Ég spyr

Væri þetta frétt ef sagan var "Hópi Íslendinga sem starfar á Akureyri hefur verið meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Kaffi Akureyri vegna dónalegrar framkomu við kvenfólk, eins og eigandi staðarins orðar það."? Ég tel að allir sem hefur unnið í skemmtistöðum (ég vann um tíð á Fjörukráinni) vita vel að það er alltaf nokkra dauðadrukknir hálfvitar sem maður þarf að henta út af og til. Og ég skil alls ekki hvernig þjóðernis kemur við - sérstaklega þegar, eins og ég hef bent á mörg sinnum, samkvæmt tölur frá lögreglunni í Reykjavík hefur hegningarlagabrotum þar sem útlendingar eiga hlut að máli ekki fjölgað. Ég velti fyrir mér af hverju eigandinn leggja áherslu á þjóðernis hópsins.
mbl.is „Dónaleg framkoma ekki liðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi í guðanna bænum hættið þessum eilífu barnalegu samlíkingum. Hvað ef þetta væri íslendingur/íslendingar en ekki pólverji eða thailendingur eða víetnami eða bara hvað sem er? Afhverju er verið að nefna þjóðerni?

Staðreyndin var einfaldlega sú að þetta er hópur pólverja sem hefur verið til vandræða á þessum tiltekna stað og það lengi eins og kemur fram í fréttinni. Á að láta það ógert að birta fréttir ef fólk af erlendu bergi brotnu tengist þeim á einhvern hátt. Ef íslendingar eru til vandræða þá kemur það iðulega í fréttum þó það sé ekki tekið fram í fréttinni að þeir séu íslendingar. Enda nota bene þá búum við á íslandi þannig að þess á ekki að þurfa.

Ég velti því fyrir mér afhverju þú veltir því fyrir þér að menn skuli voga sér að nefna þjóðerni þessara manna? 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Paul Nikolov

Ég velti því fyrir mér afhverju þú veltir því fyrir þér að menn skuli voga sér að nefna þjóðerni þessara manna?

Einfaltlega af því þjóðerni kemur ekki við hvernig maður haga sér. Það er bara ekki frétt að það er til fávitar í skemmtistöðum.

Paul Nikolov, 14.11.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Paul Nikolov

Við erum ekki að tala um flókið mál hér, Arngrímur. Pólverjar eru eins mismunandi og Íslendingar. Þjóðernis hópsins kemur ekki við sögunni - eigandinn sjálfur sagði á sjónvarpinu að hann var aðeins að tala um eina hópur, ekki alla Pólverjum. Ef það er bara um þessi hópur að ræða, af hverju er það þá nauðsynlegt að minnast á þjóðerni þeirra?

Paul Nikolov, 14.11.2007 kl. 12:00

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er búið að blása þessa frétt algjörlega úr samhengi.  Þetta er engin frétt.  Það er búið að henda fullum og leiðinlegum Íslendingum út af skemmtistöðum (og út úr baðstofunum í gamla daga) frá upphafi Íslandsbyggðar og verður gert á meðan landið verður í byggð.

Það er hins vegar bara staðreynd að hvort sem það er "Englishman in New York", "aðkomumaður", "varnarliðsmaður", "Pólverji", "sígaunar" eða hvað þetta heitir allt saman þá er það tekið fram í fréttum um allan heim þegar eitthvað svona gerist.  Ef fréttin væri í Afríkuríki þá væri minnst á það að þessir menn væru hvítir og ef hún væri í Norður-Evrópu þá væri minnst á það að þeir væru svartir. 

Ef þú skerð þig úr þá ertu meira áberandi en ef þú skerð þig ekki úr.  Það er bara þannig. 

Mótorhjólasamtökin sniglarnir eru gott dæmi um hóp sem hefur verið mjög áberandi og oft á neikvæðan hátt.  Þeir hafa því lagt sig verulega fram um að breyta þeirri ímynd með því að flytja reglulega góðar fréttir af hópnum til að vega upp á móti slæmu fréttunum. 

Innflytjendur, hvort sem það eru Pólverjar eða annað gott fólk þurfa að fara sömu leið ef þeir ætla ekki að verða fórnarlömb svörtu sauðanna í þeirra hópi.

Til hamingju Paul með að vera kominn á þing!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.11.2007 kl. 12:11

5 identicon

Fyrirgefðu Paul! En þjóðernið hefur sitt hvað að segja þegar kemur að framferði manna og það snertir þessa frétt. Þetta voru einfaldlega pólverjar svo einfalt er það. Það er bara staðreynd málsins rétt eins og það að þeir voru búnir að vera þarna til vandræða og leiðinda lengi eins og sjá má af öðrum bloggum sem að tengjast þessari frétt. Það ætti kannski að taka upp þá ritvenju í fjölmiðlun að láta það ógert að minnast á þjóðerni, kynferði eða allt það sem hugsanlega getur tengst einhverjum hópi fólks eða manna. Það er bara ágætt að íslendingar heyri um og geti lesið hvað blessað fjölmenningar samfélagið er að bjóða okkur uppá. Er ekki ágætt að vankantarnir fylgji líka með eða eigum við bara að lesa um hvað allir útlendingar séu æðislegir og frábærir etc.

Lestu aðrar bloggfærslur sem að tengjast þessari frétt og gerðu þér grein fyrir að það er töluvert vægi í fréttinni að þarna voru pólverjar á ferð. 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:17

6 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Ég hef heyrt um íslenska einstaklinga sem hafi verið settir í bann á skemmtistöðum fyrir svipaða hegðun. Persónulega hef ég aldrei lent í svona framkomu af hálfu annarra en íslenskra karlmanna en það sem mér finnst gera þetta einstaka tilvik fréttnæmt er að hér er verið að setja hóp einstaklinga í bann en ekki einhvern einn einstakling eins og maður hefur áður heyrt um. Hvort þeir eru pólverjar eða ekki finnst mér ekki skipta máli en mér þykir til fyrirmyndar þegar skemmtistaðir taka sig til og setja einstaklinga, sem ítrekað sýna svona hegðun, í bann.

Rún Knútsdóttir, 14.11.2007 kl. 12:39

7 Smámynd: Ólafur Jónsson

Það má samt ekki bara draga upp rasista spjaldið í hvert sinn sem útlendingar lenda í einhverju. Ég er svo sem sammála því að ef gerð er frétt um hvert smáatriði sem fer aflaga hjá einstaklingum tiltekins þjóðernis geti ýtt undir neikvæða staðalímynd heils þjóðernis.

En ég verð að segja 20 manna hópur íslendinga sem yrði bannaður á bar vegna þvílíkra dólgsláta, ítrekaðra slagsmála og dónalegrar jafnvel refsiverðar hegðunar gagnvart konum yrði klárlega að frétt. 

Ólafur Jónsson, 14.11.2007 kl. 12:44

8 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

Sammála Ólafi, þetta hefði líka verið frétt ef þetta hefði verið 20 manna hópur íslendinga. Málið er bara að íslendingarnir eru settir í straff einn í einu, ekki 20 saman, þess vegna rata þeir ekki í fréttirnar.

Ég hef sjálf lent í þessum tiltekna hóp og það var ekki skemmtileg upplifun og er ég bara fegin að þeim hefur verið meinaður aðgangur að staðnum. Maður var farinn að fara alltaf út ef maður sá þá þarna inni, lagði ekki í það að fara þangað.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 14.11.2007 kl. 13:31

9 Smámynd: Svartinaggur

Ekki skil ég þessa skinhelgi og viðkvæmni þegar allar staðreyndir frétta koma fram. Ef þetta hefði verið hópur frá Reykjavík eða Selfossi, þá hefði verið sjálfsagt að taka fram í fréttinni að þetta hafi t.d. verið hópur Reykvíkinga sem hafi verið settur í bann. Þar fyrir utan er (eins og hér hefur verið bent á) það frétt þegar heill hópur er settur í bann vegna hegðunarvandamála, en ekki þegar ein eða tvær hræður eiga í hlut.

Íslendingar með erlendar rætur sem og útlendingar - hættið þessari ofurviðkvæmni þótt þjóðerni séu nefnd í fréttum sem hluti af staðreyndum hennar.

Svartinaggur, 14.11.2007 kl. 14:09

10 Smámynd: Svartinaggur

Paul Nikolov, 1.11.2007 kl. 18:03: "Fávitar eins og Halldór endurspegla ekki Ísland né Íslendingar."

Er það sæmandi alþingismanni að kalla teiknimyndahöfund FÁVITA fyrir það eitt að hafa sent frá sér skopmynd sem kann að teljast niðrandi í garð ákveðinna hópa?

(sett hér inn vegna tímatakmarka á athugasemdum við pistilinn "Teiknimynd í blaðinu 24 tímar í dag")

Svartinaggur, 14.11.2007 kl. 15:05

11 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Eva í Nornabúðinni hittir naglann á höfuðið.

"[...]  Ég er svona að velta því fyrir mér hvort sé þá ekki jafn eðlilegt að fjölmiðlar taki fram hvaða störfum meintir glæpahundar gegni, hverrar trúar þeir séu eða hvaða stjórnmálaflokk þeir kjósi.

Fyrirsagnir blaðanna gætu þá verið á þessa leið:

"Tveir kristnir byggingaverkamenn nauðguðu konu í húsasundi."
"Gagnkynhneigður Framsóknarmaður tekinn með fíkniefni á Keflavíkurflugvelli."
"Virkjanasinni dæmdur fyrir búðarhnupl."
"Áhugamaður um málefni öryrkja sinnti ekki stöðvunarskyldu."
"Samfylkingarkona sökuð um fjárdrátt."
"Þjóðkirkjumaður tekinn fyrir ofsaakstur."
"Pípulagningamaður kærður fyrir líkamsárás. Sagður hafa stutt Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum."

Setjum sem svo að í ljós kæmi að flestir fjárglæframenn þjóðarinnar væru gagnkynhneigðir, sjálfstæðismenn í stjórnunarstöðum, verðbréfaeigendur og skráðir í þjóðkirkjuna, væri þá ekki eðilegt að við fengjum að vita það svo við gætum forðast að treysta slíku fólki fyrir fjármunum þjóðarbúsins?"

Elías Halldór Ágústsson, 14.11.2007 kl. 15:12

12 Smámynd: Paul Nikolov

Er það sæmandi alþingismanni að kalla teiknimyndahöfund FÁVITA fyrir það eitt að hafa sent frá sér skopmynd sem kann að teljast niðrandi í garð ákveðinna hópa?

Það er rétt hjá þér að það var ekki mjög faglegt af mér að nota þetta orð, og ég hef dregið þetta athugasemd til baka.

Ég vil útskýra að auðvitað tel ég frétt að eigandi hefur beðið nokkra mánuði fyrir en hann tók ákvörðun til að banna hóp þekktur fyrir dónalegrar framkomu við kvenfólk. Það sem kemur ekki fréttir við er þjóðerni hópsins. Ég tel að það skiptir einfaldlega ekki máli. Elías bendir á frábærir samlíkingum sem skína ljós á þessu. 

Paul Nikolov, 14.11.2007 kl. 15:32

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Halldór er frábær teiknari og húmanisti og húmoristi. 

Varðandi pólverjana, þá er allt í lagi að nefna það þar sem þeir eru sennilega með lítið annað sameiginlegt annað en að vera pólverjar sem vinna á Íslandi! Og ekki eru þeir með "félag pólskumælandi vinnuþjarka" t.d.  Ég þekki það frá minni tíð í DK að íslendingar safnast líka saman á skemmtistöðum það og eru ekki barnanna bestir...

Pólverjar eru svo eins einstaklingsbundnir og allt mannkyn.  Sumir góðir við konurnar sínar og aðrir ekki.  En þeir verða að taka sér tak og láta ekki eins og svín. Það svertir alla þá fjölmörgu pólverja sem hér búa og er flott fólk! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:20

14 Smámynd: Paul Nikolov

Halldór er frábær teiknari og húmanisti og húmoristi.

Já hann er það yfirleitt, þess vegna var ég svo vonsvikinn að sjá þetta ljótt og vanhugsað teikning frá honum.

En þeir verða að taka sér tak og láta ekki eins og svín. Það svertir alla þá fjölmörgu pólverja sem hér búa og er flott fólk!

Ég tel að flestir Íslendingar vita nú þegar að Pólverjar eru eins mismunandi og Íslendingar eða annað þjóð. Við höfum séð mjög sterk viðbrögð á Mogganblogginu, sem gerir mig mjög stoltur að vera á Íslandi. Þannig að ég tel það tímaspurnsmál að svona fréttaflutning - þjóðerni greindi frá þegar það kemur ekki við sögunni - myndi breytast.

Paul Nikolov, 14.11.2007 kl. 18:35

15 Smámynd: ViceRoy

Íslendingar haga sér nú oft enn verr en margur Pólverjinn á skemmtistöðum. Þjóðernið skiptir ekki máli og þetta ýtir bara undir frekari fordóma á Pólverjum.

Anna kemur reyndar hér með mjög góðan punkt... Þetta er fréttnæmt engu að síður, og nokkrir svartir sauðir meðal t.d. Pólverja (sem eru jú stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi) geta dregið alla aðra Pólverja með sér niður. Þeir (svörtu sauðirnir) verða að haga sér auðvitað samkvæmt lögum og auðvitað mega þeir ekki vera sýna t.d. vanvirðingu gangvart einhverju í  landi sem ber virðingu fyrir tilteknum hlut, kyni eða þjóðerni (t.d. væri hópur Pólskra nýnasista (eða hverrar þjóðar sem er) fáránlegur hér (það í öðru landi)) 

Allir þeir Pólverjar sem ég þekki, hef þekkt nokkuð marga, eru hið besta fólk og vinnusamt.  Skil reyndar alveg vel að þeir geti misst sig í drykkjunni... býst ekki við öðru en íslendingar myndu drekka eins og sómafólk í öðru landi ef það drekkur eins og svín í sínu heimalandi.

ViceRoy, 14.11.2007 kl. 18:39

16 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Munurinn á dæmum Elíasar og þessu tilviki er að hér er um hóp 20 manna að ræða.

Eins og einhver sagði í öðrum þræði tengdum þessari frétt:  Ef allir 20 hefðu átt það sameiginlegt að vera verkfræðingar, þá hefði verið alveg eðlilegt að greina frá því að hópi 20 verkfræðinga hefði verið úthýst.

Kristján Magnús Arason, 14.11.2007 kl. 18:57

17 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Velkominn á Alþingi, Paul.

Á Akureyri hefur lengi tíðkast - og þótt fremur hallærislegt - að taka fram að "drukknir utanbæjarmenn" hafi verið á ferðinni með einhvern óskunda. Nýlega skrifaði fv. ritstjóri grein þar sem hann úthúðaði bæjarstjórnarmeirihlutanum að flestir í honum væru aðkomufólk sem hefðu ekkert vit á íþróttavellinum og öðrum skipulagsmálum. Þú kannast örugglega við þetta viðhorf frá því að þú bjóst hér.

Er það frétt að hér hafi verið á ferð Pólverjar? Ekki endilega - og vitaskuld ljóst að maður þarf að gæta sín að dæma ekki alla Pólverja, eða alla útlendinga, eða alla utanbæjarmenn, út frá því.

En hóprefsing gegn þjóðernishópi er frétt, alvarleg frétt.  Hóprefsing er alvarlegur hlutur Því ég bara trúi því ekki að þeir hafi allir, hver og einn, áreitt konur eða verið með annan óskunda - þótt hinir hafi kannski ekkert gert til að stöðva félaga sína. Ég var ekki þarna, ég veit ekki málsatvik. Líklegra er að eigandi skemmtistaðarins hafi ekki kunnað að gera greinarmun á Pólverjum. Og ég myndi ekki einu sinni vera viss um að þetta hafi allt verið Pólverjar.

Í sumar "hóprefsaði" bæjarstjórnin á Akureyri fólki á aldrinum 18-23 og mátti ekki tjalda hér um verslunarmannahelgina. Þá reis upp Birgir, skemmtistaðareigandinn sem ég gruna um að hafa hóprefsað Pólverjunum, og safnaði undirskriftum. Varð að vísu lítið ágengt.

Önnur hóprefsing umtöluð í fjölmiðlum er veiðibann á þingmann, en félagar hans einhverjir notuðu veiðarfæri sem mátti ekki veiða. Í hvorugu tilvikinu fá Pólverjarnir eða þingmaðurinn nokkurn "due process".

Í "den" þótti það hálfpartinn statustákn að vera settur í Sjallabann hér á Akureyri. Held ég hafi aldrei náð þeim status - en þykist muna að stundum hafi hóprefsingu verið beitt af því dyraverðirnir áttuðu sig ekki á því hver átti upptökin og fannst að Sjallabann

Fyrirgefðu rausið, Paul, en hafðu þökk fyrir að minna á þetta.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.11.2007 kl. 19:37

18 identicon

Þú vilt kannski taka það til umfjöllunar að mennirnir tveir sem voru teknir og úrskurðaðir í gæslugarðhald fyrir nauðgun eru frá Litháen sbr. Mbl.is.  Það hefði kannski verið betra að sleppa því eða hvað Paul. Má ekki láta fólk standa í þeirri trú að misyndismenn komi frá Litháen eða hvað.

Málið er bara kæri Paul þrátt fyrir að þú sért af erlendum uppruna þá þarftu ekki að vera að verja svona málstað. Það hafa margir ágætir útlendingar komið til íslands í gegnum tíðina og orðið góðir og gegnir samfélagsþegnar og lagt mikið til samfélagsins. En því miður er raunin sú að á undanförnum árum eftir þennan stóraukna innflutnin á erlendu vinnuafli og innflytjendum að allskonar ruslaralýður og óbermi koma til landsins. Á þeim ber að taka strax og hart. Zero tolerance eins og það myndi kallast í USA.

Ef að þú og aðrir ætlið að vera í einhverju forsvari fyrir einhverja vitleysu þá verður það bara til að auka útlendingahatur og vandamál samfara því. Gættu að því. 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:17

19 Smámynd: 365

Um að gera að nefna þjóðerni manna, vertinn á Akureyri minntist líka á í sama viðtali að hópur Íslendinga væri líka í banni, hver er munurinn?

365, 14.11.2007 kl. 20:34

20 Smámynd: Hilmar

Það er ekkert nýtt að fávitar séu á alþingi. Það þykir heldur ekkert tiltökumál að tilgreina þjóðerni þeirra.

Hilmar, 14.11.2007 kl. 21:18

21 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þjóðerni skiptir ekki máli varðandi nauðganir ---
Þeir sem fremja glæðin - íslendingar og/eða útlendingar fá yfiræeitt bara skilorðbundin dóm.-
Þrátt fyrir hvað lög segja hvaða dóm þeir eigi að fá .
Það útskýrir fáár kærur.

Halldór Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 23:16

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ekki eigandi staðarins sem er að leggja áherslu á þjóðerni hópsins sem var settur í bann. Það eru fjölmiðlarnir sem birta fréttina sem gera það. Fjölmiðlar leita að því sem er fréttnæmt í fréttinni. Sú staðreynd að þetta voru Pólverjar gerir fréttina bitastæða af því að það getur bent til kynþáttahyggju eigandans.

Ég held að þessi kráreigandi hafi ekki úthýst mönnunum vegna þess að þeir voru Pólverjar, heldur einfaldlega vegna þess að þeir sýndu kvenfólki fádæma dónaskap. Það kemur fram í fréttinni. Það eru fjölmiðlar sem lepja það upp að þeir eru pólskir.

Við getum að sjálfsögðu leyst svona vandamál með því að fara þá leið sem vinstri menn vilja oft fara, að hafa alla fjölmiðla í ríkiseigu, eins og var í Sovétríkjunum og er enn í hinu kommúníska Kína. Þá má ekkert segja nema það sem er stjórnarherrunum þóknanlegt. 

Theódór Norðkvist, 15.11.2007 kl. 01:27

23 Smámynd: Paul Nikolov

Jæja - bjóst ekki við svona lífleg og í mestu leyti málefnaleg umræðu hér! Ég er ánægður að fólk er ekki of feimið til að tjá sig til mín hér. Þannig virkar lyðræði vel.

Paul Nikolov, 15.11.2007 kl. 09:46

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Viðar hefurðu heyrt talað um EES-samninginn?

Theódór Norðkvist, 15.11.2007 kl. 17:49

25 Smámynd: Paul Nikolov

Ég var nefnilega á leið að minnast á það. Takk, Theódór.

Paul Nikolov, 15.11.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband