23.1.2008 | 09:17
Þegar 97% segja nei
Einu sinni enn sannar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík það að stefnan þeirra sé að vera í valdi, óháð hvað okkar Reykjavíkurbúar vilja. Ég hef velt fyrir mér hvað rökin er á bak við þessu nýja meirihluti, og hef ekki heyrt neitt talað um ástæður fyrir því. Að minnsta kosti var síðasta meirihlutinn byggt á einhvern ástæða - þegar tveir flokkar lenda í ósættanlegum ágreiningum er það eðlilegt að samstarf þeirra sé slitinn. Og satt að segja voru meirihluti Reykjavíkinga frekar ánægð með þetta ákvörðun, samkvæmt skoðunarkönnun frá 11. janúar frá Vísi.
En í dag er það annað mál. Það er enginn rök á bak við þessi meirihluti nema valdþorsti. Og augljóslega eru langflestir í Reykjavík sammála: samkvæmt skoðunarkönnun frá Vísi sem birtast í Fréttablaðinu í dag styðja 70,2% ekki þessi meirihluti.
Það er einnig hjá rétt hjá ungum vinstri-grænum að þetta sé "vanvirðingu við lýðræðið að oddviti lista sem hlaut innan við 10% atkvæða borgarbúa í síðustu borgarstjórnarkosningum, njóti nú aðeins 3% stuðning samkvæmt nýlegri skoðanakönnun og ekki einu sinni stuðnings hjá eigin varamönnum sé orðinn borgarstjóri."
Hvernig er það lýðræði að þetta maður sé skipt í embætti sem borgarstjóri þrátt fyrir því að 90% Reykjavíkinga sagði nei við þetta valkosti í 2006, og 97% segja nei í dag? Er þetta Reykjavík, eða Pyongyang?
Ég vona það mjög að okkar Reykjavíkingur tala hátt og skýrt að það gengur ekki. Þess vegna hvet ég ykkur öll til að skrifa undir þessu undirskriftasöfnun, og hvetjið aðra til að gera það líka. Við skulum ekki láta lýðræði deyja á Íslandi.
Útilokar ekki samstarf við Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook
Athugasemdir
ég missti trúna á lýðræðið fyrir löngu, en lög í sambandi við hegðun stjórnmálamanna og flokka er eitthvað sem ætti að taka til gagngerrar endurskoðunar. Þetta er algjört ástand sem er okkur til skammar á alþjóðavísu...
halkatla, 23.1.2008 kl. 09:32
Voðalega eru menn fljótir að gleyma hvað gerðist. Björn Ingi notaði tylliástæðu til að slíta samstarfi og svo var reynt að bola Ólafi úr samstarfinu sem úr varð (læknisvottorðið).
Með þessu nær Ólafur fram sínum helstu baráttumálum og er ekki lengur í samstarfi með fólki sem vildi ekki hafa hann innanborðs. Ég get ekki séð að hann hafi gert rangt.
Það þýðir ekkert að vera voðalega hneykslaður þegar þinn flokkur stóð í sambærilegum aðgerðum fyrir 100+ dögum.
Ra (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:58
Ívar: Það er engin réttlæting að fyrst hinir gerðu það þá megi Sjallarnir gera það. Vinnubrögðin eru óásættanleg í báðum tilfellum og tilræði við lýðræðið. Hér er verið að slá tóninn fyrir því að hér muni ríkja frumskógarlögmál í stað lýðræðis.
Annars er skýringin í mínum huga einföld. Nú á að afhenda OR einkaaðilum af því að dómur er fallinn í máli Hitaveitu suðurnesja, sem leyfir það sem ekki var leeyft þegar REI gjörningurinn átti að ganga í gegnn. Paul þú kannsat kannski við Enron og siðgæðið í einkavæðingu orkunnar í US. Þetta er sama taflið og framhaldið verður á svipuðum nótum nema hvað auðlindirnar munu enda í klónum á erlendum ofurfyrirtækjum og bönkum.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 12:16
Kannski er þetta svipað annars. Kínverjar eiga sennilega eftir að eignast þetta að mestu í US. Gömlu erkifjendurnir og kommarnir. Nú vilja menn setja God inn fyrir we the people í stjórnarskránni þar og það verður endir USA.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 12:20
Það er nú samt sem áður að þegar fólk kýs ekki flokk þá er það ekki endilega að segja nei við honum, þeim leist bara betur á annan valkost, og það er ekki að segja nei. Þetta er að sjálfsögðu alveg jafn rangt og þegar fráfarandi meirihluti tók við, en Reykjavík er betur sett með þennan meirihluta, við fáum að minnsta kosti málefnaskrá strax. Fráfarandi meirihluti var ekki enn búinn að skýra okkur frá því hvað þau ætluðu að gera, og í mínum huga þá eru það svik við kjósendur að láta þá ekki vita hvað sé á stefnuskránni. Maður getur spurt sig hvort það hefði verið betra fyrir xD að bíða þangað til að fráfarandi meirihluti springi út af gífulegum málefnaágreiningu, og þá að bjóða einhverjum í dans, eða var kannski betra að taka við áður en allt fór í vitleysu. Maður spyr.
mbk
Óli
Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:00
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur hinna ríku. Þar sem flokkurinn réð hér í Reykjavík í um það bil 60 ár var komin hefð fyrir því að þeir sem greiddu digra sjóði til flokksins nutu ýmiskonar fyrirgreiðslu í staðinn. Þegar R listinn tók við völdum hér í Reykjavík 1994 breyttist þetta og sjallarnir gengu af göflunum!Hver man ekki hvernig allt var reynt til að koma R listanum frá Persónulegt skítkast Hannes með sínar löngu tölur um Ingibjörgu Sólrúnu. Endalaus viðtöl við hann á stöð 2. fyrir kosningarnar 1998. En fólkið var fljótt að sjá muninn Það var rekinn fjölskyldustefna í Reykjavík börnin komust á leikskóla án skilyrða. Og fólkið kaus sinn R lista. Þegar loksins kom veikleiki upp hjá R lista ruku sjallar til og sjá þeir náðu völdum Allt yrði eins og það var eða hvað? En Það er komið nýtt fólk sem lætur ekki bera á sig gull til að hanga með einhverjum forpokuðum valdapólitískum þó sjallar hangi fram að kosningum 2010 munu þeir bíða afhroð þá og hugsjónafólk á borð við Dag Svandísi og Margréti S tekur aftur við. Vonandi bera borgarbúar gæfu til að standa sem fastast við þau gildi sem innleidd voru í tíð R lista við viljum fólk með hugsjónir ekki forpokaða fyrirgreiðslupólitíkusa!
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 23.1.2008 kl. 15:30
þessi afturhaldsmeirihluti sem nú er að fara frá völdum var að mínu mati allt of lengi við völd. hversvegna féll hann jú vegna þess að hann snérist um að halda völdum en ekki málefni. Hann treysti sér ekki til þess að setja neitt á blað á þessum 100 dögum enda engin samstaða um nokkurn skapaðan hlut. Hver höndin upp á móti annarri og með borgarstjóra sem var ófær um að tjá sig á skiljanlegan hátt er ekki von á góðu. Ég verð að minnast á mannréttindar&jafnréttisnefnd, hvaða húmorista datt í hug að gera öfgafemínista þar að formanni og setja engan karlmann í þá nefnd.
Framtíðin í Reykjavík er björt, Sjálfstæðisflokkurinn er með formennsku í öllum nefndum og ég held og vona fyrir hönd Reykviínga þá klára þeir kjörtímabilið - það er bara svo að vona að Sjálfstæðisflokkuinn bæti aðeins við sig fylgi og fái 8 manninn næst í næstu borgarstjórnarkosninum.
Óðinn Þórisson, 23.1.2008 kl. 15:51
Ég vil byrja á því að taka það fram að ég hef efasemdir um viðburði síðustu daga í ráðhúsinu og set einkum spurningarmerki við dómgreind þá sem sýnd var með þessu.
Hitt er annað að lýðræði eða pólitískur styrkur ákvarðast auðvitað ekki frá degi til dags af skoðanakönnunum Vísis, né annarra eins og þú virðist ganga út frá í ofanverðri bloggfærslu, heldur í kosningum. Því er allur grundvöllur þessara raka þinnar og útreikninga ónýtur og færslan raunar einskis virði að mínu mati. Ennþá glórulausara er að nota niðurstöður skoðanakannana sem gerðar eru eftir atburðina með þeim hætti sem þú gerir. Ef þú ert talsmaður slíks lýðræðis býð ég ekki mikið í það. Þú mættir koma því á í Pyongyang fyrir mér, en ekki í Reykjavík eða á Íslandi. Menn hafa reyndar brosað að því hve Samfylkingin er gjörn á að hlaupa eftir skoðanakönnunum en það er aftur annað mál og ekki til eftirbreytni.
Menn eru í pólitík til að hafa áhrif og þú færð þau ekki í stjórnarandstöðu, því er það öllum kappsmál að komast í stjórn - nema ef vera skyldi VG, sem lögðu sérstaklega hart að sér í vor til að tryggja það að þeir kæmust ekki í stjórn, m.a. með allt að því siðlausum árásum á Framsók. Miðað við valdafælni VG mátt þú því mér að meinalausu kalla þetta valdagræðgi. Það yrði að teljast saklaust.
Það breytir hinsvegar ekki því að margt er það í þessum gjörningi sem orkar tvímælis á mig og ég óttast að verði þeim sem að standa ekki a til framdráttar.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:31
Það er með ólíkindum hvað menn hafa mikið gullfiskaminni, Það er fyrst nú sem vilji Reykvíkinga er virtur, Það var Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir sem unnu stóra kosningasigra í síðustu kosningum. Framsókn ,Vinstri grænir (grænafýlan) og Samfylkingin töpuðu allir. Þannig að nú er vilji kjósenda virtur. Fyrir þá sem ekki vita það ,þá gilda kosningar hér en ekki skoðanakannanir. Því miður fyrir Vinstri græna sem eru alltaf að græða í skoðanakönnunum en missa niður um sig í kosningum.
Ómar Sigurðsson, 23.1.2008 kl. 17:40
Nú er þetta málefnaleg umræða. Vildi aðeins að bæta við - ef 90% kjósendanna kusu þig ekki, við getum gert ráð fyrir því að þau teldu þig ekki hæfur starfs þess, eða ekki nóg hæfur að minnsta kosti. En það stendur ekki á kjörseðill, "Hann er góður, en bara ekki eins góður og þessi" þannig að það er tilgangslaust að velta fyrir okkar hve margir kjósendur teldu Ólafur M. bara ekki hæfur starfs þess, eða ekki eins hæfur og einhvern annan.
Ég trúi því varla að flestir Reykjavíkurbúar séu ánægðir með þessi meirihluti. Ég tel að hvort maður sé hægrisinnaður eða vinstrisinnaður er það augljós að, eins og Anna Karen sagði, "lög í sambandi við hegðun stjórnmálamanna og flokka er eitthvað sem ætti að taka til gagngerrar endurskoðunar".
Paul Nikolov, 23.1.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.