Fyrsta verkefnið: Rústa heilbrigðiskerfinu

Ég fæ hroll að heyra nýorðinn heilbrigðisráðherran tala um "að nýta kosti" einkareksturs á sviði heilbrigðisþjónustu, af því ég er búinn að upplifa hvernig það er. Það gengur ekki að lofa bæði einkarekin heilbrigðisþjónustu og að allir geti notið þjónustunnar óháð efnahag. Það virkar bara ekki þannig, sem ég get sagt ykkur frá mín eigin reynslu í Bandaríkjanum, og líka frá nokkrum rannsoknum sem bendir á að það væri lang betra hugmynd að vinna á því að laga okkar heilbrigðiskerfinu frekar en blanda einkarekinni í því.

Það er satt að Bandaríkin bjóða upp á glæsilega heilbrigðisþjónustu - þjónusta sem blanda almenningaheilbrigðisþjónusta og einkarekin heilbrigðisþjónustu saman - en aðeins þá sem eiga efni á því fá það besta þjónusta. Árið 2005 voru tæp 46 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga - eða tæp 15% landsmanna - af því að stór hluti af heilbrigðikerfi Bandaríkjanna er á höndum einkafyrirtækja. Þeir sem geta borgað fá góða þjónustu, en hinir sem geta það ekki sitja í súpunni.

Fólkið sem ekki getur borgað fyrir heilbrigðistryggingu sleppur ekki létt ef eitthvað kemur upp á. Ef maður veikist eða lendur í slysi er alls ekki skýrt hvort og hvað heilbrigðistryggingin nær utan um. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónusta fólks fyrst og fremst viðskipti og þau reyni sitt besta til að heilbrigðisfyrirtækin borgi sem allra minnst og láta svo neytandann borga afganginn. Og ef maður er svo heppinn að tryggingingarnar borgi einhver hluta, þá hækka fyrirtækin mánuðargjöldin í staðinn. Þannig er fólki refsað fyrir að biðja um hjálp sem það hefur nú þegar búið að borga fyrir.

En hvað með að blanda einkarekinni heilbrigðisþjónustu við opinberu velferðaþjónustuna okkar? Augljóst er að það myndi draga peninga, mannafl og þjónusta frá opinberu heilbrigðisþjónustuna, og þannig breikka bilið á milli þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst.

En þið þurfið ekki trúa mér - sjáið bara nýasta skyrslan frá Health Care Finance News sem bendir á meðal annars:

An update to an ongoing study of nations' performances in several areas of healthcare released Tuesday again has ranked the United States dead last among Australia, New Zealand, Germany, the United Kingdom and Canada. . . While all of the nations involved in the report could improve their healthcare systems, the report said, the other nations spend considerably less than the United States on healthcare per capita and as a percent of their gross domestic products. . . Additionally, more than two-fifths of lower-income Americans reportedly avoided needed care in the past year because of financial concerns.

Þannig virkar einkarekin heilbrigðisþjónustu.

Meira að segja vilja flestir Bandaríkjamenn ekki einkarekin heilbrigðisþjónustu heldur. Skoðanakönnun frá því í febrúar bendir til þess að 64% Bandaríkjamanna telja að ríkisstjórn eigi að bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. 55% finnst það vera fyrsta forgangsverkefni bandaríska löggjafarþingsins og 59% sögðust vera tilbúin að borga hærri skatta ef það tryggði aðgang að almennri heilbrigðisþjónustu.

Það sem Guðlaugur Þór er að lofa - bæði einkarekin heilbrigðisþjónustu og að allir geti notið þjónustunnar óháð efnahag - er bara ekki hægt. Við fengum annað hvort / eða, en aldrei bæði.

mbl.is Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Svo mikið rétt. Ég vona bara að S og D saman eru ekki það versta sem almeningur getur fengið.

Andrés.si, 23.5.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Paul,

Ameríska heilbrigðiskerfið er ekki fyrirmynd sjálfstæðismanna í heilbrigðismálum.  Einkarekstur er víða í íslenska heilbrigðiskerfinu s. s. hjá tannlæknum og sérfræðilæknum.  Sjúkrahúsin og heilsugæslan
er hinsvegar ríkisrekin.  Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að heilsugæslan verði einkarekin í framtíðinni, það myndi bara bæta þjónustuna.  Hæpið er hins vegar að einkarekin sjúkrahús myndu ganga á Íslandi.

Helgi Viðar Hilmarsson, 25.5.2007 kl. 08:14

3 Smámynd: Paul Nikolov

Takk fyrir þetta Helgi. Gott að vita að Bandaríkin er ekki fyrirmynd sjálfstæðismanna í heilbrigðismálum, en mín reynslan er sú - og staðreyndir benda á - að heilbrigðiskerfi sem blanda saman ríkisrekstur og einkarekstur draga peninga, mannafl og þjónusta frá opinberu heilbrigðisþjónustuna, og þannig breikka bilið á milli þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst. Það skiptir ekki máli hvort slíkt er gert í Bandaríkjanum eða á Íslandi. Það er bara ekki hægt að breiða út einkarekstur innan heilbrigðiskerfinu til "að bæta þjónustuna" og lofa að allir geti notið þjónustunnar óháð efnahag.

Paul Nikolov, 25.5.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband