Reykingar kvaddur

5zdee89 Ég játa að ég sé einn af þeim fyrrverandi reykingafólki sem þolir ekki reykingar. En þegar ég reykti var ég alltaf með meðvitund í að reykingar er ekki jafnréttismál, það er ekki viðskiptamál heldur - það er hreint heilbrigðismál. Reykur frá tóbaks er krabbameinsvaldandi efni, punktur. Það er kannski auðvelt að líta á sígarettur sem hluti af menning, eitthvað svo hverdags að bjór eða kaffi án sígaretta er næstum því óhugsandi, og að banna reykingar er einhvers konar "menningarfasísmi". En horfum á reykingar í samhengi með öðrum krabbameinsvaldandi efnum. Asbest, til dæmis.

Segjum að mér finnst það afar slappandi að vera heima hjá mér og taka asbest í nefið. Ég tek asbest í nefið með kaffinu í morgnana, með bjór um kvöldin, og allt það. Já, ég er fífl. En ég er fífl sem er aðeins að særa sjálfan sig. En hvað væri ég ef ég fór í út barinn, eða veitingahúsi, og henti asbestduft út um allt, þar sem fólk hefði ekki aðra valkosti en að anda þessi krabbameinsvaldandi efni, eða fara?

Annað dæmi: fólk sem þarf að vinna með krabbameinsvaldandi efnum - hvort það sé sesíum, asbest, vökvi sem er notaði í málmsmíði, og svo framvegis - er vernduð samkvæmt lögin. Hvað ef ég væri forstjóri fyrirtækisins þar sem vinnufólkið mitt var í hreint og stöðugt viðkoma með krabbameinsvaldandi efnum, og ég svaraði gagnrýni með því að segja að þetta fólk megi alltaf vinna annars staðar?

Þegar horft er á reykingar fyrir það sem það einfaldlega er, reykingabann er löngu tímabært.

mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig lýst þér þá á að nota rök þín áfram og banna bíla? Svifrik er krabbameinsvaldandi eins og svo margt annað, guð við skulum ekki fara út í hvað er krabbameinsvaldandi, þar er svo margt. Við gætum bannað heilu starfstéttirnar með öllu ef við gerðum það. En hey, hér er ein undarleg staðhæfing sem ég sá ekki fyrir svo löngu; "óbeinar reykinger eru ekki eins skaðlegar og áður var haldið". Þetta sögðu einhverjir vísindamenn sem tengdust ekki tóbaksfyrirtækjunum en ekki hefur heyrst neitt um það. Ég er sammála því að fólk sem kýs að reykja ekki eigi ekki að þurfa að fara á matsölustaði og borða í reykmekkiog ég er sammála að auðvitað eigi þetta sama fólk að geta farið og skemmt sér án þess að koma heim lyktandi eins og öskubakki. En framkvæmdina að banna reykingar allstaðar er of mikið. Gefið út leyfi og fylgist með. Hvar er sanngirnin í að atvinnurekendur geti hugsanlega misst stór viðskipti (17% í Skotlandi) og fólk missi vinnuna sína, fólk sem er kanski fullkomlega meðvitað um það að það vinni í sígarettureyk. Fólk sem mun kanski missa vinnuna sína og fara heim til sín til að sitja í sígarettureyk maka síns eða hvað annað. Frábært að við höfum ríkisvaldið til að hugsa fyrir okkur en þetta er mikið meira en bara heilsumál. Og ég hafna menningarpælingunni. Ég veit samt að ég sem reykingamaður sem fer oft með fartölvuna mína á kaffihús til að skrifa með kaffi og sígó mun ekki fara á kaffihús áfram til þess, ég hugsa að ég muni frekar hella uppá kaffi heima hjá mér og fá mér sígó meðan ég reyni að venjast að skrifa heima. Rútínan bretist hjá mannni og eitthvað þarf að fara. Ekki er kaffimenningin hér heima upp á svo marga fiska svo maður sér ekki mikið eftir henni. Verið sæl Kaffihús bæjarins, ég verð heima hjá mér þar til ríkisvaldið segir mér að ég megi það ekki heldur. En heyrðu það minnir mig á það, við verðum að banna kaffið, það er líka krabbameinsvaldandi. Og munnmök, þau eru víst enn meira krabbameinsvaldandi en reykingar. Gott fólk, aðeins trúboðinn leyfður hér eftir. kanski doggy ef þið verðið góð en ekki meira. Ég held að það sé mun einfaldara að leyfa fólki bara að ákveða sjálft hvað það gerir og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fólk kann væntanlega að lesa, veitingastaðir sem fá leifi til að hafa reykingar inni hjá sér skulu bera stór skilti við inngang sem gefur greinilega til kynna að þetta sé reykstaður. Svo eru aðrir ekki síðri staðir sem fá ekki leifi til að hafa reykingar og þá getur fólk tekið upplýstar ákvarðanir um það hvert það fer. Einfalt og væri áhugavert að sjá. Ég tek fram að ef ég fer með vinafólki mínu sem reykir ekki þá fer ég hiklaust með þeim á reyklaus kaffihús og skrepp út til að reykja í þau fáu skipti sem ég get ekki beðið þar til eftir kaffidrykkjuna. En ég vill einfaldlega geta farið og fengið mér kaffi og sígó, af hverju er mér bannað að gera það sem ég vill bara vegna þess að ríkisvaldið telur almenning og vitlausann til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og sama gildir um starfskfólk og eigiendur staðanna? Af hverju er borgin þá á sama tíma að skerða þjónustu strætó og þar með hvetja til meira einkabílahalds og meira krabbameinsvaldandi svifriks? Hver sagði að þau mætti velja eitt en ekki annað? En hvað um það allt, ég ber enga virðingu fyrir lýðheilsustöð og kemur þð reykingunum ekkert við en þetta ma´l var ekki til að auka vinsældir en áfram heldur krossferðin og útrýma skal reykingafólkinu. En við skulum sjá til þess að hjálpa ekki þeim sem vilja hjálpina, við skulum láta þeim líða eins og annars flokks þegnum. Eða betra, þriðja flokks þegnum og banna þeim hægt og rólega að vera hér og þar og reyna að segja þeim að hætta að reykja aftur og aftur af því það segja það allir að það hafi öfug áhryf. Þetta er ekki að virka, í hvert sinn sem ég heyri að það á að taka enn ein réttindin af mér vegna reykinganna minna þá hrapar löngun mín til að hætta að reykja og það er ekki bara hjá mér. Þetta segja læknar sjálfir að sé málið, þegar sótt er að reykingafólki vegna reykinga hefur það þveröfug áhryf. Ég er ekki að segja að það eigi að leyfa reykingar aftur út um allt en kom on, hvernig væri að hjálpa fólki bara að hætta að reykja í stað þess að láta manni alltaf lýða eins og holdsveikum. Árangurinn myndi örugglega vera betri.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Paul Nikolov

Veit ekki ef þú ert að gera grín eða hvað, en að hengja saman tóbak með bílum og munnmök er svolítið stretching it. Málið er sú að ef þú vilt að taka inn krabbameinsvaldandi efni, fínt, þú mátt það. En þá í kringum þig eiga það skilið að forðast þessi, og vinnufólk okkar á líka betra skilið en "finndu bara annað starf".

En ég er fullkomlega sammála þér að við þurfum að hjálpa fólk til að hætta. Sjálfur er hlyntur af hugmyndin um að selja Nicorette þar sem tóbak er til sölu. Ég nota Nicorette tungurótartöflur og mæla sérstaklega með þá - kostar tæp 1.000 kr. fyrir 30 styki, en hvert tafla á 2mg af níkotín. Þannig að það er líka ódýrari en tóbak.

Paul Nikolov, 31.5.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband