Ekki á mínum landi

Vil aðeins að segja að ég harma það líka mjög að Reykjavík sé með gerð að vettvangi fundarhalda stjórnenda vopnaframleiðenda, en það gerir mig samt glaður að sjá að þetta er reyndar þverpólitísk mál - mér sýnist að fólk frá bæði hægri- og vinstrimegina sé andvægt þessu. Við erum greinalega friðsöm þjóð og viljum ekki dauðiðnamenn hér á Íslandi. Ég ólst upp í ofbeldismenningu í Bandaríkjunum, og ein ástæðan fyrir því að ég kom til Íslands var til að forðast þess. Ég hvetji ykkur öll til að senda mjög skýrt skilaboð, bæði hérlendis og erlendis, að Íslendingar þola ekki þá sem græði af þjáningum öðrum. Ég vil það ekki hér, ekki á mínum landi. Vonandi vekur það athygli á staðreyndin að Ísland getur gert meira til að skapa frið í stað þess að sitja hjá, og segja ekki neitt.
mbl.is VG harmar ráðstefnu vopnasala hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að vera sammála þér Paul. Það að vopnasalar fái almennt að koma hingað. Og hvað þá funda um vopnasölu er skandall. Sérstaklega þegar kínverskir mótmælendur eru handteknir og mannréttindi þeirra brotin án nokkurar ástæðu þegar þeir komu hingað. Nú eða áhugamenn um klám voru líka úthýstir vegna þess að það var auðvitað ofbeldi, mannsal og vændi. En vopnasalar fá óhindrað leyfi til að funda hér... Hvar eru stjórnvöld? Ég óska hér með eftir að vopnasalar fái sömu meðferð og klámhundar og mótmælendur. Og að þeim verði vísað úr landi hið snarasta. Hótelin sem þeir eru á eiga að vísa þeim á dyr eins og vændiskonunni rússnensku sem kom hingað og við eigum þar með að sýna það að við mismunum ekki misindismönnum. Hvort það séu vopnasalar, klámsalar eða mótmælendur.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Ár & síð

Já, framleiðendur íhluta í jarðsprengjur eiga ekkert erindi hingað!
Matthías

Ár & síð, 2.11.2007 kl. 00:21

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Alveg sammála Paul!

Georg P Sveinbjörnsson, 7.11.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband