Fréttir

Ég var mjög ánægður að sjá fréttir sem staðfesta það sem ég vissi væri satt - upplýsingar og staðreyndir eru mjög sterk vopn á móti fordómum. En af hverju hefur þetta frétt ekki birtast allsstaðar? Þegar til dæmis einhvern bílþjófur af erlendum uppruna (af hverju fjölmiðlar greina frá þjóðernis mannsins sem grunur er af glæpi, það veit ég ekki) er handtekinn er sagan birtast í hvert einasta blað og sjónvarpsstöð landsins.

En þegar svona upplýsingar koma fram, sem er merkilegt frétt, hvar eru fjölmiðlar þá? Flott samt hjá 24 stundum og mbl.is.

Ég tel ekki að samsæri er í gangi, en það vekur spurningar þegar fjölmiðlar greina frá þjóðernis mannsins sem grunur er af glæpi, og réttlæta það með því að segja að þetta er þeirra ábyrgð að segja frá það sem er mikilvægt fyrir fólk að vita.


mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Fjölmiðlar eru gjarnir á að greina frá því sem vekur athygli fólks, en ekki endilega því sem skiptir máli. Allt þvaðrið um fræga fólkið sem tröllríður flestum fjölmiðlum er dæmi um þetta. Útlendingar eru fólk sem Íslendingar þekkja ekki né skilja og hafa því oft neikvæðar hugmyndir um þá sem kallast fordómar. Fólki stendur gjarnan stuggur af því sem það skilur ekki né þekkir og fordómarnir því skiljanlegir. Fólk elskar fátt meir en að fá fordóma sína viðurkennda og þetta hafa ýmsir nýtt sér til að auka vinsældir sínar - þar á meðal fjölmiðlar.

Helgi Viðar Hilmarsson, 7.1.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Paul Nikolov

Það er auðvitað rétt hjá ykkur. Þess vegna velti fyrir mér af hverju sumir játa það bara ekki. Við heyrum talað um ábyrgðin fjölmiðilsins, upplýsingar, tjáningarfrelsi, og svo framvegis. Enginn segir bara, "Sko, við þurfum að selja blöð".

Paul Nikolov, 8.1.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband