Sammála

Kemur kannski engum á óvart en ég styð þessi hugmynd. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur getur skapað fleiri störf, væri byggt á hreint orku, að myndi líklega minnka umsvif verulega í svæði þar sem það er allt of mikið svifryk til að byrja með. Og kannski getum við farið lengra í framtíðinni - hvað með lest í höfuðborgsvæðinu, frá Akranesi til Hveragerði, til dæmis? Bara sem hugmynd. En lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur er flott byrjun, og ég er ánægður að sjá að þingmenn úr öllum flokkunum vilja kanna þetta betra.
mbl.is Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er ekki best að kanna hvað það kostar og svo ákveða hvort menn eru með eða móti? Mér skilst að laun hjá hjúkrunarfræðingum séu allt of lág miðað við vinnuna sem þarf að vinna. Ef lestin meikar sens, þá að sjálfsögðu... 50 milljarðar?

Bestu kveðjur. 

Ólafur Þórðarson, 20.2.2008 kl. 01:44

2 Smámynd: Paul Nikolov

Takk, veffari. Kostnað stórhluti af þessu - en getur lestin borgað fyrir sig, í gjald sem ferðamenn myndi borga? Jú, kannski. Sjáum til þegar við könnum það betra. En mér finnst hugmyndin flott, og getur verið góður kostur í mörgu leyti.

Paul Nikolov, 20.2.2008 kl. 01:51

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta væri draumastaða, að geta ferðast um landið með lest, hratt, örugglega og með nútímatækni sennilega þokkalega vistvænt líka. Kostnaðurinn við núverandi kerfi er ekkert fyndinn, hver á sínum einkabíl og margir amatörar í umferðinni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 01:59

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Finnst lestarhugmyndin verðug. Af hverju ekki lest á Íslandi eins og nánast alls staðar annars staðar í hinum vestræna heimi.
Var með færslu um lestarsamgöngur í Reykjavík fyrir nokkru, hét „Reykjavíkurlestin“.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.2.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Renata

Er ekki veðurfarið leyfa ekki á lestarsamgöngur?

Annars finnst mér þetta gott hugmynd, ef lest myndi ekki enda eins og strætókerfi - dýrt, tímafrek og rekið með enga hagnað né hugsjón

Renata, 20.2.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband