Ágætis byrjun

4znzgjl Ég myndi líka skora á borgarstjórnina að sjá innflytjendastefnun VG varðandi skólamál, þar sem stendur meðal annars:

1) Brýnt er að skólar og skólayfirvöld setji sér fjölmenningarstefnu þar sem hlutverk og staða móðurmáls er sérstaklega skilgreind. Þá er brýnt að skilgreina með hvaða hætti komið verður til móts við móðurmálsmenntun jafnt utan sem innan skóla eftir aðstæðum hverju sinni.

2) Efla skal menntun kennara til að þeir hafi staðgóða þekkingu til að sinna fjölmenningarlegri kennslu.

3) Efla skal færni kennara til að kenna íslensku sem annað mál á öllum skólastigum og innan fullorðinsfræðslu.

4) Veita þarf fjármagni til námsefnisgerðar á öllum skólastigum.

5) Efla þarf rannsóknir á sviði tvítyngis og hlúa að þeirri þekkingu sem þegar er til staðar.

6) Efla skal úrræði til að greina sértækan námsvanda erlendra nemenda. Gera þarf greinarmun á mállegri stöðu nemanda og þekkingu á námsefni. Tryggja þarf að þeir fái sérkennslu eða njóti annarra úrræða til jafns við innfædda nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða.

7) Flétta skal fjölmenningarfræðslu, trúarbragðafræðslu, siðfræði og fræðslu um fordóma inn í kennslu á öllum skólastigum.

8) Tryggja þarf fjármagn til íslenskukennslu á öllum skólastigum.

mbl.is Stefnumótum í málefnum barna af erlendum uppruna samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband