Sjálfsagt

Sumir segja að að útrýma fátækt sé ómögulegt, að fátækt verður alltaf til. Ég segi, það verður líka alltaf sjúkdómar en við eigum samt læknar, það verður alltaf vanþekking en við eigum samt skólar, það verður alltaf glæpi en við eigum samt lögreglan . . . já þú skilur.

Það er enginn útópía, og verður líklega aldrei til. En við reynum það alltaf að gera samfélagi okkar betra. Að útrýma fátækt er eitt helsta markmið í hvaða land sem er. Og ef það væri til land í heiminum sem getur gert það, það er Ísland. En hvort það sé hægt að útrýma það eða ekki, það skaðar ekkert til að reyna því.

Skemmtið ykkur vel á 1. maí!


mbl.is Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Sömuleiðis - reyni það þó ég verði víst að vinna alla vega einhvern part dagsins ...

Þarfagreinir, 30.4.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Paul Nikolov

Ég líka! Man ekki hvenær var síðast að ég var í frí á 1. maí.

Paul Nikolov, 30.4.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Um að gera að setja markið hátt, þannig komumst við nær takmarkinu: BURT MEÐ FÁTÆKTINA. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.4.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hárrétt...og ef einhver þjóð hefur aðstöðu til að útrýma fátækt að mestu leiti er það Ísland...við höfum nákvæmlega engar afsakanir fyrir þvi að reyna það ekki.

Ef að alvarlegri fátækt er útrýmt að mestu, minnka um leið alskyns félagsleg vandamál sem þeir sem alast upp við slíkar aðstæður eru líklegri en flestir aðrir til að lenda í á lífsleiðinni. Er þá ekki líka líklegt að það sé hreinlega fjárhagslega hagkvæmt að útrýma fátækt hvar sem hún finnst til lengri tíma litið? Er það ekki bara góð fjárfesting að koma í veg fyrir alls kyns kostnaðarsöm vandamál í framtíðinni, sem óhjákvæmilega fylgja ef ekkert er að gert? 

Maður hefur á tilfinningunni að það sé fyrst og fremst vilji sem vanti, ég verð allavegana ótrúlega oft var við mikla dómhörku gagnvart fátækum og öðrum sem lenda af hinum ýmsu ástæðum í vandræðum í lífinu, en sem betur fer líka stundum skilning og víðsýni.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.5.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Paul Nikolov

"Maður hefur á tilfinningunni að það sé fyrst og fremst vilji sem vanti, ég verð allavegana ótrúlega oft var við mikla dómhörku gagnvart fátækum og öðrum sem lenda af hinum ýmsu ástæðum í vandræðum í lífinu, en sem betur fer líka stundum skilning og víðsýni."

Ég er fullkomlega sammála. Að útrýma fátækt er eitthvað sem Ísland getur gert, og með því mun glæpi, eiturlyfsneyðslu og fleiri samfélagslegri vandmála líka fækka gjörsemlega. Stundum er það gleymt að það sem kom fyrir eina snerta ykkur öll. Takk fyrir þín athugasemd.

Paul Nikolov, 2.5.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband