Af hverju "annað hvort/eða"?

Eitt sem ég skil ekki í þessi umræðu er af hverju sumir halda að þetta sé einhverskonar stríð á milli trúaður fólki og trúleysingar. Er ekki hægt að vera kristinn og trúa á aðskilnaður ríkis og kirkju?

Ég tel það hlutverk kirkjunnar að kenna börnin um kristnitrú - foreldrar sem vilja að börnin þeirra læra um kristnitrú eiga ennþá frelsi til að gera það, með því að fara í messu. En það er staðreynd að mjög fáir fara í kirkjunna regulega, þannig að ég velti fyrir mér hvort þjóðkirkjan sé hrædd við því að fólk myndi hætta alla vega að fara í messu ef kristnitrú væri ekki kennt í skólanum? Það veit ég ekki.

Meira um þetta hér.  


mbl.is Áfram deilt um Krist í kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðkirkjan er hrædd já og hún er að vinna gegn sjálfri sér með að notast við þvinganir

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er allt ein helv. lygasteypa og risavaxin fjársvik og hefur alltaf verið en fáir þora að ræða það. Ennþá. En það mun spinna upp á sig með tímanum.

Baldur Fjölnisson, 1.12.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þjóðkirkjan stjórnast í þessu af eðlislögmáli sem kallað hefur verið inerti - það er að segja viðleitni hluta til að halda óbreyttu ástandi. Sömu lögmál gilda að þessu leyti í eðlisfræði og þjóðfélagsgerðinni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 01:30

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Er ekki hægt að vera kristinn og trúa á aðskilnaður ríkis og kirkju"

Jú, um þetta er ég til dæmis eitt dæmi, þó það dæmi geti tæpast kallað dæmigert. Ef þú skoðar bloggið mitt þá skilur þú við hvað ég á.

Ég álít til dæmis að evangelísk-lúterska kirkjudeildin á Íslandi hljót að vera nógu öflug til að standa ein og óstudd, án þess að njóta stjórnarskrárskipaðrar verndar og stuðnings ríkisins. Fyrir því ákvæði stjórnarskrárinnar eru aðeins söguleg rök, sem eru ótti veraldlega valdsins við hið kirkjulega og viðleitni þess til að hafa taumhald á því (hinu kirkjulega valdi). 

Annars ætla ég nú ekki að fara að skrifa neina ritgerð um þetta hér í athugasemdakerfinu þín núna þegar er að koma/komin er nótt, en bendi þér að skoða blogggið mitt, eins og ég sagði áðan, ef þú vilt fræðast um viðhorf þessa ódæmigerða dæmis um aðskilnaðarsinna. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 01:36

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

eru ótti=átti auðvitað að vera voru ótti - það er örugglega engin ástæða fyrir ríkið að óttast kirkjuna í dag í lýðræðisríki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 01:38

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jú kæri Paul...það er svo sannarlega hægt að vera kristin og vilja aðskilnað kirkju og ríkis...

En hugsaðu um fjármunina sem ríkiskirkjan myndi missa við aðskilnað (og við það að fólk færi að hugsa sjálfstætt)??? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.12.2007 kl. 01:59

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Wikipedia on inertia

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 12:24

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Komið þið sæl. Ég er alveg sammála þeim sem hafa tjáð sig hér um trú annarsvegar og svo rekstur þjóðkirkju hinsvegar. Mér finnst að Lúterska kirkjan eigi að hafa metnað til að standa ein og sjálfstæð eins og margir trúarsöfnuðir gera hér á landi. En það er auðveldara að vera á ríkisspenanum en að þurfa að bera ábyrgð sjálfur á rekstri og árangri. Ég er trúuð og fer nokkuð oft til kirkju.  Mikið finnst mér vanta uppá að prestar þjóðkirkjunnar sem ég hef hlýtt á hafi sama trúarhita og þeir sem ég hef heyrt í úr öðrum söfnuðum. (ég tek það fram að ég er ekki bókstafstrúarmanneskja)Ég hef velt því fyrir mér af hverju þetta stafi. Með góðri kveðju Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.12.2007 kl. 13:24

9 identicon

Ég er sammála, þó þú mættir alveg vera meira afgerandi, hehe. Ég skil samt að pólitíkin geri mann varasaman, sérstaklega eftir þær fáránlegu ofsóknir sem þú hefur fengið fyrir lítilvæg ummæli.

 Ég vona bara að fólk hætti að rugla saman Siðmennt og Vantrú, mjög ólík samtök. Þetta með að rugla þeim saman er svipað og að líta á Samfylkinguna sem róttæka kommúnista.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband