Þarf að fræða, ekki hræða

Ég vildi gjarnan að vita hvað er það nákvæmlega sem fólk hafa í huga þegar þau segja að vera hlynntur því að settar verði strangari reglur um heimildir útlendinga til að setjast að á Íslandi. Það getur verið af mörgum ástæðum, og ég held að áhyggjur sem sumir hafa í garð útlendinga getur verið leyst með því að fræða fólki; ekki að hræða þá. Í minum reynslu, þegar ég hef sagt frá smáhluti af því sem stendur í útlendingalögum nú þegar, eru flestir Íslendingar bara hneykslað.

Þegar ég útskýra hvernig erlendur maki Íslendings verði að vera eldri en 24 ára, að framfærsla nái einungis til 18 ára aldurs þar sem má vera að foreldrar af erlendu bergi brotin þurfi að sjá fyrir börnum sínum meðan þau stunda framhaldsnám líkt og íslenskir foreldrar, að atvinnuleyfi er nú í höndum vinnuveitanda en ekki hjá starfsmanni, að erlend konur með ofbeldisfulla eiginmenn þarf að þola þetta ofbeldi í þrjú ár fyrir en hún má fá að skilja við annars missir hún réttindi sín til að vera á Íslandi - já, þá er flestir Íslendingar sammála því að breyting er þarft í útlendingalögum.

Þess vegna leggjum við í VG áherslu á að fræða fólki um hvað innflytjendamálið snýst. Umræðan er ekki hægt án þess að koma öllum staðreyndum á borði.



mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heill og sæll Paul.Ekki veit ég hvaðan þú kemur en sértu velkomin sem þegn þessa lands.Ég tilheyri þeim stjórnmálaflokki sem sakaður hefur verið sakaður um útlendingahatur.Ég hef"bloggað"svolítið um þessi mál.Nú bið ég þig að að fara á bloggið mitt og lesa það sem þar stendun.Gera athugasemdir við það sem þar stendur og segja mér í hverju þú sérð andúð á innflytendum.Ég fagna öllum nýbúum sem ætla að setjast hér að og ég vil að vel sé tekið á móti þeim.En ég vil ekki að þær móttökur geti leitt af sér að sumt af fólki verði annars flokks þegnar þessa lands eins og virkilega hefur skeð í sumum nágrannalöndum okkar.Við hljótum öll að viðurkenna að því miður séu(sem betur fer örlítill minnihluti)menn sem eru ekki með alveg sömu áform með innflutningi hingað og kannske þú.Ég segi það satt að mér finnst við ekki þurfa að leifa slíkun landvist.En ég tek það skýrt fram að allir nýbúar sem ég hef hitt hér á landi eru frábærir.En ég hef farið víða og séð margt.Mér finnst ég ekki vera með neinn hræðslu áróður heldur sé þetta blákaldur sannleikur.Það er slæmt að fjöldinn skuli gjalda fyrir fáa

Ólafur Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sæll ég var einmitt með sömu vangaveltur á blogginu í dag. En ég er ekki viss um að fólk hafi kynnt sér hvernig þessum málum er háttað og ég stórefast um að farið hafi verið yfir kerfið í landinu áður en fólk var spurt.

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 13:27

3 Smámynd: Paul Nikolov

Kári Geir: Alveg rétt. Held að allir Íslendingar vilja að ræða um innflytjendamálin, en eiga það mjög óþægileg að gera það þegar grundvelli 
er ótta og rangfærslu. Þess vegna er ég að reyna stýra umræðuna ýfir á skynsamlegri svæði.

Herdís: Það efast ég líka. Þess vegna er fræðslan sárnauðsynleg.

Paul Nikolov, 16.4.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Paul!Það hljóp eitthvað í tölvuna mína svo að það sem mig langaði að segja við þig.Hvar er rangfærsla í þessu bloggi sem Kári Geir síterar:uggandi um hvað getur skeð hér.Það vita allir sem vilja vita það að það þrífast stóthættulegir menn í þessum löndum sem fyrrum tilheyrðu Sovietríkjunum.Við skulum athuga að þetta eru þjóðir sem telja miljónir manna og það þarf ekki marga af þessum slæmu eintökum til að ógna lítilli þjóð.
Ert Þú virkilega ekki hræddur um að það gætu slæðst hingað slæm eintök ef ekkert eftirlit er með fólki inn í það land sem þú vonandi ætlar að gera að þínu heimalandi.Er það hræðslu áróður að hafa áhyggur af framtíð þessa lands ef það flytjast hingað menn sem ekki hafa hreint mél í pokahorninu.Ég veit ekki hvernig Árni Geir að ég sé að búast við einhverjum milljónum af fólki hingað.Þú gætir kannske hjálpað honum að læra að lesa.Ég hef áhyggur af að við séum ekki að taka eins vel á móti Nýbúum eins og ég vildi.Ég átti heima í landi þar sem mér fannst þetta hafa misstekist.Flóttafólki var hrúgað saman í einhverja íbúðargáma.Og lítt sinnt að kenna því að læra málið og að aðlagast þjóðinni.Því miður verður þetta fólk aldrei nema annars flokks þegnar þess lands.Er það sem þú villt sjá hér á Íslandi.Ég vil að við tökum vel að á móti öllum sem hér eru á réttum forsendum.Kenna þeim íslensku og styrkja þá meðan þeir eru að ná hér fótferstu.Við vitum að það þarf ekki mörg stykki til að eyðilegga fyrir öllum öðrum.Hvað sagði ekki lögreglukonan í Noregi um daginn þegar stofnuð var sérsveit lögreglunar sem átti að hafa það aðalverkefni að uppræta innflutta glæpamenn.Þar sem ég bý er töluvert af nýbúar og allt upp til hópa virkilega aðlaðandi fólk og vel talandi á íslensku.Ég fagna komu fleyri slíkra en:það þarf ekki marga af þessum slæmu eintökum til að ógna lítilli þjóð.
Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Ár & síð

Blessaður Paul. Mig langar að gamni að benda þér á færslu á gamla blogginu mínu frá því í nóvember sem er hérna. Hún segir sögu dæmigerðs Íslendings með öll sín erlendu tengsl.

Ár & síð, 16.4.2007 kl. 23:06

6 Smámynd: Paul Nikolov

Ólafur: Þegar ég heyri sumir kenna innflytjendum um það þegar samþætting er ekki að gerast, og þegar fólk tala um "vandamál" sem innflytjendur gætu koma með sér, það minnir mig um umræðunni varðandi kvenfrelsi - það er ekki eins og konur vilja að fá minna borgað en karmönnum og vilja að vera aðskilnir af hluti samfélagsins, og það eru ekki konur að kenna um að nauðgun sé til. Eigum við að takmarka hvað konur geta verið mörg á Íslandi?

Ég endurtek - það tekur fræðsla en ekki hræðsla til að búa til hraustlegt og 
skynsamlegt samþættingarstefnun. Ég mæli við að þú lesa ýfir innflytjendastefnan VG hér

Matthías: Þetta var mjög skemmtilegt að lesa. Það er nú mikið sem við getum lært með því að upplífa eitthvað. Við erum sjálfssagt öll af erlendum upprunna. Ég þakka þér fyrir. 

Paul Nikolov, 16.4.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Paul Nikolov

Ólafur: Þegar ég heyri sumir kenna innflytjendum um þegar samþætting gengur ekki bógu vel, og þegar fólk tala um "vandamál" sem innflytjendur gætu koma með sér, það minnir mig um umræðunni varðandi kvenfrelsi - það er ekki eins og konur vilja að fá minna borgað en karmönnum og vilja að vera aðskilnir af hluti samfélagsins, og það eru ekki konur að kenna um að nauðgun sé til. Eigum við að takmarka hvað konur geta verið mörg á Íslandi? Ég endurtek - það tekur fræðsla en ekki hræðsla til að búa til hraustlegt og skynsamlegt samþættingarstefnun. Ég mæli við að þú lesir innflytjendastefnan VG hér.

Matthías: Þetta var mjög skemmtilegt að lesa. Það er nú mikið sem við getum lært með því að upplífa eitthvað. Við erum sjálfssagt öll af erlendum upprunna. Ég þakka þér fyrir.

Paul Nikolov, 17.4.2007 kl. 00:03

8 Smámynd: Paul Nikolov

Ólafur: Þegar ég heyri sumir kenna innflytjendum um þegar samþætting gengur ekki nógu vel, og þegar fólk tala um "vandamál" sem innflytjendur gætu koma með sér, það minnir mig um umræðunni varðandi kvenfrelsi - það er ekki eins og konur vilja að fá minna borgað en karmönnum og vilja að vera aðskilnir af hluti samfélagsins, og það eru ekki konur að kenna um að nauðgun sé til. Eigum við að takmarka hvað konur geta verið mörg á Íslandi? Ég endurtek - það tekur fræðsla en ekki hræðsla til að búa til hraustlegt og skynsamlegt samþættingarstefnun. Ég mæli við að þú lesir innflytjendastefnan VG hér.

Matthías: Þetta var mjög skemmtilegt að lesa. Það er nú mikið sem við getum lært með því að upplífa eitthvað. Við erum sjálfssagt öll af erlendum upprunna. Ég þakka þér fyrir.

Paul Nikolov, 17.4.2007 kl. 00:04

9 Smámynd: Paul Nikolov

Ólafur: Þegar ég heyri sumir kenna innflytjendum um þegar samþætting gengur ekki nógu vel, og þegar fólk tala um "vandamál" sem innflytjendur gætu koma með sér, það minnir mig um umræðunni varðandi kvenfrelsi - það er ekki eins og konur vilja að fá minna borgað en karmönnum og vilja að vera aðskilnir af hluti samfélagsins, og það eru ekki konur að kenna um að nauðgun sé til. Eigum við að takmarka hvað konur geta verið mörg á Íslandi? Ég endurtek - það tekur fræðsla en ekki hræðsla til að búa til hraustlegt og skynsamlegt samþættingarstefnun. Ég mæli við að þú lesir innflytjendastefnan VG hér.

Matthías: Þetta var mjög skemmtilegt að lesa. Það er nú mikið sem við getum lært með því að upplífa eitthvað. Við erum sjálfssagt öll af erlendum upprunna. Ég þakka þér fyrir.

Paul Nikolov, 17.4.2007 kl. 00:07

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þú hefur greinilega ekki lesið það sem ég skrifaði.Ég var ekki að kenna innflytendum í þessu landi sem ég bjó hvernig komið var.Ég var að ásaka yfirvöld í við komandi landi:"Ég átti heima í landi þar sem mér fannst þetta hafa misstekist.Flóttafólki var hrúgað saman í einhverja íbúðargáma.Og lítt sinnt að kenna því að læra málið og að aðlagast þjóðinni."svo mörg voru þau orð.Þú villt kannske að því fólki sem hingað flyttst  sé lítið sinnt.Hvað varðar þessa fáu sem ég hef ágyggur af stend við það sem ég hef sagt.Ég veit ösköp vel að allir íslendingar erum flestir komnir af norðmönnum og írum.Ég veit líka að fólk af hinum ýmsum þjóðernum geta lifað í sátt og samlyndi og það er það sem ég vil okkur til handa bæði mér og þér hér á landi.Ég vil að við hlúum vel að fólki sem vill vera hér á réttum forsendum.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 10:50

11 Smámynd: Paul Nikolov

"Þú villt kannske að því fólki sem hingað flyttst sé lítið sinnt."

Þú hefur greinalega ekki lesið innflytjendastefnan okkar. 

Og já, þú ert að kenna innflytjendur um með því að tala um þá sem einhvers konar 
hotun á okkar samfélag. Ég er alla vega sammála að ríkið gerir ekki nóg til að 
samþætta þá sem hingað kemur, en það er líka satt að sumir þurfa greinalega fræðing um fólkið.

"Ég veit ösköp vel að allir íslendingar erum flestir komnir af norðmönnum og írum."

Já, athugasemdin varðandi upprunin var fyrir hann Matthías. Þess vegna stendur 'Matthías' fyrir framan.

Paul Nikolov, 17.4.2007 kl. 17:27

12 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég er að tala um örfá dæmi um óæskilegt fólk.Fannst þér allt í lagi með Litháana sem dæmdir voru um daginn.Ég get líka sagt þér að ég er t.a.g.nýkominn af skipi þar sem var vélstjóri frá Litháen og það er einn af þeim bestu vélstjóri em ég hef verið með.Ég á góðan vin íslenskan sem er búsettur þar núna og hann kann vel við fólkið þar.Ég fagna hverjum innflytenda sem vill setjast hér að til að gerast hér gegn og góður þegn þessa lands og vill lifa hér heiðarlegu lífi..Ég hef aldrei talað um innflytendur yfirhöfuð sem einhverja ógnun við við okkar samfélag það er bara útúrsnúningur á því sem ég hef sagt.Bara talað um að það gæti leynst óæskilegir menn í þeim hóp.Alveg eins og það hafa kannske leynst óæskilegir íslendingar sem innflytendur í öðrum löndum.Ég hefði ekkert haft við það að athuga þegar ég á sínum tíma settist að í öðru landi að ég hefði verið beðin um gögn sem gætu sannað hvort ég hefði komist í kast við lög hér á landi.Hefðir þú haft á móti því þegar þú fluttist hingað ef þú hefðir verið beðin um slíkt.Skerðir það einhver mannréttindi manna að vera beðin um slíkt.En þú virðist vera hlynntur því að okkur komi ekkert við hvaða bakgrunn menn sem hingað flytja hafa.Kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 18:09

13 Smámynd: Paul Nikolov

Mjög gaman að heyra þig taka þessi alþjóðaleg tónn hérna inni, en ég ber vitni á þessi gullkorn frá bloggið þitt:

"Ég þurfti að fara nokkra daga á spítala nú fyrir skömmu.Ég var einn í stofu og rétt eftir að ég var innritaður og lagstur uppí rúmmið mitt heyrði ég í starfstúlkum sem voru að tala saman frammi á ganginum.Fyrsta sem uppí huga minn koma að það væri eins og maður væri kominn á spítala í Bankok eða Manilla."

Hvað það hefði átt að vera hræðilegt reyslan fyrir þig.

"Ég hefði ekkert haft við það að athuga þegar ég á sínum tíma settist að í öðru landi að ég hefði verið beðin um gögn sem gætu sannað hvort ég hefði komist í kast við lög hér á landi."

Vesitu hvað? Ég var beðinn um einmitt það sama hér.

Ég segi það í síðasta sinn: kynntu þér okkar stefnan fyrir en þú veltir fyrir þér hvað mér finnst.

Paul Nikolov, 17.4.2007 kl. 18:27

14 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

heill og sæll.Það má nú alltaf snúa öllu uppí einhverja aulafyndni þegar mann vantar rök.Ég fagna öllum sem flytjast til landsins með hreint mél í pokahorninu og bíð þig sérstaklega velkominn.En fyrst þú varst að sítera mig því sleistu þetta úr samhengi og varst með einhverja aulafyndni.Því síteraðurðu ekki meir úr blogginiþað kemuehér:"Ég fór að hugsa um þessa"Nýbúakonur"og ég spurði hjúkrunarfræðinginn sem á vakt var hvort ekki væri reynt að láta þær tala saman á íslensku t. d. í matar og kaffitímum þegar íslenskt fólk væri til staðar.Þá sagði hún mér að þær(Nýbúakonurnar)héldu sér alveg út af fyrir sig og vildu sem minnst reyna að tala íslensku.Þarna er kannske kjarninn í þessu.Nú veit ég ekkert hvernig vera þessara kvenna þarna er tilkominn en ég veit að margar af þessum konum eru giftar sjómönnum og eru kannske einar heima langtímum saman þ.e.a.s.án  þess að nokkur tali við þær íslensku.Hvaða mál tala svo þessar konur við börnin sín?Hvurnig íslensku tala svo börnin þegar þau stækka?Í hinum Norðurlöndunum eru stórir hópar af innflytendum og það af annarri kynslóð þeirra sem tala svo bjagað mál að þeir eru eiginlega útilokaðir frá atvinnumarkanum nema alveg lægst launuðu störfunum.Þessir menn hafa því miður orðið fíkniefna og annari glæpastarfsemi auðveld bráð.Þessi mál eru að byrja að taka á sig mynd hér og við megu/viljum ekki standa bara og opna allar dyr og fylgjast svo ekki með eða aðhafast neitt.Við eigum að bjóða fólk velkomið hingað en við þurfum líka að standa á bremsunum hvað það varðar að þetta fólk verði ekki annars flokks þegnar þessa lands.Það er enginn rassismi að vilja að nýbúum líði hér vel.Við skulum hafa"hljóðneman"opinn þegar við tölum"..Síðast vitna ég í sænskan frambjóðamda sem sagði sína óopinberuskoðun  þegar hann hélt að búið væri að loka hljóðnemanum.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 19:51

15 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég gleymdi einu ef stefnuskrá VG er í einhverri líkingu og með öðrum eins "gullkornum"svo ég noti þín eigin orð þá gef ég ekki mikið fyrir hana

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 20:01

16 Smámynd: Paul Nikolov

Hér er þá hægt að sjá einmitt það sem ég er að tala um þegar ég segi að fræðslu er lykillin.

"Ég fór að hugsa um þessa"Nýbúakonur"og ég spurði hjúkrunarfræðinginn sem á vakt var hvort ekki væri reynt að láta þær tala saman á íslensku t. d. í matar og kaffitímum þegar íslenskt fólk væri til staðar.Þá sagði hún mér að þær(Nýbúakonurnar)héldu sér alveg út af fyrir sig og vildu sem minnst reyna að tala íslensku."

Er það ekki eðlilegt að fólki frá sama heimalöndum tala þitt eigin tungamálið saman? Það er nú enginn hér sem er að kvarta um hvernig Íslendingar í Gimli, Kanada eru að halda sitt eigin tungmál og menning.

"Nú veit ég ekkert hvernig vera þessara kvenna þarna er tilkominn en ég veit að margar af þessum konum eru giftar sjómönnum"

Hvernig komstu á þessi niðurstöður? Er þetta staðreynd eða fórdoma? Fórstu einu sinni að tala við þessara konur? Greinalega ekki.

"Hvaða mál tala svo þessar konur við börnin sín?"

Vonandi moðurmálið sitt. Það er staðreynd að þegar foreldrar kenna börnum sinnum moðurmálið er það auðveldari fyrir þetta börn að læra annað tungamál.

"Hv[e]rnig íslensku tala svo börnin þegar þau stækka?"

Fer eftir hvað skólakerfið sé gott.

"Í hinum Norðurlöndunum eru stórir hópar af innflytendum og það af annarri kynslóð þeirra sem tala svo bjagað mál að þeir eru eiginlega útilokaðir frá atvinnumarkanum nema alveg lægst launuðu störfunum."

Ef það er satt, þá er það ríkistjórn sem hefur gert ekki nóg til að kenna tungamálið.

"Þessir menn hafa því miður orðið fíkniefna og annari glæpastarfsemi auðveld bráð.Þessi mál eru að byrja að taka á sig mynd hér og við megu/viljum ekki standa bara og opna allar dyr og fylgjast svo ekki með eða aðhafast neitt."

Reyndar er það ekki rétt hjá þér að það er að gerast hér. Ég benda á tölur frá lögreglunni í Reykjavík:

"Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um kærða einstaklinga í hegningarlagabrotum í Reykjavík árin 2002-2005 eru engar vísbendingar um fjölgun brota þar sem erlendir ríkisborgarar eiga hlut að máli. Það sem af er þessu ári, 2006, hafa ekki orðið breytingar hvað þetta varðar. Þ.e. þar sem erlendir ríkisborgarar eru kærðir fyrir hegningarlagabrot, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík."

"Við eigum að bjóða fólk velkomið hingað en við þurfum líka að standa á bremsunum hvað það varðar að þetta fólk verði ekki annars flokks þegnar þessa lands."

Til að forðast þess að innflytjendur verða annars flokks er hægt að gera þrennt - efla eftirlit á atvinnurekendum til þess að tryggja launkjör allir starfsmenn, að gera meira til að samþættast þá sem hingað kemur, og að byggja upp umræðan á milli landsmenn og innflytlendur.

Misskilning og vanþekking hjálpar okkar ekki.

Paul Nikolov, 17.4.2007 kl. 22:45

17 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heill og sæll enn og aftur.Það ætti að vera það fyrsta sem fólk ætti að gera þegar það kemur til annars lands til að setjast þar að er að reyna að læra mál viðkomandi lands vel.Það er eðlilegasti hlutur í heimi að fólk tali saman á sínu eigin máli þegar það talar saman í einrúmi.Ég veit ekki hvernig þú getur lesið það út úr því sem ég skrifaði að ég væri að amast við því.En þegar það er í hópi fólks frá því landi sem það er að flytast til þá það allavega að reyna að tala það mál sem talað er í landinu.Bæði myndi mér finnast það dónaskapur að ef ég væri í hóp landa minna í því landi sem ég væri að flytja til og ég endurtekog ef ég kynni eitthvað í málinu.Svo bara til að æfa málið.Nú ef ég kynni ekkert í því og reyndi aldrei að læra það þá hefði ég lítið að gera með að sitjast að í því landi.Hvað Gimli og Vesturíslendinga varðar þá er ég nú efins í sú kynslóð sem er nú að alast þar upp og séu íslenskumælandi sé í einhverjum meirihluta.Með konurnar og sjómenninna þá er það staðreynd að margar af konum frá Asíu eru giftar sjómönnum hér á Íslandi.Ég sagði aldrei að þær konur sem unnu á umtöluðum stað væru það.Það sem ég hef áhyggur af það eru börn þessara kvenna þegar í skóla er komið.Það er fyrirbrigði til sem heitir"Einelti"og fyrirfinnst í öllum löndum og sennilega mjög mörgum skólum sama hvað skólakerfi viðkomandi lands er gott.Það var það sem ég meinti.Það næsta.Þarna erum víst sammálakerfið í þessu landi brást þessu fólki og enginn þorir að minnast á þessi mál nema í fámennum hópum.Þegar ég er að tala þarna um fíkniefnasala þá virðist þú ekki hafa heyrt um manninn sem fannst í höfninni í Neskaupstað og fullyrðingar allavega í blöðum sem ég hef lesið að menn frá vissu landi hefðu verið teknir oftar en einusinni Seyðisfirði.en ég var aðallega að tala um fyrrgreinda menn þar sem ríkisstjórnin brást.Ég hef ekkert í höndunum frá Lögreglunni í Reykjavík ég bara hlusta á Útvarp og les blöð.Ég er algerlega sammála þér um síðasta atriðið.ég skal fúslega viðurkenna að ég dáist að mörgum Nýbúum sem hafa lært mjög svo góða íslensku komnir hingar frá löndum þess mál er ekkert skyldt íslensku.Ég vildi óska mér og vonandi þér að menn t.d.ég og þú gætum rætt þessi mál hleypidómalaust.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 23:56

18 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Umræðan um útlendinga á Íslendinga minnir stundum á þau frægu ummæli staðarblaðsins á Akureyri hér í den tid að þar hefði utanbæjarmaður verið á ferð þegar einhver gerði eitthvað af sér, svo sem að aka út af eða vera fullur á almannafæri. Mér finnst innflytjendur vera settir undir sérstaka smásjá og efast um að það sé sanngjarnt - reyndar er það alls ekki sanngjarnt. Þakka þér fyrir góðar umræður, Paul.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2007 kl. 09:51

19 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Paul.

Sú er þetta ritar hefur áður skipst á skoðunum við þig meðal annars á press.is sem var og hét um málefni innflytjenda og nauðsyn þess að ræða þau mál í okkar samfélagi.

Það er svo margt að í þessum málum og þess vegna er ég hreykin af því að taka þátt í því að opna þessa umræðu með mínum flokki Frjálslynda flokknum til hagsbóta fyrir það fólks sem hingað er komið til Íslands sem þegnar þessa lands og íbúar til framtíðar sem ég vil að njóti þess sama og ég sjálf sætti mig við en ekki lakara eða lélegra en ég sjálf vil búa við.

Umræða eyðir fordómum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2007 kl. 02:31

20 Smámynd: Paul Nikolov

"Umræða eyðir fordómum."

Já, en aðeins ef umræðan er ekki byggt á fordómum.

Paul Nikolov, 19.4.2007 kl. 06:25

21 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Hvaða ummræða er byggð á fordómum og ef hverjir eru þá fordómarnir.?Að vilja að Nýbúum líði hér vel.Eru það fordómar að vilja kenna þeim vel íslensku.OG ég spyr eru það fordómar að amast við mönnum sem koma hingað í þeim tilgangi að legga fyrir sig óheiðarleika.Særir það heiðarlega menn að vera beðnir um sakavottorð.Af hverju geta menn ekki rætt þessi mál í hreinskilni þótt þeir hafi ekki sömu skoðun á málinu.Komið með sin rök og ræða þau og rökræða þau í bróðerni:Kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 11:53

22 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er greinilegt að frambjóðendur VG vilja ekki ræða málefni innflitjenda. Frambjóðendur VG vilja greinilega reina að telja nýbúum um að Frjálslyndi Flokkurinn sé "vonda" fólkið í von um að græða á því.Þar skjátlast þeim íllilega.

Georg Eiður Arnarson, 19.4.2007 kl. 21:39

23 Smámynd: Paul Nikolov

"Það er greinilegt að frambjóðendur VG vilja ekki ræða málefni innflitjenda."

Ég hef aldrei hætt að gera það mun aldrei hætta. Ég bendi á að ofan staðreyndir og okkar innflytjendastefnan mörg sinnum. 

Paul Nikolov, 19.4.2007 kl. 22:00

24 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Frjálslyndi Flokkurinn er eini stjótnmálaflokkurinn sem hefur þorað að ræða málefni innflytjenda og hefur vilja fræða en ekki hræða.  Og út úr þeirra málflutninhi hefur verið snúið svo út út að með ólíkindum er og mönnum lögð orð í munn sem þeir hafa aldrei sagt.  Þetta kalla ég að hræða fólk en ekki fræða.  VG hafa lítið viljað ræða þessi mál eins og hinir flokkarnir.  Af hverju það er veit ég ekki.  Auðvitað verða að vera til skýrar reglur um komu innflytjenda.  Ég hef kynnst mörgum nýbúum og hefur það allt verið ágætis fólk sem vill verða góðir þegnar þessa lands en við vitum líka að oft leynast nokkrir svartir sauðir í mörgu fé.  Öll umræða um þessi mál er af hinu góða, þess vegna skil ég ekki af hverju reynt er af svo mörgum að þagga hana niður.

Jakob Falur Kristinsson, 20.4.2007 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband