21.11.2007 | 22:14
Yndislegur dagur
Vildi aðeins bæta einu við - ég er mjög ánægður með hvernig fólk frá öllum flokkunum hefur sýnt hugmyndinni á bak við þetta frumvarp mikinn stuðning. Það er alltaf yndislegur dagur þegar við getum unnið saman á þverpólitískt mál, sem þetta frumvarp er. En nú er það komið á ríkistjórnin til að koma þetta í gegn og loka þessu stigi. Ég ætla að fylgjast með.
Ég kem aftur inn um miðjan mars. Það verður vissulega nóg að gera þá. Þangað til þetta dagur ætla ég að leggja mig fram til að einbeita mér að innflytjendamál - og líka að læra að tala íslensku betur. Satt að segja fæ ég hroll að heyra hreimurinn á mér. En eins og við segjum, þetta reddast.
Paul Nikolov: Íslenskt stjórnkerfi aðgengilegra en það bandaríska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn!
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.11.2007 kl. 22:49
Takk, Bryndis.
Og takk líka, Shaitan. Það er ekki á hverjum degi að maður fæ ókeypis íslenskukennslu. Hvar varstu 8 ár síðan?
Paul Nikolov, 21.11.2007 kl. 22:51
Takk, Sigurður.
Paul Nikolov, 21.11.2007 kl. 22:52
...Paul minn, þú talar eins og pabbi...eftir 40 ár á Íslandi! "dont worry"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:36
Til hamingju með þennan áfanga Paul. Ég er mjög stolt af þér. Þú stendur þig vel.
Kær kveðja.
Maria Elvira Méndez Pinedo, 22.11.2007 kl. 00:33
Uss, Paul, hreimurinn er stórfínn og gefur þér sérstakann hlýlegann viskublæ. Ég hef búið í USA í 24 ár og ennþá spyrja kanar mig: "Where are you from, I hear an accent!" Fyrstu árin (eða eigum við að segja áratugi?) var ég að rembast við að losna við hreiminn, en svo bara lét ég þetta eiga sig. Svo þetta er fínt mál. Maður áttar sig á að mállýskupjúristar eru oft með leiðréttingarnar sem fyrirslátt gegn því að tala um það sem máli skiptir.
Það sem fólk verður sem sagt að ígrunda eru málefnin sem þú tekur fyrir og umfram allt ef þú ert heiðarlegur og talar beint út og talar máli fólksins. Slíkir pólitíkusar eru vandfundnir og trú fólks á stjórnmálamenn er að snarminnka vegna spillingar og eiginhagsmunapots.
Gangi þér vel!
Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson, 22.11.2007 kl. 00:42
"Íslenska er málið" - "ekki fyrir alla!"
Haltu áfram ótrauður. Þú hefur lent ærlega í íslensku tungulöggunni, sem er bara hluti af íslenskri xenópfóbíu og afdalahegðun frekar ósiðmenntaðrar þjóðar. Þeim sem eru að sletta í þig skítseyðinu líður svo illa vegna þess að þeir vita ekki hverra manna þú ert og þú ert útlendingur sem hefur þorað að skrifa um Ísland á gagnrýninn hátt. Það var nú kominn tími til þess. Enginn ástæða er til að hætta því eða að skjalla þessa þjóð meira en nauðsynlegt er.
Þú ert á Alþingi en ekki í háskólanum í íslenskunámi. Ég held barasta að greindarvísitalan á Alþingi hafi hækkað með setu þinni þar
M.s.
Jónas er líka ánægður með frammistöðu þína
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2007 kl. 07:15
Gangi þér vel.
Alva Ævarsdóttir.
alva (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:15
Takk, öllsömul. Þetta er mér mjög mikils virði.
Paul Nikolov, 22.11.2007 kl. 10:56
Til hamingju. Það vildi svo skemmtilega til að ég var að horfa á Alþingi í sjónvarpinu þegar þú komst með þinn frumflutning. Stóðst þig alveg prýðilega. Þú ert með mjög fína íslensku, þarft bara að temja þér aðeins að beygja orðin. Það kemur með æfingu og hjálp fólks að leiðrétta (svipað og Shaitan gerði).
Sigurður Jökulsson, 23.11.2007 kl. 01:25
Takk, Jón Kristófer og Sigurður. Ég er alltaf að læra.
Paul Nikolov, 23.11.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.