Framtíð Íslands

4kk4zms Maður getur ekki verið annað en stoltur að sjá krakkar sem eru ekki einu sinni komnir í menntaskólan taka þátt í samfélagsmálinu. Sérstaklega þegar það er um strætó að ræða. Eins og ég hef sagt, bílaumferð í Reykjavík er hræðilegt, sérstaklega þegar horft er á að 75% svifryks er af völdum umferðar, er síhækkandi, og flestir keyra bíl sinn innan eina kílometra. Við þurfum að gefa fólki raunhæfir valkosti - leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni, til dæmis, á meðan við takmörkum notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkum hámarkshraðann, og stýrum bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum. Og ég tel líka að krakkanir á góður punktur með því að halda fram að ef Strætó væri ódýrara þá mundi miklu fleiri ferðast með Strætó. Sjá til dæmis hvað gerðist á Akureyri:

"Það er ókeypis í strætó á Akureyri og hefur notkunin aukist um 60 prósent í kjölfarið."

En auðvitað kemur spurningin: hvaðan kemur peningan? Það er ein hugmynd sem ég fékk um daginn.

Það er eitt sem ég tók eftir hér á Íslandi að það er auglýsingapláss í loftinu á strætisvögnum - í Baltimore er loftið á strætisvögnum alltaf fullt af auglýsingum, en ég hef ekki séð svoleiðis hér. Ef auglýnsingapláss í loftinu á alla strætisvagnana væri til sölu, það myndi örruglega hjálpar mikið. Þá ef nokkra leiðir væri ókeypis myndu fleiri nýta sér þessar leiðir - og margir sölumenn gætir bendir á Akureyri sem dæmi um hversu sýnalegt svona auglýsingar væru. Þessar auglýsinar væru góð tekjulind fyrir fyrirtækið og gæti hjálpað til við að lækka kostnað.

Bara pæling. En kannski væri það góð hugmynd að spyrja krökkunum næst hvað við eigum að gera með kosningakerfinu . . .

mbl.is „Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er slæmt að þú skyldir ekki ná inn á þing.  Verður vonandi næst.  kv.  B

Baldur Kristjánsson, 25.5.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Þessi grein er frábær hjá krökkunum. Ég hef skrifað um þetta og eins fleiri hérna í bloggheiminum.

Kveðja, Hörður.

Hörður Jónasson, 26.5.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Stefán Þórsson

Varðandi auglýsingarnar í loftinu sem þú talaðir um, þá veit ég af því að í strætó sem gengur leið 24 er auglýsing í loftinu, annars hef ég ekki séð þær annars staðar...

Stefán Þórsson, 26.5.2007 kl. 10:25

4 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Það er gaman að sjá að framtakið hjá krökkunum vekur viðbrögð. Þar sem málið er mér skillt gat ég ekki stilt mig um að senda inn eina færslu sem þú hefðir e.t.v. áhuga á að skoða.

Kjartan Sæmundsson, 26.5.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband