24.4.2007 | 18:15
Æðisleg hugmynd
Bílaumferð í Reykjavík er hræðilegt, sérstaklega þegar horft er á að 75% svifryks er af völdum umferðar, er síhækkandi, og flestir keyra bíl sinn innan eina kílometra. Slíkt skapar ástæðar eins og sést er í 3.hverfis.
Fyrir margt eru bílar nauðsynlegir í sumum tilfelli, en það er margt sem við getum gert. Við þurfum að gefa fólki raunhæfir valkosti - leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni, til dæmis, á meðan við takmörkum notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkum hámarkshraðann, og stýrum bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum - en það þarf líka að við ákveðum sjálfum til að taka strætó oftari, þegar hægt er.
Mjög fínt að sjá næsta kynslóðin að hvetja fólki til að gera einmitt það!
Fyrir margt eru bílar nauðsynlegir í sumum tilfelli, en það er margt sem við getum gert. Við þurfum að gefa fólki raunhæfir valkosti - leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni, til dæmis, á meðan við takmörkum notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkum hámarkshraðann, og stýrum bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum - en það þarf líka að við ákveðum sjálfum til að taka strætó oftari, þegar hægt er.
Mjög fínt að sjá næsta kynslóðin að hvetja fólki til að gera einmitt það!
Gefa borgarfulltrúum strætómiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
Ef strætó myndi stoppa fyrir utan hurðina hjá mér og síðan rétt hjá vinnunni minni væri ég alveg til í að losna við bílinn. Reyndar væri ég ekki til í að hjóla í vinnuna svo þú mátt alveg sleppa þessum reiðhjólastígum. Svo væri fínt að lækka hámarkshraðan úr 80km í svona 25km allstaðar nema fyrir strætó sem ætti að keyra á svona 90km. Svo er bara að kjósa Paul eða hvað hann nú kallar sig hér í netheimum.
Svo er ég virkilega fúll að talsmaður Impregíló skuli beita sér gegn Paul með ljótum sögum. Paul má hafa sín áhugamál í friði fyrir talsmanni Impregíló. Ef talsmaður Impregíló vill koma höggi á Vinstri græna ætti hann að einbeita sér að málefnum VG en ekki hvað frambjóðendur kalli sig í netheimum. Reyndar er það skrítið að Imprekílo ráði sér talsmann sem heitir sama nafni og þriðja flokks klámmyndastjarna. Ekki ætla ég að segja að Ómar sé þriðja flokks talsmaður eða ómálefnalegur. En hann fær borgað fyrir að ljúga og fegra sannleikann. Spurning hvort Innpregiló hafa eitthvað á móti VG.
X-V
Björn Heiðdal, 24.4.2007 kl. 19:35
Góðir göngu- og hjólreiðastígar eru alltaf fullir af fólki, nema rétt í kringum aðal-umferðagöturnar, meira að segja í byljandi kulda er fullt af vel klæddu liði á röltinu. Þannig að það er greinilega að virka. Erlendis nota ég almenningssamgöngur mikið en hér á landi sárasjaldan, ástæðan er aðallega mikill tími og fyrirhöfn, sérstaklega á morgnana þegar ég er að fara í vinnuna. Gæti líklega alveg tekið strætó heim, þótt það sé tímafrekt og rosalegt vesen, en á morgnana vantar mig betri samgöngur, helst góða lest að hoppa upp í!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 22:33
Auðvitað þarf að bæta samgöngurnar og það þarf að gera það sem fyrst svo þær nytist öllum. Ég bý reynar á landsbyggðinni og þarf þvi talsvert á bíl að halda til að komast í og úr vinnu.
Sædís Ósk Harðardóttir, 24.4.2007 kl. 23:39
"Ég bý reynar á landsbyggðinni og þarf þvi talsvert á bíl að halda til að komast í og úr vinnu."
Fólk hérna í Reykjavík þarf stundum líka að nota bíl, sérstaklega ef maður átt þrjú börn; eitt sem fer í fótboltaæfing, annað í ballet, og sú þriðjan er í skylmingar eða eitthvað. Samt höfum við í VG lagt fram að það er nauðsynlegt að gefa fólki fleiri valkosti varðandi hvernig fólk ferðast um bæinn. Það mun hvetja fólki til að labba, hjóla eða taka strætó meira.
Skil það líka vel að sveitamenn þarf að nota bíl talsvert, en það er eitt mjög athyglisvert sem gerðist á Akureyri:
"Það er ókeypis í strætó á Akureyri og hefur notkunin aukist um 60 prósent í kjölfarið."
Ókeypis strætó í Reykjavík er kannski langt í framtíðini, en við getum að minnsta kosti gert þjónustan betra.
Paul Nikolov, 24.4.2007 kl. 23:57
,,Ókeypis strætó í Reykjavík er kannski langt í framtíðini, en við getum að minnsta kosti gert þjónustan betra."
Hver vegna er langt í að það verði ókeypis í strætó? Þetta er bara sprning um vilja, að mínu mati. Nú þegar hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík lagt fram hugmyndir um að hafa ókeypis í strætó fyrir námsmenn. Hvað voru borgarfulltrúar VG að gera í borgarstjórn í 12 ár?
p.s. Styð ekki xD, en þetta er hinsvegar dæmi sem gæti gengið upp, standi núverandi meirihluti við stóru orðin.
B Ewing, 25.4.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.