Áfram til sigurs á morgun!

Allt annað líf - Á morgun eru 4 ástæður til að kjósa Vinstri græn:

Lýðræði!


Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um
umdeild mál.

Eflum grasrótarsamtök og tryggjum aðkomu almennings og frjálsra félagasamtaka að
lýðræðislegri ákvarðanatöku.

Samfélag fyrir alla!

Burt með komugjöld og sjúklingaskatta.

Tryggjum almenningi lægra orkuverð og nýtum hlut ríkisins í Landsvirkjun í þágu
skynsamlegrar orkunýtingar. Afturköllum lög um einkaeign á vatni og tryggjum að
aðgangur að vatni verði áfram hluti af grunnréttindum okkar, líkt og
andrúmsloftið.

Græn framtíð!

Stöðvum frekari stóriðjuframkvæmdir og ákveðum hvaða svæði við ætlum að vernda
til framtíðar.

Stofnum loftslagsráð sem vinnur markvisst gegn losun gróðurhúsalofttegunda, m.a.
með vistvænum samgöngum og fræðslu um umhverfismál.

Kvenfrelsi!

Afnemum launaleynd strax og eflum Jafnréttisstofu.

Vinnum að því að tryggja a.m.k. 40% hlut kvenna á þingi og í sveitarstjórnum,
t.d. með því að hvetja til að fléttulistum verði beitt.

ÁFRAM TIL SIGURS Á MORGUN!

mbl.is Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Mikið talað um hlut kvenna ofl. Hvað um mannréttindi almennt.  Hefur viðkomandi greinarhöfundur eitthvað að fela? Ég

Jóhann Hannó Jóhannsson, 12.5.2007 kl. 00:19

2 identicon

" Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um
umdeild mál."

Hverjir verða í þessum tiltekna hluta?  Væri ekki réttlátt að ef einhverjir gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, gætu það allir?

Svo langar mig að spyrja um þessa fléttulista og fyrirfram ákveðinn hlut kvenna:  

Segjum sem svo að Nonni, Siggi og Stína séu í framboði um tvö sæti.  Kosningar eru haldnar, þar sem bæði karlar og konur kjósa, og Nonni fær 55%, Siggi 40% og Stína 5%.   Vegna þess að fléttulistareglan er við lýði, fær Nonni fyrsta sætið, Stína annað sætið en Siggi kemst ekki inn með sitt 40% fylgi.

Hversu réttlátt væri það?

Það hefur sýnt sig að konur þurfa ekki á sérstakri aðstoð eða forskoti að halda til að komast áfram í pólitík.  Á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í mínu kjördæmi, Reykjavík norður, eru jafnmargir karlar og konur, auk þess sem sex af tíu efstu sætunum eru skipuð konum. 

Jafnrétti er eitt, öfugt jafnrétti er annað.  Fólk kýs á grundvelli mannkosta, ekki kyns, og það þarf ekki að hafa vit fyrir kjósendum. 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 03:22

3 identicon

Meinarðu, Sveinn, að ákveðinn prósentuhluti af þjóðinni geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu?  Ég er augljóslega eitthvað treg, eins og þú ýjar sterklega að, því ég get ekki séð hvernig það geti verið réttlátt.  Hvers vegna ættu allir ekki að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu?  Hverjir ættu að hafa rétt á því og hverjir ekki?

Á framboðslista D raðaðist eftir úrslitum prófkjöra, því fleiri atkvæði sem frambjóðandi fékk, því hærra raðaðist hann á listann.  Í sjálfum kosningunum fara þessir frambjóðendur inn í þeirri röð sem þeir eru á listanum, en ekki verður sérstaklega fléttað saman eftir kynjum eins og Paul boðar að eigi að gera.

Þorgerður Katrín er kona, eftir því sem ég best veit. 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband