Spyrðu bara fólk í Hlíðunum

Samkvæmt tilkynningu frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar er sterkt samband milli fjölda bifreiða á negldum dekkjum og svifryksmengunar í borginni þar sem naglarnir spæna upp malbikið. Draga þarf úr hlutfalli nagladekkja til að fækka þeim dögum þar sem mengunin fer yfir heilsuverndarmörk.

Þetta minnar mig á þegar ég fór í fræðandi á fund Íbúasamtaka þriðja hverfis í mars, þar sem greint var frá nokkrum vandamálum með svifryk, umferðahættu, hávaðamengun og fleira sem íbuar í Hlíðunum, Holtunum og Norðurmýrinni þurfa að glíma við. Sérstaklega var áhugvert þegar Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtakanna, talaði um „umferðareyjar“ - að Hringbraut, Miklabraut, Kringlumyrabraut, Snorrabraut, Bústaðavegur, Laugavegur og Langahlíð séu eins og risavaxin fljót sem skipta hverfinu í fimm eyjar. Umferð er svo mikil um þessi svæði að íbúarnir - fullorðnir og börn - anda að sér gríðarlega miklu svifryki á hverjum einasta degi. Það er hættulegt fyrir börn til að heimsækja hvort annað með því að fara yfir götuna. Hávaðinn hjá Miklabraut er nánast 70 desibil.

Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þáttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg til að fræða fólk um aðra umferðavalkosti - það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó, af sjálfssögu. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum?

Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigandur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg - við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir.


mbl.is Fjórðungur á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Paul og til hamingju með það að vera kominn á þing.

Þetta er svolítil krísa sem við landsmenn erum í. Við viljum tryggja öryggi okkar í umferðinni og við viljum einnig draga úr svifryksmengun ekki satt? Hingað til hafa ekki komið dekk sem eru jafn örugg í umferðinni og nagladekk. Loftbólu,-sem og harðkornadekk (hvað þetta heitir nú allt saman) er í lagi á bílum sem eru fjórhjóladrifnir en ef að bíllinn er ekki fjórhjóladrifinn þá mundi ég kjósa naggladekkin. Mikið að bílum landsmanna eru á þjóðvegum landsins yfir vetrartíma og ef þú ert ekki á fjórhjóladrifnum bíl þá verðuru nánast að vera á naggladekkjum. Allavega mundi ég ekki hætta mér út á land án þess að vera á naggladekkjum því ég á ekki fjórhjóladrifinn bíl. Við viljum jú öryggi fyrir börnin og fjölskylduna eins og þú nefnir og þá á það líka við í umferðinni. Að sjálfsögðu væri best ef við gætum takmarkað notkun á bíl okkar, en hvað annað?

Kv. Andri Birgisson

Andri Birgisson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Johnny Bravo

Ég hef nú átt heima á þessu svæði nánast alla ævi og hef nú aldrei orðið var við neina svifryksmengun

En hitt er annað mál að nagladekk eru alveg óþarfi í rvk nema í des-feb og það er alveg hægt að komast hjá því að nota þau ef maður keyrir bara lítið og varlega þegar það er hált.

Þetta spænir allt of mikið upp göturnar og kostar reykjavíkurborg mikin pening á hverju ári og svo er það hávaðinn og bíl á nagladekkjum eyðir líka meira bensíni.

Johnny Bravo, 23.11.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Paul Nikolov

Takk fyrir þetta, Andri

Að fara út í sveit um vetrartíð og að keyra niður í bæinn er auðvitað ekki sama máli. Ég myndi aldrei keyra yfir hálku og ís á þjóðveggurinn án þess að vera með nagladekk til dæmis. En eins og ég sagði, við þurfum að takamarka nagladekkjanotkun í bæ, með því að bjóða raunhæfum valkosti, gera strætó ókeypis, lækkað hámarkshraðann og fleira. Það er því miður ekki ein lausn sem myndi bjarga okkar, heldur mörg lausnir sem getur gert okkar fjölskyldulíf í Reykjavík betri.

Paul Nikolov, 23.11.2007 kl. 13:45

4 Smámynd: Linda

Svo hefur líka sýnt sig að svifryk myndast vegna Malbiks, því mætti ætla að steypa vegakerfið eins og gerist víðsvegar um allan heim.

Linda, 23.11.2007 kl. 15:18

5 Smámynd: Ólafur Jónsson

Nagladekk eru ekki tilgangslaus þau eru einmit nauðsynleg, því þau eru einu dekkin sem virka á hálkubletti, það er bara þannig, margir vinir og kunningjar hafa brennt sig illa á þessari dellu með loftbóludekk og hvað þetta heitir, eina sem virkar á ís eru naglar.  

Ólafur Jónsson, 26.11.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Kári Harðarson

Allir voru á nöglum í gamla daga.  Kannski hefur hraðinn aukist og þess vegna spænist malbikið meira upp.  Það er ekki sama að keyra á 40-50 eða 90-100 þegar dekk og vegslit er annars vegar.

Hringbrautin var ekki hraðbraut þegar ég bjó í Hlíðunum, bara breið gata í borg.  Ekki vildi ég búa þar núna.

Kári Harðarson, 27.11.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband