3.5.2007 | 07:12
Innflytjendur og kvenfrelsi
Nýlega las ég frekar skrýtna grein eftir Óskar Þór Karlsson, þar sem stóð meðal annars að fjölmenningarsamfélög hefur hvergi gengið upp, heldur þvert á móti leitt til alvarlegra samfélagslegra vandamála og fordóma.
Þetta eru athyglisverð rök. Með sömu rökum má segja að það að hafa konur og karlmenn í sama samfélagi gangi heldur ekki upp - við þurfum að glíma við alvarleg samfélagsleg vandamál eins og kynbundið ofbeldi, launamisrétti milli kynjanna, og alls konar fordóma á báða bóga. Eigum við þá að draga þá ályktun að samfélag með báðum kynjum gangi ekki upp?
Auðvitað ekki. Við vitum vel að það er ekki út af því að konur og karlmenn eru öðruvis að vandamál koma upp, heldur út af misskilningum, vanþekkingu og fordómum. Að þessu leyti er margt sambærilegt með innflytjendamálum og jafnréttismálum.
Fyrir hundrað árum voru konur annars flokks í samfélaginu. Þær höfðu ekki sömu réttindi og karlmenn, áttu mjög erfitt með að fá menntun og störf við þeirra hæfi, og litið var á þær sem annaðhvort gæludýr eða vinnuafl á heimilinu, en ekki manneskjur með sömu drauma og þarfir og karlmenn.
Margt hefur breyst síðan þá, þó enn sé mikil vinna framundan. En hvernig tókst okkur að breyta því? Þrennt skiptir mestu máli: fræðsla, umræða og lagasetning. Konur og framsýnir karlmenn byrjuðu fyrst að fræða karlmenn um að þær væru alveg jafn hæfir og karlmenn á flestum sviðum og oft mun hæfari. Þá hófst umræða og samræða milli kvenna og karla um þeirra málefni. Smátt og smátt urðu bæði karlmenn og konur meðvitaðar um staðreyndir málsins, og þá voru sett lög sem endurspeglaði vilja þjóðarinnar. Þannig var hægt að minnka alvarleg samfélagsleg vandamál og fordóma á milli kvenna og karla. Við ættum að beita sömu meðferðum til að koma jafnrétti milli innflytjenda og innfæddra.
Innflytjendur og innfæddir eiga að hafa mörg tækifæri til að ræða saman - í skólanum, í vinnuni, og annars staðar í okkar daglega lífi. Þannig geta innflytjendur lært meira um íslenskt samfélag, og þá geta Íslendingar líka lært meira um þá sem hingað koma. Það þarf að gerast í leikskólum, grunnskólum, menntaskólum, háskólum og í vinnunni. Þá tekst okkur að eyða fordómum og skapa mikilvæga umræðu.
Við þurfum líka lagasetningu sem endurspeglar það sem við höfum lært: að það þarf fræðslu en ekki hræðslu til að koma í veg fyrir að samfélagsleg vandamál verði til og að allir eiga að fá sömu tækifæri í samfélaginu, óháð því hvað við fæddumst.
Við vitum vel að fjölmenning er ekki rót vandamálsins frekar en tvö kyn í sama land er rót allra vandamála í jafnréttismálunum. Innflytjendastefna Vinstri-grænna grundvallast á trúnni á jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Það mun auka umræðuna og fræðsluna á milli innflytjenda og Íslendinga í skólum og í vinnunni, tryggja góða kjör allra landsmanna, eyða fordómum og auka samþættingu. En við þurfum ekki biða í hundrað ár eftir breytingar - innflytjendastefnan okkar gerir okkur kleift að ná því markmiði strax í dag.
Þetta eru athyglisverð rök. Með sömu rökum má segja að það að hafa konur og karlmenn í sama samfélagi gangi heldur ekki upp - við þurfum að glíma við alvarleg samfélagsleg vandamál eins og kynbundið ofbeldi, launamisrétti milli kynjanna, og alls konar fordóma á báða bóga. Eigum við þá að draga þá ályktun að samfélag með báðum kynjum gangi ekki upp?
Auðvitað ekki. Við vitum vel að það er ekki út af því að konur og karlmenn eru öðruvis að vandamál koma upp, heldur út af misskilningum, vanþekkingu og fordómum. Að þessu leyti er margt sambærilegt með innflytjendamálum og jafnréttismálum.
Fyrir hundrað árum voru konur annars flokks í samfélaginu. Þær höfðu ekki sömu réttindi og karlmenn, áttu mjög erfitt með að fá menntun og störf við þeirra hæfi, og litið var á þær sem annaðhvort gæludýr eða vinnuafl á heimilinu, en ekki manneskjur með sömu drauma og þarfir og karlmenn.
Margt hefur breyst síðan þá, þó enn sé mikil vinna framundan. En hvernig tókst okkur að breyta því? Þrennt skiptir mestu máli: fræðsla, umræða og lagasetning. Konur og framsýnir karlmenn byrjuðu fyrst að fræða karlmenn um að þær væru alveg jafn hæfir og karlmenn á flestum sviðum og oft mun hæfari. Þá hófst umræða og samræða milli kvenna og karla um þeirra málefni. Smátt og smátt urðu bæði karlmenn og konur meðvitaðar um staðreyndir málsins, og þá voru sett lög sem endurspeglaði vilja þjóðarinnar. Þannig var hægt að minnka alvarleg samfélagsleg vandamál og fordóma á milli kvenna og karla. Við ættum að beita sömu meðferðum til að koma jafnrétti milli innflytjenda og innfæddra.
Innflytjendur og innfæddir eiga að hafa mörg tækifæri til að ræða saman - í skólanum, í vinnuni, og annars staðar í okkar daglega lífi. Þannig geta innflytjendur lært meira um íslenskt samfélag, og þá geta Íslendingar líka lært meira um þá sem hingað koma. Það þarf að gerast í leikskólum, grunnskólum, menntaskólum, háskólum og í vinnunni. Þá tekst okkur að eyða fordómum og skapa mikilvæga umræðu.
Við þurfum líka lagasetningu sem endurspeglar það sem við höfum lært: að það þarf fræðslu en ekki hræðslu til að koma í veg fyrir að samfélagsleg vandamál verði til og að allir eiga að fá sömu tækifæri í samfélaginu, óháð því hvað við fæddumst.
Við vitum vel að fjölmenning er ekki rót vandamálsins frekar en tvö kyn í sama land er rót allra vandamála í jafnréttismálunum. Innflytjendastefna Vinstri-grænna grundvallast á trúnni á jafnrétti, réttlæti og lýðræði. Það mun auka umræðuna og fræðsluna á milli innflytjenda og Íslendinga í skólum og í vinnunni, tryggja góða kjör allra landsmanna, eyða fordómum og auka samþættingu. En við þurfum ekki biða í hundrað ár eftir breytingar - innflytjendastefnan okkar gerir okkur kleift að ná því markmiði strax í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:14 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra grein Paul. Svo sannarlega þarf að vinna gegn þessum fordómum. Við eigum öll að geta lifað saman í sátt og sameiningu, bara ef það er réttlát skipting en ekki ójöfnuður. Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 3.5.2007 kl. 07:19
Ég verð að segja að ég aðhyllist mun frekar þjóðfélag með fjölbreyttri menningu en fjölmenningarsamfélag. Í mínum huga þýðir fjölmenningarsamfélag, samfélag með mörgum menningum sem að hver stangast á við aðra, því ef við erum með mörg "ríki" í sama ríkinu gegnur ekkert. Ég sé fyrir mér þjóðfélag með fjölbreyttri menningu þar semallir virða hvorn annan. Ég held að þessi misskilningur sé í orðum en ekki innihaldi
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.5.2007 kl. 11:36
Frábær pistill Paul!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:47
Tek undir orð Guðrúnar Þóru, sér í lagi, ef "fjölmenningarsamfélag" á að merkja hér hálfgert ghettó-samfélag innflytjenda, sem tala þar jafnan sínar gömlu þjóðtungur, en ekki íslenzku. Verði síðan slíkir hópar út undan í menntun og starfsframa -- eins og er staðreynd nú þegar hér á landi -- þá leiðir það með tímanum til stéttarskiptingar í ofanálag við það, sem við nú þegar höfum, jafnvel til fátæktar, og þar með er verið að stuðla að klofnari þjóð (einkum ef straumur innflytjenda helzt mikill) og deilum og væringum milli þjóðabrota eftir nokkra áratugi.
Jón Valur Jensson, 3.5.2007 kl. 14:38
Guðrún: Ég sé líka fyrir mér þjóðfélag með fjölbreyttri menningu þar sem allir virða hvorn annan. "Fjölmenningarsamfélag" þarf ekki að þyða ekkert öðruvissi en það. Þess vegna eigum við í VG þetta innflytjendastefnun.
Jón: Og hvað er þá til ráða til þess að koma í vegg fyrir "klofnari þjóð"? Einmitt það sem ég sagði - eflum íslenskukennslu, fræðum hvort annað, opnum umræðu, og búum til lagasetningu sem endurspeglar það sem við höfum lært: að það þarf fræðslu en ekki hræðslu til að koma í veg fyrir að samfélagsleg vandamál verði til og að allir eiga að fá sömu tækifæri í samfélaginu, óháð því hvað við fæddumst.
Paul Nikolov, 3.5.2007 kl. 17:03
Ég er sammála þér Paul og minn skilningur á fjölmenningarsamfélagi er einmitt sá sem hann er. Samfélag samsett með alls konar fólki með alls konar bakgrunn, alls konar útlit og alls konar hefðir. Mér finnst auðvitað partur af réttindum þeirra erlendu ríkisborgara sem setjast hér að að læra tungumálið og læra um menningu okkar en að sama skapi ættum við að læra um menningu annarra líka. Það gagnast öllum að læra sem mest um aðrar þjóðir, siði og menningu og ég tek undir það Paul að þetta byggist á fræðslu. Ekki hræðslu. Íslendingar græða líka á fjölmenningarsamfélaginu og þetta með vandamálin snýr bara að því hvernig staðið er að málum.
Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.