En í skólanum . . .

6bj107a Ég vil benda á færslu sem Katrín Anna Guðmundsdóttir skrifaði um málið, sem hitta naglan á höfuðið:

Ekki þykir tiltökumál að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr á mánuði á einu bretti. Hækkunin er hér um bil mánaðarlaun kennara... eða kannski 3ja vikna laun þeirra. . . . Spurningin er samt sem áður af hverju ekki er hægt að hækka laun hinna hefðbundnu kvennastétta sem vinna óendanlega mikilvægt starf í samfélaginu? Kennarar þurftu að fara í langt og strangt verkfall til að fá ca 3000 kr launahækkun!

Það er alveg rétt hjá henni. Vissulega er seðlabankastjóri mikilvægt starf, en hvað með það að skapa framtíð Íslands? Skiptir það ekki máli? Hvað finnst okkur það dýrmætasta, í raun og veru? 





mbl.is Mánaðarlaun í 1,4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ætli það sé ekki vegna þess að þetta eru samtals um 1 milljón á mánuði fyrir þá alla eða eitthvað álíka.

Á meðan eru kennar fjölmenn stétt og mjög margir njóta eftirlauna sem kennarar. Hækkun launa kennara yrði því margfeldi við alla núverandi kennara, þá sem eru á eftirlaunum og mökum þeirra sem njóta eftirlaunanna.

Ekki það að ég sé á móti hærri launum handa kennurum. Þetta eru störf sem þurf að vera vel mönnuð og vel launuð. En til þess að ná í hæsta launaflokk kennara skiptir engu máli hversu góður viðkomandi er í að kenna. þó allir nemendurnir hans fengju meðal einkunn upp á 9,5 í samræmdu. Þá myndi lati kennarinn sem er búinn að hanga í starfinu 20 árum lengur alltaf fá hærri laun.

Fannar frá Rifi, 8.6.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Þetta er svona þegar að menn skammta sér beint eða óbeint eigin laun, sbr eftirlaunafrumvarpið. Magnað að formaður bankaráðs sem að lagði þetta til fái sjálfur laun sem miðast við seðlabankastjórlaun.

Pétur Henry Petersen, 8.6.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Einar Ólafsson

Það má segja að það sé minna mál að hækka laun fáeinna seðlabankastjóra umtalsvert en allra heilbrigðisstarfsmanna og kennara um smotterí. En frá sjónarmiði réttlætis er þetta fráleitt. En réttlætið er ekki til umræðu. Sagt er að það þurfi að keppa við fjármálafyrirtækin um starfsmenn, það þarf að borga undirmönnunum meira en milljón. Svona er þetta bara, er sagt. Og ekkert við því að gera. En fjármálafyrirtækin búa ekki til verðmæti, allavega ekki án vinnuframlags allra hinna, verkafólks, heilbrigðisstarfsfólks, kennara... En fjármagnið fer í gegnum þau, og því fleiri hringi sem það fer, því meira tekst þeim að ná til eigin ráðstöfunar. Í gamla daga kallaðist þetta brask - og arðrán. Og í þá daga börðust verkalýðshreyfingin og verkalýðsflokkarnir gegn þessu arðráni. Nú er hinsvegar horft með aðdáun á útrás fjármálamannanna. Orðið arðrán heyrist varla. Google gefur 969 niðurstöður fyrir arðrán en 96000 fyrir útrás.

Einar Ólafsson, 8.6.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vaxandi launamunur er farið að stríða mjög gegn réttlætiskennd flestra hér á landi. Þess vegna er sárgrætilegt að enginn virðist megna að gera neitt í því. Ég held reyndar að þjóðin hafi kosið það í burtu, en makkarar mökkuðu öðru vísi og engin von til þess að neitt breytist í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 02:01

5 Smámynd: Þarfagreinir

Fannar, fá Seðlabankastjórar ekki alltaf sömu laun óháð því hvernig efnahagur landsins er?

Ég skil ekki alveg þetta tal margra hægrimanna um árangurstengingu á launum kennara þegar slíkt er alls ekki normið á vinnumarkaðnum, nema helst auðvitað hjá sölumönnum og verðbréfabröskurum.

Þarfagreinir, 14.6.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband