laun. Ef þeir skila sinni vinnu jafn vel og Íslendingarnir er eðlilegt að þeir hafi sömu laun. Ef þeir skila henni betur en Íslendingarnir er eðlilegt að þeir séu betur launaðir.
Mér finnst t.d. ekkert sjálfsagt að afgreiðslumanneskja í verslun sem ekki getur svarað spurningum viðskiptavina vegna þess að hún talar ekki íslensku sé á sömu launum og einhver sem getur það.
Púkinn, 22.9.2008 kl. 12:11
Nei takk ekki meiri fjölmenningáróður í grunnskóla til að heilaþvo börn eins og er gert í svíþjóð
Alexander Kristófer Gústafsson, 22.9.2008 kl. 16:16
En ef útlendingurinn talar íslensku? Er hann þá í lagi?
Það er svo þreytandi við þröngsýna einmenningarsinna að það virðist vera alveg sama hvað nýbúar geri, þeir eru alltaf vondi kallinn. Ef þeir vinna, þá eru þeir að stela vinnunni. Ef þeir vinna ekki, þá eru þeir svo latir að þeir nenna ekki að vinna. Eina ástæðan fyrir því að fjölmenningarstefnan ætti ekki að virka, er taumlaus fyrirlitning venjulegs fólks á öðru venjulegu fólki.
Yfirþyrmandi meirihluti nýbúa sem innfæddra vilja bara ala upp börnin sín í friði og hafa engan áhuga á því að eyðileggja samfélagið eða gera neitt af sér. Það er ekki til of mikils ætlast í alþjóðavæddum heimi að fólk geti gert það án þess að þurfa að þola fyrirlitningu fyrir það eitt að vera til.
Alexander: Ég veit að það er hrokafullt að segja það, en ég dauðvorkenni þér fyrir að sjá ekki út fyrir íslenska menningu. Íslensk menning er steingeld og engu merkilegri en einhver önnur. Það eru einstaka gildi íslenskrar menningar sem eru góð, svosem friðarsinna og skítsæmilega lýðræðislegur hugsunarháttur (allavega í orði), en erlendar menningar hafa líka sína góðu hluti að gefa okkur, svosem virðingu fyrir þeim sem eru öðruvísi en við, svo ekki sé minnst á hvað það sé gaman að kynnast nýjum hlutum yfirhöfuð. En það er einmitt vandinn við þig, þú vilt ekki nýja hluti, þú vilt bara hanga í þínu eigin hlandi hér á klakanum eins og neitar að viðurkenna að hugsanlega, já bara hugsanlega, sé þessi übermenning þín ekki jafn fokking fullkomin og þú telur hana vera. Æji, fokkitt, skíttu í þig, Alexander, ég veit ekki hvers vegna ég sýni þér þá virðingu að svara þér málefnalega þannig að ég ætla að sleppa því.
Paul: Ekki láta þessa apaketti á þig fá. Þeir eru minnihlutinn, þeir eru bara háværir því þeir vita að þeir eru að deyja út, eins og pöddur að hausti.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:48
Helgi Hrafn: Ég þakka þér fyrir stuðningin þín. Ég kom hingað í dag einmitt til að benda Alexander á það sem flokksbróðir hans Magnús Þór hafði sagt í Fréttablaðinu í dag um málið. Held að það sé ekki á hverjum degi að ég sé sammála Magnús Þór um eitthvað.
Paul Nikolov, 24.9.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.