Kristnifræði

Ég sjá að umræðan sem hófst yfir spurningar sem okkar Auður Lilja Erlingsdóttir spurt menntamálaráðherra hefur verið mjög líflegt. Sjálfur skil ég ekki af hverju sumir taka þetta nærri sér. Ég vil tala um málið frá mín eigin reynslu.

Ég er kristinn, og er skráð í Rétttrúnaðarkirkjunni. Ég tala ekki oft um trúna mínum, vegna þess að ég tel það persónulegt mál. En ég trú líka að trú á enginn erindi í skólanum. Ég fer ekki í kirkjunni til að læra um rumfræðinu, og tel það eðlilegt mál að við sendum ekki börnum okkar í skólanum til að fá heyra um guð. Sem kristinn tel ég að það sé mikilvægt að hafa það þannig - förum í skólanum til að læra, og förum í kirkjunni til að vera nálegt guð. 

Ég veit auðvitað hvað fólk sem skráð er í þjóðkirkjunni sé mikið. Þetta er stórmeirihluti. Ég skil líka að "það hefur langt verið þannig" að börn læra um kristnifræði í skólanum. Ég viðurkenna líka að ég kem frá landinu þar sem þrátt fyrir hvað lögin sé mjög skýrt varðandi hvar ríkið og kirkjan mega ráða reynir samt strangtrúaður fólki að koma sér til valds - þannig að ég á ofnæmi með hugmyndin að börn fá að heyra um guð í skólanum.

En ég skil alls ekki af hverju börn þurfa að læra um krisnitrú í skólanum, þegar kirkjan er til þess vegna. Væri það ekki skynsamlegri að láta foreldrar ræða hvort eða hvaða trú er kennt börnum þeirra? Ef það er bara spurning um siðfræði, af hverju þarf skilgreiningin að vera svo þröng? Það er svo margt sem fjallar undir siðfræði sem er ekki kristinn en er samt þess virði að læra.

Ég tel að það er bara tímaspurnsmál að kirkjan og ríkið skila við sér. Að börn læra um kristnifræði í skólanum er hluti af íslensku menningu, en menningin okkar er greinalega að breytast. Sjálfur skil ég ekki af hverju það á að vera svo sorglegt. Guð verður ennþá til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Alveg sammála þér -
auðvitað á að aðskilja trú og ríki.
Þar til það gerist,þá er Ekki trúfrelsi á íslandi

Halldór Sigurðsson, 30.11.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Paul og Halldór...ekki spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála.

Benedikt Halldórsson, 30.11.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Ekki skil ég af hverju því er haldið fram hér að ekki ríki trúfrelsi á Íslandi fyrr en aðskilnaður ríkis og kirkju sé genginn í garð, þe ef hann gerir það einhvertímann.  Það er öllum frjálst að segja sig úr þjóðkirkjunni hvernær sem hann vill og annaðhvort skrá sig í annað trúfélag nú eða ákveða að vera svokallaður trúleysingi.  Sem sagt það er val hvers og eins á hvað hann vill trúa á hverjum tíma.

Af hverju ætti að hætta með kristnifræði í grunnskólum?  Það hefur enn sem komið er enginn fært haldbær rök fyrir því önnur en þau að þetta sé séríslenskt fyrirbrigði og að þetta passi ekki - en eru það virkilega rök?

Ég er hinsvegar þeirrar skoðunnar að það eigi að stórefla lk kristnifræðikennslu í grunnskólum borgarinnar.  Fræða börnin um öll helstu trúarbrögð heims, enda er það marg sannað ef fólk er fordómafullt fyrst og fremst vegna þekkingarleysis.  Væri því ekki nær að gefa börnum kost á því að kynnast trúarbrögðunum og leyfa þeim að spyrja sig þeirrar spurninga hvar það vill vera?

En ég er líka sammála manni sem kallar sig "g" og skrifaði athugasemd við blogfærsluna "Hræsni Siðmenntar" hjá mér þar sem hann spyr af hverju fólk sem er trúleysingjar stofni ekki sinn eigin skóla?  En það er að vísu önnur spurning og efni í aðra athugasemd.

Óttarr Makuch, 1.12.2007 kl. 00:29

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Það er ekkert óeðlilegt við það að fræða fólk um trúarbrögð í skólum.  Slíkt er ekki trúboð.  Kennarar láta hins vegar stundum eigin skoðanir á málefninu fylgja með sem þeir ættu að láta ógert.  Kristin trú er stór hluti af sögu okkar og menningu og ekkert óeðlilegt við að fólk sé frætt um helstu kenningar hennar til þess að það skilji betur samhengi hlutanna hvað sögu og menningu varðar.  Við höfum til dæmis lögbundna frídaga sem tengjast kirkjuárinu og margir vita ekki hvernig þeir eru til komnir.  Sjálfsagt er að kenna um önnur trúarbrögð líka ef það þjónar einhverjum tilgangi, en þau snerta sögu okkar og menningu sáralítið og mættu þar af leiðandi alveg missa sín.  Um leið og fólk fer að líta á þessa kennslu sem trúboð er málefnið komið á villigötur.  Þá fara menn að setja fram allskonar fáránlegar kröfur þessu tengdar.

Helgi Viðar Hilmarsson, 1.12.2007 kl. 11:58

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kristin þjóð í þúsund ár á ekki að beygja sig fyrir afskiptasömum minnihlutahópum. Ég er rasandi á viðhorfum menntamálaráðherra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.12.2007 kl. 16:10

7 Smámynd: Paul Nikolov

Takk fyrir, öll sömul, en Heimir, það er líka kristinn fólk sem vilja sjá aðskilnaður ríkis og kirkju.

Ég tel það hlutverk kirkjunnar að kenna börnin um kristnitrú - foreldrar sem vilja að börnin þeirra læra um kristnitrú eiga ennþá frelsi til að gera það, með því að fara í messu. En það er staðreynd að mjög fáir fara í kirkjunna regulega, þannig að ég velti fyrir mér hvort þjóðkirkjan sé hrædd við því að fólk myndi hætta að fara í messu ef kristnitrú væri ekki kennt í skólanum? Það veit ég ekki. En það er enginn áhættu að kristnitrú verður útrýmt út af þessu.

Paul Nikolov, 1.12.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband