Ég á mér líka draum

Ég verð að segja ykkur, góðir Íslendingar, að ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir forsetakosningum en ég er í dag. Og ekki bara vegna þess að Bandaríkin er heimalandið mitt. Stjórnvöldin Bandaríkjanna hefur áhrif á heimurinn allt, eins og við vitum öll mjög vel. Og ég tel að heimurinn allt, eins og flestir bandaríkjamanna, eru búnir að fá nóg af það sem þessi síðasta átta ára hefur haft að bjóða. Ég sé það hér á landi líka, þar sem fólk segir mér hvað það hlakkar mikið til að sjá Barack Obama sem næsta forseti Bandaríkjanna, og vona það mjög. Það gleður mig mikið, og ég vona að flestir Bandaríkjamenn séu eins klár og þessi Íslendingar!

Ég á ekki orð til að lýsa hvað ég sé bjartsýnn og spenntur. Þetta er söguleg tíð. Ég verð á Grand Hótel í kvöld að fylgjast með, og að vona - með heimurinn allt - að Barack Obama verður næsta forseti Bandaríkjanna.

obama-biden_2008_logo.jpg


mbl.is Obama sigraði í Dixville
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Áfram Obama!

Garðar Valur Hallfreðsson, 4.11.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég lít svo á að þeir séu báðir jafn hættulegir, öll kosningabaráttan hjá þeim gékk út á yfirlýsingar hvaða þjóðir þeir væru reiðubúnir að ráðast á með her sinn

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 4.11.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég styð Obama og vona að hann vinni, en einhver óþægindatilfinning er að angra mig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er margt óljóst hvað skeður eftir kosningar í efnahagsmálum og ekki er Obama öfundsverður að taka við brunarústunum eftir Bush. Það eru stórar líkur á því að dollarinn hrynji endanlega og hvað skeður þá? Verður það North American Union og myntin Amero, sem rís úr þeim rústum?  Ron Paul og fleiri benda á það. Globalista agendað styrkist með hverri kreppunni og í stærra samhengi er þetta allt mikið áhyggjuefni.

Ég er ekki viss um að ég treysti Obama, þótt hann virðist betri kostur af tveimur illum. Bush lagði upp með einangrunarstefnu og niðurskurð í hermálum auk skattalækkanna í sinni fyrri kosningabaráttu og svo geta menn rýnt í söguna til að finna þær efndir. Raunar gerði hann þveröfugt við öll sín fyrirheit.

Michelle Obama er nú í CFR útibúinu í Chicago og aðalráðgjafi Obama er Glóbalistarottan Zibigniev Brezinsky, góðvinur Wolfowich.  Ég veit svei mér ekki hverju skal treysta, enda hafa ameríkannar fyrir löngu fyrirgert trausti sínu hjá borgurum þessa heims. Sorry bara.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 01:51

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

vonandi vinnur OBAMA

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:07

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Til hamingju!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.11.2008 kl. 05:04

7 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Til hamingju með sigurinn Paul. Vonandi stendur Obama undir væntingum. Vona innst inni að það leynist sósíalisti í kallinum eins og repúblikanarnir voru að predika! Mikill fögnuður á mínu heimili þar sem þar búa þrír bandarískir ríkisborgarar.

Guðmundur Auðunsson, 5.11.2008 kl. 15:54

8 Smámynd: Paul Nikolov

Ég þakka ykkur fyrir, takk!

Paul Nikolov, 5.11.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband