1.9.2007 | 14:08
Að byrgja brunninn
Í fyrsta lagi þarf að afhenda einstaklingum atvinnuleyfi, en ekki atvinnurekendum eins og nú er. Einstaklingurinn er þannig bundinn til að vinna aðeins á þennan stað, eða sækja aftur um ef hann vill vinna annars staðar. Svona umsóknarferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt fyrir umsækjendur. Eigum við ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk sitt eiga þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi þess ættu auðveldara með að fá til sín gott starfsfólk. Þar fyrir utan myndi þetta fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og þannig bæta efnahag þjóðarinnar.
Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum erlendra starfsmanna, t.d. með því að bjóða þeim lægri laun en Íslendingum í sömu störfum.
Í þriðja og síðasta lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel með því að loka fyrirtækjunum ef brotin eru mjög alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk. Þess vegna sagði ég í vor að það væri skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, en að fá þá hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor, og við heyrum nú árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum.
Þetta eru nokkrar hugmyndir um það hvernig hægt er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hvernig hægt er að koma í veg fyrir réttindabrot í stað þess að bíða þess að þau verði að fjölmiðlamáli.
Ögmundur Jónasson: Full ástæða til að athuga hvort réttindi sjúkrahússtarfsmanna séu virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Athugasemdir
Allir vinnuveiteindur vita um þessar reglur. Hitt vita þeir þó betur að brotum er ekki fylgt eftir með neinum refsingum.
Eftirlitsaðilar kalla öll brot á þessum reglum "vaxtarverki."
Svo skrifa þeir bréf og fara fram á að þessu verði kippt í lag.
Árni Gunnarsson, 1.9.2007 kl. 19:21
Takk fyrir það, öll sömull. Vil gjarnan að sjá fleiri að koma inn í þessi umræðu. Þannig getum við finna leið til að gera Ísland fyrirmyndaland í innflytjendamálum.
Paul Nikolov, 4.9.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.