4.6.2007 | 06:56
Til hvers þá?
Ég tel hvalveiðar ekki góð viðskipti - mjög fáir hafa áhuga á að kaupa "vörur" okkar, hérlendis og erlendis, og það gæti skaðað viðskipti annarra í kringum okkar. Reyndar er það alltof hægt:
Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata.
Þannig að mjög fáir kaupa hvalkjöt hérlendis, ekki einu sinni Japan á áhuga á að kaupa hvalkjöt okkar, og núna gætu tvöhundruð afbókanir (og ekki gleyma að ferðaþjónustan er eitt stærsta iðnaður landsins) eytt hagnaði af sölu hvalkjöts.
Til hvers þá? Bara af því?
Annað sem mér fannst athyglisvert, sem var í MBL:
Japanska tillagan var á hinn bóginn felld. 'Þeir voru að óska eftir kvóta fyrir strandhéruð í Japan þar sem hvalveiðar hafa verið stundaðar í aldaraðir,' segir Stefán [Ásmundsson, fulltrúi Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins]. Þessar veiðar væru að því leyti algjörlega sambærilegar við frumbyggjaveiðarnar í hinum löndunum fjórum. Hvalveiðar Japana teldust á hinn bóginn ekki vera svokallaðar sjálfsþurftarveiðar frumbyggja en á hinn bóginn yrði að líta til þess að ekki væri að öllu leyti um það að ræða í hinum löndunum heldur.
Það er greinalega enginn um "sjálfsþurftarveiðar" að ræða hérlendis heldur.
Eitt sem ég vildi líka benda ykkur á var athugasemd sem ég fekk varðandi Paul Watson, þar sem stendur m. a.:
Hugsaðu þér, það væri hægt að fæða svöngu börnin í Afríku með hvalkjöti. Hvaða rétt höfum ég og þú "ríkir" vesturlandabúar til þess að neita sveltandi fólki um mat? Ein meðal Hrefna gefur af sér nægilegt kjöt til þess að halda lífinu í 50 manna þorpi í mánuð. Afhverju ekki að gera hjartnæma bíómynd um það. "Save the starving children instead of fat Willie"
bara smá pæling fyrir okkur íslendinga og aðra til þess að hafa í huga.
Ég vildi gjarnan að vita hvað ykkur finnst um þetta hugmynd. Væri það ekki skynsamlegri að nota hluti af peningum sem við fengum í hraustlegum ferðaþjónustu okkar til að kaupa mat handa sveltandi fólki sem þarf ekki að vera í kælingu, frekar en að eyða peninga í "viðskiptum" sem skaðar efnahagslíf Íslands?
Í annað mál, ég á erfitt með að finna upp ný spurning vikunnar. Tillögur?
Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata.
Þannig að mjög fáir kaupa hvalkjöt hérlendis, ekki einu sinni Japan á áhuga á að kaupa hvalkjöt okkar, og núna gætu tvöhundruð afbókanir (og ekki gleyma að ferðaþjónustan er eitt stærsta iðnaður landsins) eytt hagnaði af sölu hvalkjöts.
Til hvers þá? Bara af því?
Annað sem mér fannst athyglisvert, sem var í MBL:
Japanska tillagan var á hinn bóginn felld. 'Þeir voru að óska eftir kvóta fyrir strandhéruð í Japan þar sem hvalveiðar hafa verið stundaðar í aldaraðir,' segir Stefán [Ásmundsson, fulltrúi Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins]. Þessar veiðar væru að því leyti algjörlega sambærilegar við frumbyggjaveiðarnar í hinum löndunum fjórum. Hvalveiðar Japana teldust á hinn bóginn ekki vera svokallaðar sjálfsþurftarveiðar frumbyggja en á hinn bóginn yrði að líta til þess að ekki væri að öllu leyti um það að ræða í hinum löndunum heldur.
Það er greinalega enginn um "sjálfsþurftarveiðar" að ræða hérlendis heldur.
Eitt sem ég vildi líka benda ykkur á var athugasemd sem ég fekk varðandi Paul Watson, þar sem stendur m. a.:
Hugsaðu þér, það væri hægt að fæða svöngu börnin í Afríku með hvalkjöti. Hvaða rétt höfum ég og þú "ríkir" vesturlandabúar til þess að neita sveltandi fólki um mat? Ein meðal Hrefna gefur af sér nægilegt kjöt til þess að halda lífinu í 50 manna þorpi í mánuð. Afhverju ekki að gera hjartnæma bíómynd um það. "Save the starving children instead of fat Willie"
bara smá pæling fyrir okkur íslendinga og aðra til þess að hafa í huga.
Ég vildi gjarnan að vita hvað ykkur finnst um þetta hugmynd. Væri það ekki skynsamlegri að nota hluti af peningum sem við fengum í hraustlegum ferðaþjónustu okkar til að kaupa mat handa sveltandi fólki sem þarf ekki að vera í kælingu, frekar en að eyða peninga í "viðskiptum" sem skaðar efnahagslíf Íslands?
Í annað mál, ég á erfitt með að finna upp ný spurning vikunnar. Tillögur?
Studdum alla hvalveiðikvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Facebook
Athugasemdir
Ferðamenn koma í auknumæli til landsins. Allar dómsdagsspár hafa runnið í sandinn. Alfriðunar stefna er líffræðilegt slys og það getur hvaða skólabarn greint frá. Taka verður úr öllum þrepum fæðu píramídans eða engu. En það er kannski málið að menn vilja friða allt.
Ferðaþjónustan er nú þegar ríkisstyrkt þar sem Íslenska ríkið styrkir ferðaþjónustu aðila ásamt því að borga fyrir auglýsingar utanlands. "og ekki gleyma að ferðaþjónustan er eitt stærsta iðnaður landsins" ef ferðaþjónustan er svona rosalega góð afhverju getur hún þá ekki staðið á ríkisstyrkja?
Fannar frá Rifi, 4.6.2007 kl. 11:30
Ferðaþjónustan er nú þegar ríkisstyrkt þar sem Íslenska ríkið styrkir ferðaþjónustu aðila ásamt því að borga fyrir auglýsingar utanlands. "og ekki gleyma að ferðaþjónustan er eitt stærsta iðnaður landsins" ef ferðaþjónustan er svona rosalega góð afhverju getur hún þá ekki staðið á ríkisstyrkja?
Ef ég man rétt er hvalveiðar líka ríkisstyrkt. Málið er að ferðaþjónusta skaðar ekki viðskipti annarra í kringum okkar.
Ef hvalkjöt er óseljanlegt, af hverju þá að hafa áhyggjur af þessu? Gerir ekki markaðslögmálið út um þetta (framboð / eftirspurn).
Sjálfur á ég ekki mikið áhyggjur á þessu. Ég tel það bara tímaspursmál hvenær við sleppum því.
Á Íslandsmiðum eru um 35.000 hrefnur, hvaða líffræðilegi skaði vinnst af því að veiða 35 til matar?
Ég var að tala um málið frá viðskiptalegum viðhorfi.
Paul Nikolov, 4.6.2007 kl. 20:26
Hvað er að því að vinna gegn heimskulegum hugmyndum fólks á erlendri grundu um að hvalir séu svo sæt og gáfuð dýr að ekki megi veiða þau? Hvalir hafa aldrei verið ofveiddir við Íslands og því er eðlilegt að veiða þá rétt eins og gert er við þorsk og ýsu. Vegna 20 ára hvalveiðibanns, útbreiðslu trúarofstækis (speciesism) og fordóma hafa markaðir fyrir hvalkjöt tapast. Hvað er að því að vinna þá aftur þó svo að það kosti peninga og ekki verði arður af hvalveiðum fyrst um sinn?
Það er óeðlilegt að friða dýrastofna á grundvelli fordóma og mér finnst viðhorf hvalverndunarsinna til hvala álíka gáfulegt viðhorf Hindúa til nautgripa. Við Íslendingar eigum að vinna að sjálfbærri og arðbærri nýtingu hvalastofna og ekki gefast upp þótt móti blási. Hvalveiðiþjóðir eiga ekki að láta kúga sig með fordómum og yfirgangi heldur standa saman og vinna gegn þessari hvalfriðunardellu, því þetta er réttlætismál.
Helgi Viðar Hilmarsson, 4.6.2007 kl. 21:59
Hvað er að því að vinna gegn heimskulegum hugmyndum fólks á erlendri grundu um að hvalir séu svo sæt og gáfuð dýr að ekki megi veiða þau?
Spyrðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þegar ég spurt þáverandi sjávarútvegsráðuneytinu í haust síðasta liðin hvað hefur verið gert til að breytta ímynd hvalveiðanna fyrir en ákvörðun var tekin að byrja allt það á ný, mér var sagt einfaldlega að það var ekkert gert. Og því miður er það mjög erfitt að sannfæra fólki að kaupa vörur sem þau vilja ekki.
Einnig vil ég benda á að þá sem eiga þetta "heimskuleg hugmynd" eru hérlendis líka.
Paul Nikolov, 5.6.2007 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.