Ísland dýrast í heimi – hvernig breytumst við?

Samkvæmt nýjasta rannsókn Alþjóðabankans er Ísland dýrasta landið í heimi, sem kemur örugglega engum á óvart. Það er margt sem veldur því að við erum í þessari stöðu. Fákeppni á Íslandi skapar hátt verðlag, eins og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra bendir á, en til þess að koma í veg fyrir það þurfum við ekki nauðsynlega horfa til Evrópusambandsins. Við þurfum að líta á þrennt: að efla samkeppniseftirlit, að styrkja smáfyrirtækin, og að lækka tollur á vörur sem fluttur eru til landsins.

Verðsamsæri er ekki beint daglegt brauð á Íslandi, en það er ekki óséð heldur. Ólíumálin til dæmis hafa kostað neytendur milljónir. Samkeppni gengur aðeins þegar allir hlýða staðföstum reglum og besta leiðin til þess að tryggja það er að efla eftirlit í daglegum viðskiptum - leikurinn er aðeins jafn þegar dómari er að horfa á hann. Meiri styrkir þarft að renna til Samkeppniseftirlitsins. Það gæti sparað okkar öllum tugi milljóna, ef ekki meira.

Samkeppni rennur einnig saman með nýrri fyrirtækjum í landinu. Það er fullt af skapandi fólki á Íslandi með viðskiptahugmyndir sem gætu bætt vel við okkar samfélag. Ég vil gjarnan sjá sérstakan styrk afhent frá viðskiptaráðuneytinu til lítilla fyrirtækin á Íslandi sem eru að hefja starfsemi og hafa upp á eitthvað gott að bjóða. Stundum er munurinn á mikilli velgengi eða niðurbrots bara spurning um smá hjálp. Fleiri lítil fyrirtæki þyðir meira samkeppni, og líka fleiri störf fyrir okkar vaxandi land og þjóð.

Síðan en ekki síst er það nauðsynlegt að lækka tolla á vörur sem fluttur eru til landsins. Fleiri valkostir fyrir neytendur þýðir yfirleitt lægra verð. Við getum alltaf verið verndartollasinnar ef hætta er á að undirbóð vegna innfluttra vara gætu skaðað fyrirtæki á landi, og tollulækkun verður að vera framkvæmd með skynsemi.

Leiðin til betri kaupmáttur er nú þegar til, hér á Íslandi.

(Grein birtast í 24 stundum í dag) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sæll Paul. Það er rétt að verðlag er hátt á Íslandi. Þú nefnir þrennt til úrbóta. Tvennt af því, að styrkja smáfyrirtæki og efla samkeppniseftirlit hefur ekki þau áhrif að lækka verðlag. Rekstur smáfyrirtækja er ekki hagkvæmari en rekstur stærri fyrirtækja og því lækkar efling hans ekki verðlag. Samkeppniseftirlit tekur á lögbrotum, en ekki afleiðingum fákeppni og lögbrot eru sjaldnast ástæðan fyrir háu verðlagi. Þú nefnir svo lækkun tolla. Ég myndi breyta því í afnám tolla, en ekki síður afnám innflutningshafta. Ástæðan fyrir háu verðlagi hér er nefnilega fyrst og fremst innflutningshömlur á landbúnaðarvörum.

Það verður að fara mjög varlega í að taka mark á ráðherrum sem hlaupa fram með ásakanir á hendur fyrirtækjunum og herma upp á þau samráð. Það er bara gert til að reyna að kaupa sér vinsældir!

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og smá ábending til þín, Samhyggð. Þú segir á síðunni þinni:

"Ég berst fyrir betri heimi í nafni trúarinnar og vill að lífið verði öruggt fyrir okkur mannfólkinu fyrir illum öflum og vantrú."

Í þessari málsgrein eru tvær villur. Í fyrsta lagi segir maður "ég vil" en ekki "ég vill". Í öðru lagi er seinni parturinn óskiljanlegur: Hvað á að vera öruggt fyrir hverju?

Þú ættir því að fara varlega í að gagnrýna málfar annarra. Þótt Paul sé bandarískur skrifar hann betri texta en þú!

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Paul Nikolov

Takk fyrir það, Þorsteinn. Varðandi smáfyrirtæki - það sem ég átti við er að fleiri smáfyrirtæki auka samkeppni og þannig getur verðið lækkað. Og sem betur fer eru lögbrot sjaldnast ástæðan fyrir háu verðlagi. En þegar það gerast - í ólíumálinu til dæmis - kostar það okkar miljónir. Að afnám innflutningshafta er einnig góð hugmynd.

Paul Nikolov, 21.12.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband