13.11.2007 | 09:52
Húsnæði
Það er kannski ekki mjög skýrt í greininni, en það er ekki ólöglegt að búa í gistiheimili. Sjálfur bjó ég í gistiheimili þegar ég kom fyrst til Íslands, og það getur verið góður tímabundinn kostur fyrir þá sem á enginn valkosti. En nei, það er enginn sem dreymir um það að flytja hingað og búa í hesthús. Ég velti fyrir mér hvað þau fá borgað í vinnustöðum, að þau eiga ekki efni til að búa í mannsæmandi húsnæði. Og stendur yfirmönnum sínum á verktakasvæðinu á sama þó nokkra þeirra verkamenn býr í vinnuskúrum? Ég veit að leigumarkaðinn sé slæmur, en samt, þegar fólk sem býr í kartöflukofa og gripahús er í flestum - ef ekki öllum - tilfellum innflytjendur, það bendir á stór mismun í laun á milli innflytjendur og Íslendingar. Eins og við vitum mjög vel, þegar atvinnurekendur reyna að blekkja erlent starfsfólk sitt með því að bjóða þeim lægri laun en íslenskir verkamenn myndi fá fyrir sama starfi, það skaðar landið allt.
Greinalega þurfum við að efla eftirlit á atvinnurekendum, en það bendir líka á hversu mikilvægt það er að við afhentum atvinnuleyfi til einstaklingum en ekki atvinnurekendum. En sem stendur eiga atvinnurekendur vald til að koma í veg fyrir því að erlent starfsmenn þeirra fá upplýsingar um atvinnuréttindi sín af því það er atvinnurekendur sem sækja um atvinnuleyfi, ekki innflytjendur. Atvinnurekendur kjósa hvort að upplýsa sitt erlent starfsfólk, eða ekki. Þetta fólk þarft að vera upplýst, og hægt er að gera það með því að afhenta atvinnuleyfi til einstaklingum - innflytjandi myndi koma beint til Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun og stéttarfélag hans, fyrst og fremst, og fá bæði atvinnuleyfi og það upplýsingar sem honum vantar.
Atvinnuleyfi afhent einstaklingum hjálpar líka til að gefa atvinnurekendum nauðsynlegt aðhald - þeir sem fara illa með starfsfólk sitt eiga þá á hættu að missa það, en hinir sem virða réttindi þess eiga auðveldara með að fá til sín gott starfsfólk. Þá tryggir þetta að enginn getur misst starf sitt vegna atvinnurekenda sem ætla að reyna að blekkja erlent starfsfólk, á kostnað íslenska starfsfólksins. Þar fyrir utan myndi þetta fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og þannig bæta efnahag þjóðarinnar.
Útlendingar búa alls staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla nú bara að óska þér til hamingju með nýja djobbið og gangi þér vel!
DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:23
Takk, DoktorE!
Sæl Ester. Ég skil það vel að margir útlendingar kjósa sér stundum ekkert spennandi húsnæði, t. d. eins og þú minnast á þegar þeir senda megnið af sínum launum til síns heima. En ég myndi frekar segja að í mestu leyti eiga þetta fólk ekki öðru valkosti - eins og það er hjá fátækum Íslendingum - og ég á mjög erfitt að trúa að einhvern myndi kjósa að búa í vinnuskúrum ef hann á efni til að lífa öðruvísi. Og ég er alla vega sammála þér að það eru líka til Íslendingar sem hafa það ekkert betra enn útlendingarnir. En það er mikilvægt að hafa í huga að samkvæmt lögin, að leita til félagsleg hjálp (t. d. að sækja um atvinnuleysisbætur) getur skaða það möguleiki að útlendingur megi fá ríkisborgarirétt. Þess vegna einbeina samþættingastefnun okkar á grunnmannréttindi, og ég tel að breyting sé þörf.Paul Nikolov, 13.11.2007 kl. 15:38
Vona að þú komir sem flestum ábendingum á framfæri og opnir umræðu á alþingi. Það veitir ekki af, gangi þér allt í haginn.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.11.2007 kl. 01:23
Til hamingju með starfið Paul! Frábært hjá þér, og "high five" fyrir íslenskuna.
Allavega finnst mér það bara mjög gott að það sé kominn talsmaður erlents fólks á þing (þó það sé bara í 2 vikur).
Held að við höfum gleymt í umræðunni, að það hefur komið mikið af góðu fólki hingað, og ákveðið að setjast hér að. En þetta óhefta flæði vinnuafls inn í landið, er að láta okkur finna til tevatnsins. En það er ekkert skrýtið að fólk, eins og frá Austur-Evrópu, fái víðáttubrjálæði þegar það kemur hingað. Þetta fólk hefur alist upp við höft og fátækt ,vegna kommúnistans, í nokkrar kynslóðir. Svo kemur það hingað.... allir virðast svo ríkir og hafa það svo gott. Þá hugsar þetta fólk "alltílagi að stela frá þessu ríka pakki, þau geta bara keypt sér nýtt".
En þetta með kennitölurnar... Hef mikið unnið með erlendu fólki í gegnum árin. En skilur þetta fólk hvernig lífið gengur fyrir sig hér á landi? Flest fólkið sem ég vann með var hvorki talandi á íslensku, né önnur Evrópumál og þurfti mikla hjálp við allt sem viðkom íslensku samfélagi. Við vinnuveitendur veittum alla þá aðstoð sem við gátum. Jafnvel hjálp við að fá lögregluaðstoð.
Held að frá minni reynslu, að þeir sem ekki geta tjáð sig með góðu móti hér á landi, ættu að vera undir umsjá vinnuveitanda. Sérstaklega ef um stuttan tíma er um að ræða. En aftur á móti þeir sem geta tjáð sig "á Evrópu tungumáli" eða ensku, mættu fá meira frjálsræði.
En þetta er bara mín skoðun.
Bestu kveðjur og velkominn inn í samfélagið.
Fishandchips, 14.11.2007 kl. 03:38
Góður pistill og þú hefur virkilega gott vald á íslenskunni ! Til hamingju með að vera kominn á þing og gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 08:21
Takk Anna og Jónína. Og takk fyrir innlagning, Fishandchips. Talandi um það sem er gleymt í umræðunni: ég var á síðdegis útvarpið í gær, að tala um hvernig fjölmiðlan fjallar um innflytjendur. Til dæmis þegar er sagt er frá þjóðernis mannsins sem grunnaður er um glæp. Ég tel að þjóðernis mannsins kemur ekki við sögunni, sérstaklega þegar við setjum það í annað samhengi - eins og Jón Gnarr bent réttlega á í FBL um tíð, okkar finnst það í lagi að lesa frétt þar sem stendur, "Gamla kona var rændur á Hverfisgötu í gær kvöldi. Maðurinn, sem var Pólverjur, var handtekinn stutt síðar" en hvað ef frétt var svona: "Gamla kona var rændur á Hverfisgötu í gær kvöldi. Maðurinn, sem var hommi, var handtekinn stutt síðar". Fólk myndi réttlega benda á að hver maður sofa hjá hefur ekkert að gera við glæpinn. Ég tel að það er líka satt varðandi þjóðernis, sérstaklega þegar við sjáum að samkvæmt tölur frá lögreglunni í Reykjavík hefur hegningarlagabrot þar sem útlendingar eiga hlut á málið ekki fjölgað, "þrátt fyrir" því að innflytjendur koma í þúsunda tali.
Það er rétt hjá þér að það er ekki nóg gert til að sjá til þess að fólk sem hingað kemur lærir líka um samfélag okkar. Ég myndi vilja sjá þetta sem hluti af íslenskukennslan (sem sjálf á að vera ókeypis, staðalbundinn, og fáanleg um landið allt).
Paul Nikolov, 14.11.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.