Breyttir lítið í málinu

Yfirlýingin sem hefur komið fram frá UTL varðandi málið hans Pauls Ramses breyttir mjög lítið í málinu.

Ramses fékk vegabréfsáritun í Ítalíu vegna þess að það er enginn beint flug frá Keníu til Íslands. Og það er ekki skrítið að hann myndi sækja um hæli hér á landi, þar sem hann á sérstök tengsl við landinu. Samkvæmt lögin, eins og UTL bendir sjálf á, "Þar kemur . . . fram að samkvæmt reglum Dyflinarsamningsins bera ítölsk yfirvöld ábyrgð á að fjalla um hælisumsókn mannsins. Bæði í íslenskum lögum og í þeim reglum sem gilda um samvinnu þeirra ríkja sem eru aðilar að Dyflinarsamstarfinu er heimilt að víkja frá þessum almennu reglum." Ég legg áherslu á heimilt - ekki skylt. Það er ekki óvenjulegt að taka tillits til kringumstæður mannsins sem sækir um hæli hér á landinu, og stjórnvöldin hefur valdin til að láta maður eins og Paul Ramses dvelja hér. Í raun er það í samræmi við 46. gr. Lög um útlendinga nr. 96/2002 þar sem stendur m.a.:

"Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landinu að nærtækast sé að hann sé að fái hér vernd."

Hér gilda ofangreind íslensk lög í þessum efnum, sem Útlendingastofnun ber að fara eftir í einu og öllu í sínum störfum, og í þessum lögum hefur nú þegar verið tekið tillit til Dyflinnarsamningsins, sem ekki er lög hérlendis, heldur staðfestur af Alþingi og birtur í C-deild Stjórnartíðinda.

Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum dómsmálaráðuneytisins og dómsmálarápherra ber ábyrgð á öllum ákvörðunum Útlendingastofnunar, enda þótt hægt sé að kæra þær til ráðherrans."

Ég á líka áhyggjur á því að Ítalíu hefur oft fengið ganrýni frá Sameinuðu þjóðarunum vegna þeirra meðferð með flóttamönnum, eins og þessi grein frá BBC fjallar um.

Málið hennar Rosemarys er annað mál, en ég vil líka benda á að samkvæmt alþjóðlegum lögum er réttindi til að halda fjölskyldan saman viðurkennt sem grunnmannréttindi í Evrópu, og að láta Rosemary vera hér væri í samræmi við þeim lögum. Paul Ramses hefur sótt um hæli hér á landinu, á sérstök tengsl við landinu, og stjórnvöld hafði og hafir ennþá fullan sjálfræði til að veita honum hæli hér á landinu samkvæmt okkar eigin lög.


mbl.is Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þessar afsakanir hjá Útlendingastofnun voru auðvitað dæmigert búrókratískt kjaftæði. Eins og þegar bent er á að stofnunin hafi verið í bréfaskiptum við Paul Ramses. Engin neitar því. Það sem var bent á var að lögreglan reif hann úr faðmi fjölskyldunnar og leifði honum ekki að tala við lögfræðing sinn. Allt annað er bara almennt þvaður.

Nokkrar staðreyndir eru óumdeildar. Paul flúði land, var með tengsl á Íslandi þar sem hann hafði áður verið hér sem skiptinemi. Hann komst ekki beint til Íslands, heldur varð að millilenda á Ítalíu og samkvæmt reglum Schengen að sækja um vegabréfsáritun þar. Paul er með engin tengsl við Ítalíu og því miklu ólíklegra að hann fái hæli þar. Lögreglan flutti Pau Ramses óviljugan úr landi, þrátt fyrir að þeim væri fullkunnugt um að Paul væri nýbakaður faðir og hefði sótt um hæli á Íslandi, ekki Ítalíu. Þeir sem taka þá ákvörðun að rífa Paul frá nýfæddu barni sínu og senda út í óvissuna bera fulla ábyrgð á því. Þeir vissu hvað þeir voru að gera. Samkvæmt lögum og reglugerðum var þeim fullkomlega heimilt að taka fyrir beiðni hans um pólitískt hæli (eins og Paul Nikolov bendir á) en ákveða að gera það ekki. Slík framkoma er auðvirðileg, skiptir engu máli hversu margar reglugerðir viðkomandi möppudýr og ráðherrar reyna að skilja sig bak við. Ég endurtek yfirlýsingu mína að ég mun berjast gegn því að Ísland nái kjöri í Öryggisráð SÞ verði þessi ósköp ekki leiðrétt af stórvöldum. Ríki sem kemur svona fram við fólk sem hefur búið hér í vel yfir ár samtals og rífur nýbakaðan föður frá ungabarni sínu á ekkert heima í Öryggisráði SÞ.

Guðmundur Auðunsson, 7.7.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband