Þess vegna er þarft að útrýma launaleyndin

Þegar slíkt gerast í lögreglustarfi er það þá augljóst hvað launamisrétti kynjanna er orðinn breiður og djúpur. Og þess vegna er það sárnauðsynlegt að útrýma launaleyndin á Íslandi. Það er algjörlega óásættanleg að núna í 21. öld er það ennþá hægt fyrir sumum atvinnurekendum að fara með sinnum starfsfólki eins og árið er 1880.

Eins og okkar félagi Gestur Svavarson benti réttlega á:

"Launaleyndin er ekki aðeins gott vopn í höndum launagreiðenda til þess að geta stýrt launamun kynjanna, sem er ein af meinsemdum nútímans og eldri tíma, heldur er launaleyndin einnig til þess fallin að rjúfa samstöðu launafólks, kljúfa launþegahreyfingar og gera lýðræðislegri umræðu erfitt fyrir."

Nákvæmlega. Með því að útrýma launleyndin mun loksins öll spil verður á borðinu, og launamisrétti kynjanna verður hluti af fórtiðinni eins og það á að vera. Laun samkvæmt kjárasamning er ekki trúnaðarmál.
mbl.is Sýslumaður talinn hafa brotið jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afnám launaleyndar mun gera ómögulegt að umbuna starfskröftum fyrir meiri afköst, betur unnin störf og margt annað sem erfitt er að meta út frá t.d. menntun og starfsreynslu.  Það endar einfaldlega með því að fólk sér ekki hag í því að leggja sig fram við vinnuna vegna þess að letingjarnir sjá launin þín og heimta það sama. 
Svo virðist launaleynd ekki hafa breytt neinu í þessu dæmi. Svo virðist sem konan hafi vitað að hún væri með lægri laun og þess vegna kært.

Ra (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Paul Nikolov

"Svo virðist launaleynd ekki hafa breytt neinu í þessu dæmi. Svo virðist sem konan hafi vitað að hún væri með lægri laun og þess vegna kært."

Og sem betur fer, en að sumir eru krefjast að skrifa undir samning þar sem stendur að þau megi ekki segja frá launin sínum auka slíkt misrétti í vinnustöðum.

Paul Nikolov, 4.5.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Jón Lárusson

Hvað með jöfn laun milli tveggja karla? Launaleyndin virkar líka á þann veginn. Vinnuveitandi á að vera í frjálsvalt sett hvaða laun hann greiðir. Ég væri forvitinn að vita hvort allir karlmenn á sama vinnustað hafi sömu laun fyrir sömu vinnu. Kæmi mér ekki á óvart að það væri munur þar á líka. Það er einfaldlega þannig að ef ekki væri til launaleynd, þá væri fólk að fá lægri laun þar sem laun lélegasta starfsmannsins réði ferðinni. Það er kannski það sem VG vill, svo hægt sé að halda öllum á öreigabasis?

Jón Lárusson, 4.5.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínan pistil Paul. Þetta er einhver stór misskilningur hjá Ívari og Jóni. Launaleynd kemur einmitt í veg fyrir að hægt sé að bera saman launakjör og umbuna starfsfólki á réttlátan og opin hátt en ekki á tilviljanakenndan og á einhverjum vinaforsendum eða öðrum enn furðulegri. Þeir félagar hafa misst af umræðunni um þetta sem fór mjög hátt fyrir nokkrum vikum og síðan hefur litið heyrst í þeim atvinnurekendum sem enn vilja viðhalda launaleynd. Sem betur fer! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.5.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Ár & síð

Ívar segir: ,,Afnám launaleyndar mun gera ómögulegt að umbuna starfskröftum fyrir meiri afköst, betur unnin störf og margt annað sem erfitt er að meta út frá t.d. menntun og starfsreynslu. "
Ef sá sem kaupir vinnu og tíma fólks ber virðingu fyrir því þá sér hann að auðvitað ber honum að rökstyðja launamun. Afnám launaleyndar gerir þær kröfur til yfirmannsins að rökstyðja launamuninn fyrir starfsfólkinu og ef hann er klókur notar hann það sem þátt í jákvæðu hópefli starfsliðsins svo allir bæti sig og skili sínu besta. Grunur um að aðrir fái betur borgað fyrir sömu vinnu (eða jafnvel minni) skapar hins vegar óánægðan starfsmann. Afnám launaleyndar er þáttur í því að bæta starfsumhverfið í bæði stórum og smáum fyrirtækjum.

Ár & síð, 5.5.2007 kl. 12:22

6 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mer finnst gróf íhlutun að krefjast afnáms launaleyndar í öllum fyrirtækjum. Reyndar hlítur þetta bar að vera bull úr sósíalísk-feminískri hugmyndafræði. Hitt er annað að það á að vera hægt að rökstyðja launamun sé hann til staðar.

Starfsmenn eru einfaldlega mjög mis verðmætir og ekkert óeðlilegt að greiða laun í samræmi við það. En fyrirtæki ætti að hafa opna pólisíu um það hvað ráði ákvörðun launa. Það verður hryllilegur dragbítur á fyrirtæki að lögleyða einhvers konar "afnám launaleyndar" Hvaðan er eiginlega þessi delluhugmynd komin. Hlægilega útópiskt og vitlaust.

Guðmundur Pálsson, 5.5.2007 kl. 18:38

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það sjónarmið að starfskraftar séu misverðmætir er einmitt bull úr kapítalískri hugmyndafræði. Allir starfskraftar eru jafnverðmætir og eins og Sveinn Elías bendir á eru "letingjar" yfirleitt reknir. Afnám launaleyndar ýtir heldur ekki undir að launum sé haldið í lágmarki heldur einmitt að fólk sýni samstöðu og sé samstíga í að hækka laun þar sem allir hafa sömu hagsmuna að gæta og sömu upphæð til viðmiðunar. Hentar líka vinnuveitendum betur því þetta er taxtinn, take it or leave it. Paul, gaman að spjalla við þig í dag! 

Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 04:35

8 Smámynd: Paul Nikolov

Var líka gaman að hitta þig loksins, Laufey!

Paul Nikolov, 7.5.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband