6.2.2008 | 09:33
Til hamingju, Hillary Clinton
Ég svaf mjög illa í gær kvöldi, og vaknaði snemma til að skoða á CNN, að endurnýja siðurinn á 5 mínútufresti. Eins og sést á Clinton forskot á Obama varðandi kjörmenn, sem er ennþá mjög mjó, og Obama vann í nokkrum fleiri ríkjum en Clinton. Sjálfur styð ég Obama, í mestu leyti út af Íraksmálinu. Á meðan John McCain vill að bandarískur herinn sé í Írak þangað til við náum "sigri", og Clinton ætla að draga herinn frá Írak innan hennar kjörtímabil sem forseti (þ.e.a.s. 4 - 8 ára), hefur Obama hins vegar lofaði að draga herinn frá Írak innan 16 mannaði. Ég er líka mjög hlynntur af því hvernig hann stiga fram með ákveðin lausn fyrir hverjum ákveðin vandamál, í stað tómt mælskulist.
Hvað sem er er það söguleg tíð fyrir Bandaríkin, að maður af afrískum uppruna og kona eiga raunhæfa möguleiki á að vera næsti forseti Bandaríkjanna, og að flestir hægrimenn styðja maður eins og McCain. Framtíðin er björt - það væri erfitt fyrir það að vera dimmari.
Athugið: Mér finnst það mikilvægt að benda á þessi grein frá Bloomberg sem útskyra vel hvað það þýðir allt saman.
Clinton vann sæta sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 06:21 | Facebook
Athugasemdir
McCain er auðvitað hátíð miðað við klerkastjórnina sem nú er í Washington. En ég er hræddur við hann og Clinton. Held að þau væru vís til árása á ríki, eins og t.d. Íran, miklu frekar en Obama. Þess vegna vona ég að Obama vinni, þó að vissulega sé hann enginn vinstrimaður. Svona hægri krati í besta falli. En hann virðist allavega vera heiðarlegur og ekki hafa þörf fyrir að sanna hversu "macho" hann sé eins og Clinton virðist vera. Svo er ég líka einfaldlega raunsæissinni, tel að Obama hafi meiri möguleika á að vinna McCain. McCain er líka vís til að nota dúsur fyrir kristilegu fasistana í skiptum fyrir stuðning, m.a. með að skipa hæstaréttardómara sem Mussolini hefði verið stoltur af.
Guðmundur Auðunsson, 6.2.2008 kl. 11:55
Aldrei þessu vant finnst mér eini frambjóðandinn með vitrænan málflutning Repúblikani, með vilja til að hverfa frá helstefnu Bandarískra stjórnvalda, vill fletta ofan af glæpagenginu sem stal seðlabankanum þeirra og hefur verið óhræddur við að benda óupplýstum almenningi vestra á það fráleyta fyrirkomulag að seðlaprentun landsins sé í höndum gírugra bankaeigenda og hefur verið frá 1913....semsé einkarekið Seðlabankabatterí! Hann vill kalla alla hermenn heim frá Afghanistan og Írak strax í gær, hann gerir sér einnig grein fyrir því sem alltof fáir gera að " the war on drugs" gerir mun meiri skaða en gagn og að framboð á eiturlyfjum hefur aldrei verið meira þrátt fyrir gígantísk útgjöldin og mannfórnirnar á báða bóga og vill breyta þeirri blindstefnu.
Ég er að sjálfsögðu að tala um RON PAUL....frambjóðanda hins hugsandi mans í Bandaríkjunum....en hann á að sjálfsögðu ekki séns, málefni hans eru of skynsöm til þess og ganga gegn p,lönum elítunnar sem öllu ræður vestra, líka því hver verður forseti.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.2.2008 kl. 14:58
Georg, þó Ron Paul sé virðingarverður um margt þá er hann líka frjálshyggjumaður sem vill leggja af velferðarkerfið (þó varla sé hægt að nota það hugtak fyrir Bandaríkin) og láta fátæklingana éta það sem úti frýs (eða það sem góðgerðarsamtök í "miskunn" sinni gefa þeim).
Guðmundur Auðunsson, 6.2.2008 kl. 15:32
GO OBAMA !!!
Sema Erla Serdar, 6.2.2008 kl. 16:27
Til þess eru góðgerðarfélög að aðstoða þá sem eru virkilega fátækir og síðan myndi sparast svo gríðarleg útgjöld hjá þeim í hermálum(en einhverjir hergagnaframleiðendurnir yrðu að finna sé einhverja gagnlegri iðju) og eiturlyfjastríðinu...verra en gagnslausa, að það myndi ábyggilega minnka fátækt fljótlega þó að tæki sennilega meira en eina kynslóð til að lágmarka eiturlyfjanotkun eftir lögleiðingu...virkilega góður fyrirlestur HÉR um það mál.
Georg P Sveinbjörnsson, 7.2.2008 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.