Alveg rétt

Forysta flokksins verður að skilja skilaboð kjósenda og Framsóknarflokkurinn með lægsta fylgi í sinni 90 ára sögu getur fátt annað gert en að sleikja sárin í stjórnarandstöðu.

Svo segir Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra og miðstjórnarmaður í Framsóknarflokknum. Ég myndi bætta við að flokkur sem fékk ekki einu sinni formaðurinn kjörinn verður líka að skilja þetta skilaboð.

En hvað nú? Ég tel að ríkistjórnin á að endurspegla rödd landsins, og í því efni er mikilvægt að hafa í huga að enginn hefur bætt við sig eins mikið og Vinstri Grænn. Flokkurinn hefur næstum því tvöfaldað sig, á meðan Frjálslyndir halda sínu stuðning, Samfylking dalar smá, og Framsókn er að deyja út.

Fram hefur líka kom raddir frá hægri megin sem benda á nokkur. Hann Hjörtur J. Guðmundsson á athyglisvert pæling, þar sem hann segir á meðal annars:

Reynist ekki áhugi á áframhaldandi stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn hjá forystu Sjálfstæðisflokksins legg ég til að reynt verði að semja við vinstri-græna. Það er klárlega talsvert sem ber á milli okkar sjálfstæðismanna og þeirra í ófáum málum en þeir hafa þó þann ótvíræða kost fram yfir Samfylkinguna að maður veit miklu betur hvar maður hefur þá. Það er mikilvægt í stjórnarsamstarfi.

Kjósendur eru búnir að tjá sig um málinu. Ég vona bara að rétt ákvörðunin verður tekin.

mbl.is Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Helgi Hannesson

Sæll nafni. Við benda þér á blogg mitt um hugsanlega samvinnu VG og Sjálfstæðisflokks. sjá http://pallheha.blog.is/blog/pallheha/ Þar segir m.a.:

Hin banvæna freisting VG

Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ber hins vegar dauðann í för með sér fyrir Vinstri græn og má aldrei verða! Fyrir það fyrsta er Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu og verður ekki hnikað í neinu af þeim málum sem flokkurinn vill ná fram. Samningar við Sjálfstæðisflokk munu þýða að VG verður að slá af í öllum helstu málum sem flokkurinn hefur barist fyrir og kjósendur hans hafa veitt honum stuðning til að koma í framkvæmd. Hvernig ætlar VG t.d. að díla við Sjálfstæðismenn um Vatnalögin? Mun VG láta þau renna í gegn? Hvað með einkavæðingaráform í mennta- og heilbrigðismálum? Á að slá af andstöðu við þau? Hvað með RÚV? Hvað með utanríkismálin? Hvað með stóriðjustefnuna? Hvað með kvennabaráttuna?Niðurstaðan af slíku samningamakki mun verða að VG mun tapa ærunni, trúverðugleika sínum og það sem alvarlegast er, færa öll viðmið í íslenskri pólitík til hægri. Ef að VG slær af í umhverfismálum, einkavæðingarmálum eða utanríkismálum þá er það óafturkræfur skaði. Þá þýðir ekki fyrir VG að koma til kosninga eftir fjögur ár og telja kjósendum trú um að þeir séu útvörðurinn fyrir samfélagsgildum, umhverfisvernd og jafnrétti. Þeir munu hafa fært Samfylkingunni þann heiðurssess og með munu fylgja  meirihlutinn af núverandi kjósendum Vinstri grænna.

Páll Helgi Hannesson, 15.5.2007 kl. 16:36

2 Smámynd: Paul Nikolov

Já þú segir nokkurð. Ég tel samt að D og B ríkistjórn væri ólýðræðisleg. Við eigum líka miklu meira möguleiki að koma okkar málefni fram ef við værum í ríkistjórn. Fyrir mig er það ekki spurning um valdi heldur það sem kjósendur eru búnir að kjósa. En ég skil samt áhyggjur þínir. Við sjáum bara til.

Paul Nikolov, 15.5.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Paul Nikolov

Mín skoðun er sú að við vinstrimenn eigum að standa saman, mun meira sem að sameinar okkur en klýfur og ég vona að þú getir verið mér sammála um það.

Ég er sammála þér, já. Og ég held að í mestu leyti stöndum við vel saman. En er markmiðið ekki að gera það sem við getum til að koma okkar verkefni fram, og stöndum fyrir lýðræði? Af hverju þá ættum við að halda okkar úti? 

Segjum það að við eigum meira séns að koma okkar verkefni fram í ríkistjórn en í andstöðu. Af hverju skulum við koma í vegg fyrir því og láta ólýðræðisleg stjórn koma til valda? Ég tel að það væri miklu meiri vonbrigði fyrir okkar stuðningsfólki - og fyrir landið allt - til að leyfa eins veikur flokkur og Framsókn koma í ríkistjórnin og láta okkar verkefni bíða annað 4 ára í viðbót, en að reyna að vinna með Sjálfstæðismönnum.

En já, Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki mitt fyrsta val. Ég myndi frekar sjá ríkistjórn sem er VG og Samfylking. Og ég vona á að samtöðu verður sterkari framundan.

Það var synd og skömm að þú skyldir ekki komast á þing, hefði verið gaman að sjá hér algerlega nýja vinda sem hefðu fylgt viðhorfum þínum sem innflytjenda á Íslandi. En sólin mun rísa á morgun, ekki satt...

Ég fer hvergi. Ég ætli að gera eins mikið og hægt er til að sjá okkar innflytjendastefna koma fram - í nefnd, í samfélagi og já, líka í Alþingi. Sólin er nú þegar risin, og hún er björt. 

Paul Nikolov, 16.5.2007 kl. 00:43

4 identicon

VG þarf að taka mikilvæga ákvörðun á næstu dögum, ef þau hafa ekki þegar get það.

Vill þessi flokkur vera sitt þriðja kjörtímabil í stjórnarandstöðu? Það þýðir, á mannnamáli, að ekkert af málum og hugsjónum þessa flokks kemst til skila. Er ekki betra að koma einhverju til leiðar en engu?

VG þyrfti samt að slá verulega af kröfum sínum, einkum afturhaldsstefnu í efnahagsmálum og brengluðum skattaviðhorfum. Hagvöxtur er betri en jöfnuður, því hann stuðlar að velferð.

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:04

5 identicon

Kreppan í Argentínu virðist ekki stafa af of miklum hagvexti heldur óhóflegri lántöku, föstu gengi og frystingu bankareikninga. Þó svo að hagvöxtur hafi verið mikill á síðustu árum, þá náði hagkerfið sömu stærð og það var 1998 árið 2004. Hagvöxturinn hefur því verið neikvæður í einhvern tíma.

Skoðaðu Wikipedíu 

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:17

6 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Vitna í skrif mín frá því í dag:

Mér hefði þótt eðlilegast að flokkurinn sem fékk flesta þingmenn og flokkurinn sem bætti mest við sig byrjuðu að ræða saman. Ef þetta fólk tekur loforð sín um vinnu fyrir þjóðina með þjóðarhag í huga alvarlega á annað borð. 

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.5.2007 kl. 12:35

7 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Fyrst til hamingju með góðan árangur Paul. Varst alls ekkert langt frá því að ná kjöri! Hefði verið gaman að sjá innflytjenda kjörinn þingmann í fyrsta sinn. Þú munt allavega taka sæti sem varaþingmaður.

Varðandi stjórnarmyndunarviðræður, eins og ég segi í bloggi mínu þá tel ég fjarstæðu fyrir Framsóknarflokkinn að halda áfram núverandi stjórn, nema flokkurinn sé haldinn sjálfseyðingarhvöt. Ég segi bara eins og Steingrímur J, hvað þarf þjóðin oft að refsa Framsóknarflokknum í kosningum áður en þeir fatta það. Skynsamlegast væri fyrir Framsóknarflokkinn að verja minnihlutastjórn V og S falli, þannig gæti flokkurinn endurbyggt sig utan stjórnar en samt sýnt ábyrgð með því að stuðla að breytingum sem kjósendur augljóslega vildu.

Hvað er þá í stöðunni? Helst vildi ég að vinstriflokkarnir stæðu saman, teldi slíkt farsælast fyrir samfélagið. En Sjálfstæðisflokkurinn er ólíklegur til að fara í þriggja flokka stjórn. Þá er skárra að sjá DV stjórn en DS, því ég er hræddur um að hin síðarnefnda myndi leiða til þess að hægri armur Samfylkingarinnar næði yfirhöndinni og við gætum séð hreina hægristjórn sem gæti m.a.s. gengið svo langt að einkavæða Landsvirkjun. DV stjórn myndi hins vegar geta haft skýr markmið, sérstaklega í efnahagsmálum. Vissulega væri DV stjórn enginn ídeal kostur, en svona fóru nú kosningarnar einu sinni og landið þarf á að halda öflugri ríkisstjórn sem getur hreinsað upp eftir eyðslufyllerí síðustu ára.

Guðmundur Auðunsson, 16.5.2007 kl. 16:23

8 Smámynd: Paul Nikolov

Gott að sjá svona lífleg umræðu hér!

Andrés: Skil þig mjög vel. Málið er langt frá því að vera einfalt. Vona bara að rödd landsins heyrast, hvort við verðum í ríkistjórn eða ekki.

Gunnar Dofri: Takk fyrir komuna! Ég mæla ekki með að vitni í Wikipedia. Best er að skrolla niður á References, lesa greinanar sem þar stendur, og vitni í þær. Wikipedia-grein er ekki alltaf nákvæm af því að sumir Wikipedia rithöfundar tulka þær greinar sem þau vitni í úr References í mjög breiðan hátt.

Vilborg: Mjög góður punktur.

Guðmundur: Takk fyrir þetta - ég ætla sannarlega að vera sýnalegur og mikið í vinnuni með okkar mál. Og eins og ég sagði, ég vona bara að ríkistjórn landsins endurspegla rödd landsins, hvort VG kemst í valdi eða ekki.

Paul Nikolov, 17.5.2007 kl. 02:02

9 Smámynd: Paul Nikolov

ES: Búinn að laga nafnið, Gunnar Dofri.

Paul Nikolov, 17.5.2007 kl. 02:05

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með frábæran árangur í kosningunum Paul. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.5.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband